Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Súr kvika getur myndast á tvennan máta:
Í fyrsta lagi getur hún orðið til við hlutkristöllun á basískri kviku (hlutkristöllun er útskýrð í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvernig er talið að ólíkar kvikugerðir sem koma upp í íslenskum eldstöðvum verði til?). Basísk kvika er frumkvikan sem verður til djúpt niðri í möttlinum. Kvikan stígur til yfirborðs og safnast gjarnan fyrir á mótum möttuls og skorpu eða í jarðskorpunni sjálfri. Þegar kvikan tekur að kólna fara að myndast í henni kristallar. Hvaða kristallar myndast er háð efnasamsetningu kvikunnar. Við hlutkristöllun bindast frumefni úr kvikunni kristöllunum sem falla út eftir því sem kvikan kólnar. Þannig verður kvikan sífellt rýrari af frumefnum eins og kalsín (Ca) og magnesín (Mg), en stöðugt ríkari í efnum eins og kísil (Si), natrín (Na) og kalín (K) sem falla út við lægra hitastig.
Með öðrum orðum þá hefur hlutkristöllun þau áhrif á kvikuna að hún verður hlutfallslega ríkari í efnum sem að ganga seint inn í kristalla. Þessu ferli var lýst af Bowen og hefur verið nefnt kristöllunarröð Bowens (Bowen's reaction series). Þannig myndast kristallar eins og ólivín sem verður til við það að magnesín fellur úr kvikunni, og plagíóklas sem tekur kalsín úr kvikunni, fyrst en eftir því sem minna verður af þessum efnum breytist samsetning kvikunnar og eiginleikar þeirra kristalla sem út falla. Í lok kristöllunar á kvikunni er orðinn til vökvi ríkur af kísil (Si, Na og K ásamt fleiri efnum) og þennan vökva köllum við súra kviku. Hins vegar þarf mikið magn af basískri kviku til að mynda umtalsvert magn súrrar kviku á þennan hátt.
Í öðru lagi myndast súr kvika með því að snúa þessu ferli við, það er með því að bræða upp kristallað berg. Í því tilviki losnar fyrst um þau efni sem síðast gengu inn í kristalla við hlutkristöllun. Komið hefur í ljós við rannsóknir á Íslandi að þetta ferli er mun afkastameira en hlutkristöllunarferlið og mest af því súra bergi sem að finnst hér á landi er myndað við uppbræðslu á kristölluðu bergi. Það berg sem brætt er upp á Íslandi er þó ekki hreint basalt þar sem jarðhitavirknin hefur breytt samsetningu þess og þar með lækkað bræðslumarkið. Þetta gerir það að verkum að minni orku þarf til að bræða það upp en hefðbundið basalt. Varminn sem þarf til að bræða bergið kemur frá basískri kviku sem að treðst inn í jarðskorpuna.
Frekari fróðuleikur á Vísindavefnu: