Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er vitað um eldstöðina í Öræfajökli?

Ármann Höskuldsson

Vísindavefnum hafa borist tvær fyrirspurnir um eldstöðina Öræfajökul og voru þær báðar í nokkrum liðum. Spurt var um eftirfarandi:
  • Er Öræfajökull virk eldstöð?
  • Hvenær gaus síðast í Öræfajökli?
  • Er Öræfajökull deyjandi eldstöð?
  • Má búast við gosi í Öræfajökli og hvernig er reiknað með að afleiðingarnar yrðu í dag?
  • Er sérstaklega fylgst með þessu eldfjalli?
Nokkuð er vitað um eldstöðina Öræfajökul en þeir sem mest hafa skrifað um hana eru Sigurður Þórarinsson (Thorarinsson, S. (1958). „The Oraefajokull eruption of 1362.“ Acta Naturalia Islandica II(2): 1-100) og Hjalti Guðmundsson (Gudmundsson, H. J. (1997). „A review of the holocene environmental history of Iceland.“ Quaternary Science Reviews 16(1): 81-92).

Öræfajökull hefur verið frekar virk eldstöð á nútíma (síðustu 10.000 ár) og hefur tvisvar gosið á sögulegum tíma, árin 1362 og 1727. Fyrra gosið telst með þeim stærstu á Íslandi síðustu 10.000 árin en í því komu upp um 10 km3 af gosefnum sem lögðust yfir Suðausturland og Austurland. Gosmökkinn lagði í háaustur á haf út og finnst aska frá þessu gosi í jarðvegi víða í Evrópu og Skandínavíu. Í eldgosinu fór í eyði það svæði sem við þekkjum í dag undir nafninu Öræfasveit. Eldgosið 1727 var mun minna í sniðum, en jökulhlaup samfara því munu þó hafa valdið einhverjum búsifjum á svæðinu.



Jökulsárlón og Öræfajökull í baksýn.

Eldvirkni á Íslandi er að mestu bundin við tvö gosbelti, vestara gosbeltið sem liggur frá Reykjanesi að Langjökli og eystra gosbeltið sem nær frá Vestmannaeyjum til Melrakkasléttu. Öræfajökull er hins vegar eldstöð utan megin gosbeltanna, eins og Snæfellsjökull og Snæfell. Eldstöðin er sögð alkalísk og er þá verið að vísa til þess að í samanburði við eldstöðvarnar í gliðnunarbeltinu er meira magn alkalímálma í bergkvikunni sem kemur upp í gosum í Öræfajökli. Eldstöðin framleiðir jöfnum höndum súrt og basískt berg sem eru merki þess að hún er ekki deyjandi, heldur eldstöð á „besta aldri“.

Ef Öræfajökull gýs aftur má reikna með miklum vatnagangi og gjóskuframleiðslu, eins og í eldgosunum 1362 og 1727. Til þess að fá nánari upplýsingar um það er best að lesa grein Sigurðar Þórarinssonar sem vísað er til hér á undan.

Fylgst er með Öræfajökli eins og flestum öðrum eldfjöllum á Íslandi. Til þess er rekið svokallað SIL-kerfi hjá Veðurstofu Íslands sem er þétt mælanet dreift um landið (sjá heimasíðu Veðurstofunnar).

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund

Höfundur

Ármann Höskuldsson

eldfjallafræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans

Útgáfudagur

17.5.2005

Síðast uppfært

21.11.2017

Spyrjandi

Finnur Torfason, f. 1986
Þorgerður Jónsdóttir

Tilvísun

Ármann Höskuldsson. „Hvað er vitað um eldstöðina í Öræfajökli?“ Vísindavefurinn, 17. maí 2005, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5003.

Ármann Höskuldsson. (2005, 17. maí). Hvað er vitað um eldstöðina í Öræfajökli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5003

Ármann Höskuldsson. „Hvað er vitað um eldstöðina í Öræfajökli?“ Vísindavefurinn. 17. maí. 2005. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5003>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er vitað um eldstöðina í Öræfajökli?
Vísindavefnum hafa borist tvær fyrirspurnir um eldstöðina Öræfajökul og voru þær báðar í nokkrum liðum. Spurt var um eftirfarandi:

  • Er Öræfajökull virk eldstöð?
  • Hvenær gaus síðast í Öræfajökli?
  • Er Öræfajökull deyjandi eldstöð?
  • Má búast við gosi í Öræfajökli og hvernig er reiknað með að afleiðingarnar yrðu í dag?
  • Er sérstaklega fylgst með þessu eldfjalli?
Nokkuð er vitað um eldstöðina Öræfajökul en þeir sem mest hafa skrifað um hana eru Sigurður Þórarinsson (Thorarinsson, S. (1958). „The Oraefajokull eruption of 1362.“ Acta Naturalia Islandica II(2): 1-100) og Hjalti Guðmundsson (Gudmundsson, H. J. (1997). „A review of the holocene environmental history of Iceland.“ Quaternary Science Reviews 16(1): 81-92).

Öræfajökull hefur verið frekar virk eldstöð á nútíma (síðustu 10.000 ár) og hefur tvisvar gosið á sögulegum tíma, árin 1362 og 1727. Fyrra gosið telst með þeim stærstu á Íslandi síðustu 10.000 árin en í því komu upp um 10 km3 af gosefnum sem lögðust yfir Suðausturland og Austurland. Gosmökkinn lagði í háaustur á haf út og finnst aska frá þessu gosi í jarðvegi víða í Evrópu og Skandínavíu. Í eldgosinu fór í eyði það svæði sem við þekkjum í dag undir nafninu Öræfasveit. Eldgosið 1727 var mun minna í sniðum, en jökulhlaup samfara því munu þó hafa valdið einhverjum búsifjum á svæðinu.



Jökulsárlón og Öræfajökull í baksýn.

Eldvirkni á Íslandi er að mestu bundin við tvö gosbelti, vestara gosbeltið sem liggur frá Reykjanesi að Langjökli og eystra gosbeltið sem nær frá Vestmannaeyjum til Melrakkasléttu. Öræfajökull er hins vegar eldstöð utan megin gosbeltanna, eins og Snæfellsjökull og Snæfell. Eldstöðin er sögð alkalísk og er þá verið að vísa til þess að í samanburði við eldstöðvarnar í gliðnunarbeltinu er meira magn alkalímálma í bergkvikunni sem kemur upp í gosum í Öræfajökli. Eldstöðin framleiðir jöfnum höndum súrt og basískt berg sem eru merki þess að hún er ekki deyjandi, heldur eldstöð á „besta aldri“.

Ef Öræfajökull gýs aftur má reikna með miklum vatnagangi og gjóskuframleiðslu, eins og í eldgosunum 1362 og 1727. Til þess að fá nánari upplýsingar um það er best að lesa grein Sigurðar Þórarinssonar sem vísað er til hér á undan.

Fylgst er með Öræfajökli eins og flestum öðrum eldfjöllum á Íslandi. Til þess er rekið svokallað SIL-kerfi hjá Veðurstofu Íslands sem er þétt mælanet dreift um landið (sjá heimasíðu Veðurstofunnar).

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund...