Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er eldgos?

Ármann Höskuldsson

Þrátt fyrir að eldgos geti verið ógnvænleg og valdi oft tjóni á mannvirkjum og stundum dauðsföllum eru þau skýrustu merki þess að plánetan okkar er við góða heilsu. Þetta kann að hljóma einkennilega í fyrstu, en við skulum reyna að útskýra þetta nánar.

Jörðin er enn heit og kröftug pláneta, en frá því að hún myndaðist hefur hún farið stöðugt kólnandi. Mestur er hitinn í kjarna jarðar eins og lesa má um í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað er í miðju jarðar, hversu langt er þangað og hversu heitt er þar? Við kólnun leitar varminn út til yfirborðs, þetta köllum við varmatap.

Varmatap jarðar á sér einkum stað á tvo vegu. Í fyrsta lagi með leiðni á varma til yfirborðs í gegnum alla jarðskorpuna er hylur hnöttinn. Þar sem jarðskorpan er lélegur varmaleiðari verður kólnun jarðar með varmaleiðni mjög hægfara. Raunar svo hægfara að jörðin verður að grípa til annarra ráða.

Lagskipting jarðar. Yst er jarðskorpan 10-70 km þykk, þá kemur möttullinn niður á 2900 km dýpi, síðan ytri kjarni niður á 5.100 km dýpi og loks innri kjarni niður á 6370 km dýpi.

Seinni aðferðin sem jörðin notar til að kæla sig er með tilfærslu á heitu efni úr iðrum jarðar upp til yfirborðs. Í þessu ferli á sér stað hlutbráðnun á möttulefni jarðar og til verður heitur vökvi sem nefndur er kvika. Kvikan leitar síðan upp til yfirborðs vegna þess að hún er léttari en umhverfi sitt. Þegar kvikan kemst upp á yfirborð verður mikið sjónarspil sem að við köllum eldgos.

Í raun má líkja þessu ferli við íþróttamann sem tekur mikið á. Við áreynslu eiga sér stað efnahvörf sem skapa meiri hita í líkama hans en hann getur losnað við með leiðni í gegnum húðina. Því grípur líkaminn til þess ráðs að mynda vökva (svita) en þannig eykur hann varmaflutning sinn og kælingu til mikilla muna.

Þegar við upplifum eldgos erum við því að horfa á kólnun jarðar sem fer fram með flutningi á efni og orku úr iðrum hennar og til yfirborðs. Þessi hefur haft mjög jákvæð langtíma áhrif og er í raun forsenda tilvistar okkar á þessari plánetu. Kvikan sem leitar til yfirborðs er ekki bara fasta efnið sem við köllum í daglegu tali hraun og ösku. Einnig berast upp á yfirborðið margar lofttegundir sem með tíð og tíma hafa myndað andrúmsloft jarðar.

Mynd:


Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvernig verður eldgos til?
  • Hvers vegna verður eldgos?

Höfundur

Ármann Höskuldsson

eldfjallafræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans

Útgáfudagur

14.6.2004

Síðast uppfært

2.12.2021

Spyrjandi

Martin Hermannsson, f. 1994, Elías Sigurður, f. 1991, Bjarni Guðmundsson, f. 1994

Tilvísun

Ármann Höskuldsson. „Hvað er eldgos?“ Vísindavefurinn, 14. júní 2004, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4347.

Ármann Höskuldsson. (2004, 14. júní). Hvað er eldgos? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4347

Ármann Höskuldsson. „Hvað er eldgos?“ Vísindavefurinn. 14. jún. 2004. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4347>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er eldgos?
Þrátt fyrir að eldgos geti verið ógnvænleg og valdi oft tjóni á mannvirkjum og stundum dauðsföllum eru þau skýrustu merki þess að plánetan okkar er við góða heilsu. Þetta kann að hljóma einkennilega í fyrstu, en við skulum reyna að útskýra þetta nánar.

Jörðin er enn heit og kröftug pláneta, en frá því að hún myndaðist hefur hún farið stöðugt kólnandi. Mestur er hitinn í kjarna jarðar eins og lesa má um í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað er í miðju jarðar, hversu langt er þangað og hversu heitt er þar? Við kólnun leitar varminn út til yfirborðs, þetta köllum við varmatap.

Varmatap jarðar á sér einkum stað á tvo vegu. Í fyrsta lagi með leiðni á varma til yfirborðs í gegnum alla jarðskorpuna er hylur hnöttinn. Þar sem jarðskorpan er lélegur varmaleiðari verður kólnun jarðar með varmaleiðni mjög hægfara. Raunar svo hægfara að jörðin verður að grípa til annarra ráða.

Lagskipting jarðar. Yst er jarðskorpan 10-70 km þykk, þá kemur möttullinn niður á 2900 km dýpi, síðan ytri kjarni niður á 5.100 km dýpi og loks innri kjarni niður á 6370 km dýpi.

Seinni aðferðin sem jörðin notar til að kæla sig er með tilfærslu á heitu efni úr iðrum jarðar upp til yfirborðs. Í þessu ferli á sér stað hlutbráðnun á möttulefni jarðar og til verður heitur vökvi sem nefndur er kvika. Kvikan leitar síðan upp til yfirborðs vegna þess að hún er léttari en umhverfi sitt. Þegar kvikan kemst upp á yfirborð verður mikið sjónarspil sem að við köllum eldgos.

Í raun má líkja þessu ferli við íþróttamann sem tekur mikið á. Við áreynslu eiga sér stað efnahvörf sem skapa meiri hita í líkama hans en hann getur losnað við með leiðni í gegnum húðina. Því grípur líkaminn til þess ráðs að mynda vökva (svita) en þannig eykur hann varmaflutning sinn og kælingu til mikilla muna.

Þegar við upplifum eldgos erum við því að horfa á kólnun jarðar sem fer fram með flutningi á efni og orku úr iðrum hennar og til yfirborðs. Þessi hefur haft mjög jákvæð langtíma áhrif og er í raun forsenda tilvistar okkar á þessari plánetu. Kvikan sem leitar til yfirborðs er ekki bara fasta efnið sem við köllum í daglegu tali hraun og ösku. Einnig berast upp á yfirborðið margar lofttegundir sem með tíð og tíma hafa myndað andrúmsloft jarðar.

Mynd:


Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvernig verður eldgos til?
  • Hvers vegna verður eldgos?
...