Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Hér er einnig svarað spurningunni 'Hvað veldur aukinni tíðni gosa í Heklu?' frá Ara Páli Pálssyni.
Þegar Hekla gaus árið 1947 virtist mönnum sem hegðun hennar væri orðin fyrirsjáanleg, hún gysi á 100 ára fresti og mundi næst gjósa kringum árið 2045. Þetta gekk þó sem kunnugt er ekki eftir fremur en sá spádómur að Katla héldi uppteknum hætti og gysi tvisvar á öld, með 40 og 60 ára millibili, því að ennþá hefur ekki orðið í henni almennilegt gos síðan 1918.
Hekla gaus sem sagt 1970, 1980, 1991 og 2000, fremur smáum gosum að vísu en þó mun myndarlegri en svo að þau hefðu nokkurn tíma farið fram hjá mönnum í nálægum sveitum. Þetta bendir til þess að goshegðun Heklu hafi breyst með einhverjum hætti. Sennilegast þykir að grunnstætt kvikuhólf hafi myndast undir fjallinu sem nægur þrýstingur byggist upp í með skömmu millibili til að valda gosum. Hins vegar eru enn sem fyrr gild rök fyrir því að djúpt í rótum Heklu, á 7 km dýpi eða neðar, sé meginkvikuhólf eldstöðvarinnar, og þaðan komi stóru gosin, eins og 1845 og 1947.
Sigurður Steinþórsson. „Af hverju gaus Hekla árið 2000?“ Vísindavefurinn, 1. nóvember 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1063.
Sigurður Steinþórsson. (2000, 1. nóvember). Af hverju gaus Hekla árið 2000? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1063
Sigurður Steinþórsson. „Af hverju gaus Hekla árið 2000?“ Vísindavefurinn. 1. nóv. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1063>.