
Hiti bergkvikunnar sem kemur upp í eldgosum fer eftir efnasamsetningu hennar. Basalthraun eru algengustu hraun á Íslandi, þau eru yfirleitt á bilinu 1150 – 1250 gráðu heit þegar þau ná til yfirborðs jarðar.
- Ari Trausti Guðmundsson. 1986. Íslandseldar. Reykjavík: Vaka-Helgafell
- Þorleifur Einarsson. 1991. Myndun og mótun lands. Reykjavík: Mál og menning
- Volcano World
- Mynd: Iceland.is
Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans, fær bestu þakkir fyrir góðar ábendingar við gerð þessa svars.