Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan kemur örnefnið Lúdent og hvað merkir það?

Svavar Sigmundsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Lúdent er gígur austan við Mývatn í Suður-Þingeyjarsýslu. Þórhallur Vilmundarson telur nafnið vera dregið af tilbúna orðinu Lútandi sem orðið hafi að Lútendi og svo Lúdent. Síðan hafi orðið stúdent haft áhrif á nafnmyndina (Grímnir 2:109-110).



Hverfjall í forgrunni, Bláfjall (til vinstri) og Sellandafjall (til hægri) í bakgrunni. Lúdent og Lúdentarhæðir (eða Lúdentsborgir) eru á milli Hverfjalls og Bláfjalls.

Ekki er gefið að þessi skýring sé einhlít. Ólíklegt er að -t- á harðmælissvæði verði -d- í þessari stöðu. Hugsanlegt er að nafnið sé samsett, af lút og dent, þannig að tilbúna orðið Lút-dent hafi orðið Lúdent. Orðið dentur merkir ‘kvenhöfuðfat’ og merkingin væri þá ‘slútandi höfuðfat’.

Beyging nafnsins er Lúdentar- í samsetningum, til dæmis Lúdentarhæðir í sóknarlýsingu sr. Jóns Þorsteinssonar frá um 1840 (Þingeyjarsýslur, 118). Björn Gunnlaugsson setti myndina Lúðentarhæðir á Íslandskort sitt 1844. Lúdentarhæðir eru einnig í örnefnaskrá Voga. Þorvaldur Thoroddsen skrifar hinsvegar Lúdents-borgir 1913 (Ferðabók I:283) og sömuleiðis Steindór Steindórsson í Árbók FÍ 1934 (bls. 29).

Heimildir og mynd:
  • Grímnir. Rit um nafnfræði 2 (1983).
  • Steindór Steindórsson, Þingeyjarsýslur. Mývatn. Ferðafélag Íslands. Árbók 1934. Reykjavík.
  • Þingeyjarsýslur. Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags 1839-1844 . Gott mál hf. Reykjavík 1994.
  • Þorvaldur Thoroddsen, Ferðabók. Skýrslur um rannsóknir á Íslandi 1882-1898. I. Kaupmannahöfn 1913.
  • Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

5.9.2006

Spyrjandi

Sigurður Ólafsson

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvaðan kemur örnefnið Lúdent og hvað merkir það?“ Vísindavefurinn, 5. september 2006, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6169.

Svavar Sigmundsson. (2006, 5. september). Hvaðan kemur örnefnið Lúdent og hvað merkir það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6169

Svavar Sigmundsson. „Hvaðan kemur örnefnið Lúdent og hvað merkir það?“ Vísindavefurinn. 5. sep. 2006. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6169>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur örnefnið Lúdent og hvað merkir það?
Lúdent er gígur austan við Mývatn í Suður-Þingeyjarsýslu. Þórhallur Vilmundarson telur nafnið vera dregið af tilbúna orðinu Lútandi sem orðið hafi að Lútendi og svo Lúdent. Síðan hafi orðið stúdent haft áhrif á nafnmyndina (Grímnir 2:109-110).



Hverfjall í forgrunni, Bláfjall (til vinstri) og Sellandafjall (til hægri) í bakgrunni. Lúdent og Lúdentarhæðir (eða Lúdentsborgir) eru á milli Hverfjalls og Bláfjalls.

Ekki er gefið að þessi skýring sé einhlít. Ólíklegt er að -t- á harðmælissvæði verði -d- í þessari stöðu. Hugsanlegt er að nafnið sé samsett, af lút og dent, þannig að tilbúna orðið Lút-dent hafi orðið Lúdent. Orðið dentur merkir ‘kvenhöfuðfat’ og merkingin væri þá ‘slútandi höfuðfat’.

Beyging nafnsins er Lúdentar- í samsetningum, til dæmis Lúdentarhæðir í sóknarlýsingu sr. Jóns Þorsteinssonar frá um 1840 (Þingeyjarsýslur, 118). Björn Gunnlaugsson setti myndina Lúðentarhæðir á Íslandskort sitt 1844. Lúdentarhæðir eru einnig í örnefnaskrá Voga. Þorvaldur Thoroddsen skrifar hinsvegar Lúdents-borgir 1913 (Ferðabók I:283) og sömuleiðis Steindór Steindórsson í Árbók FÍ 1934 (bls. 29).

Heimildir og mynd:
  • Grímnir. Rit um nafnfræði 2 (1983).
  • Steindór Steindórsson, Þingeyjarsýslur. Mývatn. Ferðafélag Íslands. Árbók 1934. Reykjavík.
  • Þingeyjarsýslur. Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags 1839-1844 . Gott mál hf. Reykjavík 1994.
  • Þorvaldur Thoroddsen, Ferðabók. Skýrslur um rannsóknir á Íslandi 1882-1898. I. Kaupmannahöfn 1913.
  • Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund

...