Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að kalla allar lífverur í sjónum fiska?

Valtýr Sigurðsson

Í heild hljóðar spurningin svona:
Er hægt að kalla allar lífverur í sjónum fiska, þ.e. er það samheitið. Er til dæmis hægt að segja að svif og áta séu líka fiskar?

Stutta svarið við þessari spurningu er nei. Lífið í hafinu er margbreytilegt og svifið, það er dýrasvifið, inniheldur egg og seyði fiska ásamt krabbadýrum og litlum ormum, marglyttum, hveljum og fleiru.

Marglyttur eru sjávardýr en alls ekki fiskar.

Fiskur er samheiti yfir mjög fjölbreyttan hóp lífvera sem lifir í sjó og vötnum um allan heim. Fiskar eru einn útbreiddasti hópur hryggdýra sem fyrirfinnst en hryggdýr eru meðal annarra menn, hvalir, eðlur og fuglar. Þessi dýr eiga það sameiginlegt öðru fremur að styrkur hryggur umvefur viðkvæma mænuna.

Önnur sjávardýr hafa vissulega mörg hver sterkt stoðkerfi til varnar mjúkum vefjum og þar eru krabbar eitt best þekkta dæmið enda ganga þeir um með „beinagrindina“ utan á sér. En krabbar eru ekki fiskar og ekki heldur frænka þeirra, átan, sem er, vel að merkja, stærsti dýrahópurinn í hafinu ef miðað er við heildarþyngd alls stofnsins. Samt dettur engum í hug að kalla allar lífverur í hafinu rækjur.

Fiskar eru svo fjarskyldir þessum nágrönnum sínum að þeir eru nær grameðlu á ættartré lífsins heldur en marflónum í fjöruþanginu. Í raun eiga öll hryggdýr ættmóður eða sameiginlegan forföður í hafinu. Því má slá á létta strengi og segja að við séum öll fiskar inn við beinið.

Mynd:

Höfundur

Valtýr Sigurðsson

MS-nemi í líffræði við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

20.1.2015

Spyrjandi

Sigurbjörg Haraldsdóttir

Tilvísun

Valtýr Sigurðsson. „Er hægt að kalla allar lífverur í sjónum fiska?“ Vísindavefurinn, 20. janúar 2015, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64137.

Valtýr Sigurðsson. (2015, 20. janúar). Er hægt að kalla allar lífverur í sjónum fiska? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64137

Valtýr Sigurðsson. „Er hægt að kalla allar lífverur í sjónum fiska?“ Vísindavefurinn. 20. jan. 2015. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64137>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að kalla allar lífverur í sjónum fiska?
Í heild hljóðar spurningin svona:

Er hægt að kalla allar lífverur í sjónum fiska, þ.e. er það samheitið. Er til dæmis hægt að segja að svif og áta séu líka fiskar?

Stutta svarið við þessari spurningu er nei. Lífið í hafinu er margbreytilegt og svifið, það er dýrasvifið, inniheldur egg og seyði fiska ásamt krabbadýrum og litlum ormum, marglyttum, hveljum og fleiru.

Marglyttur eru sjávardýr en alls ekki fiskar.

Fiskur er samheiti yfir mjög fjölbreyttan hóp lífvera sem lifir í sjó og vötnum um allan heim. Fiskar eru einn útbreiddasti hópur hryggdýra sem fyrirfinnst en hryggdýr eru meðal annarra menn, hvalir, eðlur og fuglar. Þessi dýr eiga það sameiginlegt öðru fremur að styrkur hryggur umvefur viðkvæma mænuna.

Önnur sjávardýr hafa vissulega mörg hver sterkt stoðkerfi til varnar mjúkum vefjum og þar eru krabbar eitt best þekkta dæmið enda ganga þeir um með „beinagrindina“ utan á sér. En krabbar eru ekki fiskar og ekki heldur frænka þeirra, átan, sem er, vel að merkja, stærsti dýrahópurinn í hafinu ef miðað er við heildarþyngd alls stofnsins. Samt dettur engum í hug að kalla allar lífverur í hafinu rækjur.

Fiskar eru svo fjarskyldir þessum nágrönnum sínum að þeir eru nær grameðlu á ættartré lífsins heldur en marflónum í fjöruþanginu. Í raun eiga öll hryggdýr ættmóður eða sameiginlegan forföður í hafinu. Því má slá á létta strengi og segja að við séum öll fiskar inn við beinið.

Mynd:

...