Alkalí-ólivín-basalt er um 1200°C heitt í gosrásinni og getur runnið í helluhraun og myndað hrauntraðir þar sem framleiðslan er mikil. Þar sem aðrennsli er lítið kólnar kvikan nokkuð í gosstrókum eða í gígnum og byrjar að storkna þannig að hraunin verða úfin apalhraun. Alkalí-ólivín-basalt gýs oft á stuttum sprungum og þar myndast gjarna gjallgígar. Gígurinn Grábrók í Borgarfirði er dæmi um slíkan gjallgíg. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hvað er átt við með súrum, ísúrum og basískum eldgosum? eftir Ármann Höskuldsson
- Hvernig er talið að ólíkar kvikugerðir sem koma upp í íslenskum eldstöðvum verði til? eftir Sigurð Steinþórsson
- Hver er efnasamsetning kviku/hrauns? eftir Sigurð Steinþórsson
- Hvað er eldgos? eftir Ármann Höskuldsson
Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvernig hraun kemur úr Fimmvörðuhálsi? T.d. basískt eða súrt, helluhraun eða apalhraun?