Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er átt við með súrum, ísúrum og basískum eldgosum?

Ármann Höskuldsson

Þegar talað er um súr, ísúr og basísk eldgos er verið að vísa til þess hvernig kvikan er sem kemur upp í eldgosinu. Þegar kvika er flokkuð í súra, ísúra og basíska er fyrst og fremst litið til efnasamsetningar hennar og þá hversu kísilrík hún er. Hér verður þó ekki fjallað um mismunandi efnasamsetningu kviku þar sem slíka umfjöllun er þegar að finna í öðrum svörum á Vísindavefnum, sem vísað er í neðst í þessu svari, heldur lögð áhersla á mismunandi einkenni eldgosa eftir kvikugerðum.

Basísk kvika er frumkvikan sem að myndast í möttlinum og stígur upp til yfirborðs jarðar. Í flestum tilvikum rís þessi kvika beint til yfirborðs eða stoppar stutt í jarðskorpunni í kvikuhólfi áður en hún nær yfirborði. Þessi eldgos mynda oftast hraun og hraunbreiður með smáum gígum ofan við gosopið. Alla jafna myndast lítil aska í slíkum eldgosum, þar sem kvikan inniheldur hlutfallslega lítið vatn og er mjög fljótandi og heit (1050-1250°C). Undantekningar frá þessari reglu eru tengdar utanaðkomandi vatni og óvenju háu vatnsmagni kvikunnar, en hvorutveggja hefur þau áhrif að sprengivirkni kvikunnar eykst og gjóskumyndun margfaldast.

Dæmi um basísk eldgos eru eldgosin í Kröflu á árunum 1975-1984. Dæmi um basísk eldgos þar sem vatn kemst í snertingu við kvikuna er Surtsey 1963-67 og Grímsvötn 1998 og 2004. Besta dæmið um eldgos þar sem vatnsrík basísk kvika kemur upp eru eldgosin í Heklu 1970, 1980, 1991 og 2000.

Kröflueldar eru dæmi um basísk eldgos.

Ísúr eldgos vísa til kvikugerðar sem er mitt á milli basískrar kviku og súrrar kviku. Þessi tegund eldgosa er alla jafna sprengivirkari en basísku eldgosin og myndar hlutfallslega meira magn gjósku. Ástæður aukinnar sprengivirkni eru meðal annars að vatnsmagn kvikunnar er hlutfallslega meira en í basískri kviku, seigja kvikunnar hefur aukist og hitastig hennar lækkað (900-1050°C). Þetta hefur þau áhrif að gjóskumagn eykst í eldgosinu. Hraun sem myndast í slíkum eldgosum verða undantekningarlaust apalhraun og eru þar af leiðandi erfið yfirferðar. Eldgos af þessari gerð eru frekar óalgeng á Íslandi og helst að þau verði í megineldstöðvum. Dæmi um slíkt er Lúdent í Mývatnssveit.

Súr eldgos vísa til kviku sem verður til í lok hlutkristöllunar eða við uppbræðslu jarðskorpunnar. Eldgos af þessari gerð eru oftast mjög sprengivirk. Sprengivirknina má rekja til þess að kvikan inniheldur hlutfallslega mikið vatn, hún er seig og frekar köld (um 800-900°C). Þegar öll þessi atriði koma saman myndast einungis gjóska í eldgosinu.

Bestu dæmi um súr eldgos á Íslandi eru eldgosin 1104 í Heklu og 1362 í Öræfajökli. Gjóskan næst eldfjallinu einkennist af grófum ljósum vikri, en kornin verða fínni því fjær sem dregur frá upptökum. Ljós lög í jarðvegi á Íslandi eru mynduð í súrum eldgosum. Sé vatnsmagn kvikunnar hinsvegar mjög lágt myndast gróf apalhraun og gúlar. Besta dæmið um súrt hraun á Íslandi er Laugarhraun í Landmannalaugum sem myndaðist 1477. Bestu dæmi um gúla eru aftur á móti Prestahnúkur upp við Langjökul, Hlíðarfjall í Mývatnssveit og Hágöngur á Sprengisandsleið.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Ármann Höskuldsson

eldfjallafræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans

Útgáfudagur

7.4.2008

Síðast uppfært

5.4.2023

Spyrjandi

Eik, f. 1992

Tilvísun

Ármann Höskuldsson. „Hvað er átt við með súrum, ísúrum og basískum eldgosum?“ Vísindavefurinn, 7. apríl 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7331.

Ármann Höskuldsson. (2008, 7. apríl). Hvað er átt við með súrum, ísúrum og basískum eldgosum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7331

Ármann Höskuldsson. „Hvað er átt við með súrum, ísúrum og basískum eldgosum?“ Vísindavefurinn. 7. apr. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7331>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er átt við með súrum, ísúrum og basískum eldgosum?
Þegar talað er um súr, ísúr og basísk eldgos er verið að vísa til þess hvernig kvikan er sem kemur upp í eldgosinu. Þegar kvika er flokkuð í súra, ísúra og basíska er fyrst og fremst litið til efnasamsetningar hennar og þá hversu kísilrík hún er. Hér verður þó ekki fjallað um mismunandi efnasamsetningu kviku þar sem slíka umfjöllun er þegar að finna í öðrum svörum á Vísindavefnum, sem vísað er í neðst í þessu svari, heldur lögð áhersla á mismunandi einkenni eldgosa eftir kvikugerðum.

Basísk kvika er frumkvikan sem að myndast í möttlinum og stígur upp til yfirborðs jarðar. Í flestum tilvikum rís þessi kvika beint til yfirborðs eða stoppar stutt í jarðskorpunni í kvikuhólfi áður en hún nær yfirborði. Þessi eldgos mynda oftast hraun og hraunbreiður með smáum gígum ofan við gosopið. Alla jafna myndast lítil aska í slíkum eldgosum, þar sem kvikan inniheldur hlutfallslega lítið vatn og er mjög fljótandi og heit (1050-1250°C). Undantekningar frá þessari reglu eru tengdar utanaðkomandi vatni og óvenju háu vatnsmagni kvikunnar, en hvorutveggja hefur þau áhrif að sprengivirkni kvikunnar eykst og gjóskumyndun margfaldast.

Dæmi um basísk eldgos eru eldgosin í Kröflu á árunum 1975-1984. Dæmi um basísk eldgos þar sem vatn kemst í snertingu við kvikuna er Surtsey 1963-67 og Grímsvötn 1998 og 2004. Besta dæmið um eldgos þar sem vatnsrík basísk kvika kemur upp eru eldgosin í Heklu 1970, 1980, 1991 og 2000.

Kröflueldar eru dæmi um basísk eldgos.

Ísúr eldgos vísa til kvikugerðar sem er mitt á milli basískrar kviku og súrrar kviku. Þessi tegund eldgosa er alla jafna sprengivirkari en basísku eldgosin og myndar hlutfallslega meira magn gjósku. Ástæður aukinnar sprengivirkni eru meðal annars að vatnsmagn kvikunnar er hlutfallslega meira en í basískri kviku, seigja kvikunnar hefur aukist og hitastig hennar lækkað (900-1050°C). Þetta hefur þau áhrif að gjóskumagn eykst í eldgosinu. Hraun sem myndast í slíkum eldgosum verða undantekningarlaust apalhraun og eru þar af leiðandi erfið yfirferðar. Eldgos af þessari gerð eru frekar óalgeng á Íslandi og helst að þau verði í megineldstöðvum. Dæmi um slíkt er Lúdent í Mývatnssveit.

Súr eldgos vísa til kviku sem verður til í lok hlutkristöllunar eða við uppbræðslu jarðskorpunnar. Eldgos af þessari gerð eru oftast mjög sprengivirk. Sprengivirknina má rekja til þess að kvikan inniheldur hlutfallslega mikið vatn, hún er seig og frekar köld (um 800-900°C). Þegar öll þessi atriði koma saman myndast einungis gjóska í eldgosinu.

Bestu dæmi um súr eldgos á Íslandi eru eldgosin 1104 í Heklu og 1362 í Öræfajökli. Gjóskan næst eldfjallinu einkennist af grófum ljósum vikri, en kornin verða fínni því fjær sem dregur frá upptökum. Ljós lög í jarðvegi á Íslandi eru mynduð í súrum eldgosum. Sé vatnsmagn kvikunnar hinsvegar mjög lágt myndast gróf apalhraun og gúlar. Besta dæmið um súrt hraun á Íslandi er Laugarhraun í Landmannalaugum sem myndaðist 1477. Bestu dæmi um gúla eru aftur á móti Prestahnúkur upp við Langjökul, Hlíðarfjall í Mývatnssveit og Hágöngur á Sprengisandsleið.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:...