Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna eru sumir rangeygðir?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Rangeygð er ástand þegar bæði augu horfa ekki á sama stað á sama tíma. Annað augað snýr þá inn á við, út á við, upp eða niður og stafar það oftast af lélegri stjórnun augnvöðva eða mikilli fjarsýni. Sex vöðvar tengjast hvoru auga og stjórna hreyfingum þess. Vöðvarnir fá boð frá heila sem stýrir þeim. Undir venjulegum kringumstæðum vinna augun saman þannig að þau horfa á sama punkt á sama tíma. Þegar vandamál verða með augnhreyfingar snýst annað augað frá þeim punkti sem það „ætti“ að vera að horfa á. Þessi snúningur á auganu getur verið greinanlegur alltaf eða einungis undir vissum kringumstæðum, eins og þegar viðkomandi er þreyttur, veikur eða hefur lesið mikið eða unnið lengi nálægt augunum. Í sumum tilfellum er alltaf um sama augað að ræða en í öðrum skiptast augun á að snúast.

Það er mikilvægt að viðhalda réttri stöðu augnanna til að koma í veg fyrir að sjá tvöfalt, til að skynja dýpt og til að fyrirbyggja þróun lélegrar sjónar á snúna auganu. Þegar staða augnanna er röng fær heilinn tvær ólíkar myndir. Í byrjun getur það valdið tvísýni og ruglingi en á endanum lærir heilinn að leiða hjá sér myndina frá snúna auganu. Ef snúningur augans verður stöðugur og ómeðhöndlaður getur það leitt til varanlegrar skerðingar á sjón annars augans, ástands sem er kallað latt auga.

Rangeygð kemur oftast fram fyrir þriggja ára aldur en getur komið fram í eldri börnum og fullorðnum. Mikilvægt er að meðhöndla rangeygð með gleraugum, prismum, augnæfingum eða skurðaðgerð á augum. Ef rangeygð er greind snemma og meðhöndluð er hægt að leiðrétta hana með mjög góðum árangri.

Rangeygð getur stafað af vandamálum í augnvöðvum, taugum sem flytja boð til þeirra eða í stjórnstöð heilans sem stýrir augnhreyfingum. Enn fremur geta almennir kvillar eða augnáverkar orsakað rangeygð. Helstu áhættuþættir rangeygðar eru ættarsaga, ljósbrotsskekkja (mikil fjarsýni) og ýmiss konar heilsufarsástand eins og downs-heilkenni, heilaskemmdir af ýmsum ástæðum eins og meðfæddri heilalömun (e. cerebral palsy), slagi eða höfuðáverka.

Heimildir og mynd:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Sjá rangeygt fólk öðruvísi en venjulegt fólk?

Höfundur

Útgáfudagur

14.1.2014

Spyrjandi

Valgerður María Þorsteinsdóttir, Eva Magnúsdóttir, Ásta Sólveig Hjálmarsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvers vegna eru sumir rangeygðir?“ Vísindavefurinn, 14. janúar 2014, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64056.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2014, 14. janúar). Hvers vegna eru sumir rangeygðir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64056

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvers vegna eru sumir rangeygðir?“ Vísindavefurinn. 14. jan. 2014. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64056>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru sumir rangeygðir?
Rangeygð er ástand þegar bæði augu horfa ekki á sama stað á sama tíma. Annað augað snýr þá inn á við, út á við, upp eða niður og stafar það oftast af lélegri stjórnun augnvöðva eða mikilli fjarsýni. Sex vöðvar tengjast hvoru auga og stjórna hreyfingum þess. Vöðvarnir fá boð frá heila sem stýrir þeim. Undir venjulegum kringumstæðum vinna augun saman þannig að þau horfa á sama punkt á sama tíma. Þegar vandamál verða með augnhreyfingar snýst annað augað frá þeim punkti sem það „ætti“ að vera að horfa á. Þessi snúningur á auganu getur verið greinanlegur alltaf eða einungis undir vissum kringumstæðum, eins og þegar viðkomandi er þreyttur, veikur eða hefur lesið mikið eða unnið lengi nálægt augunum. Í sumum tilfellum er alltaf um sama augað að ræða en í öðrum skiptast augun á að snúast.

Það er mikilvægt að viðhalda réttri stöðu augnanna til að koma í veg fyrir að sjá tvöfalt, til að skynja dýpt og til að fyrirbyggja þróun lélegrar sjónar á snúna auganu. Þegar staða augnanna er röng fær heilinn tvær ólíkar myndir. Í byrjun getur það valdið tvísýni og ruglingi en á endanum lærir heilinn að leiða hjá sér myndina frá snúna auganu. Ef snúningur augans verður stöðugur og ómeðhöndlaður getur það leitt til varanlegrar skerðingar á sjón annars augans, ástands sem er kallað latt auga.

Rangeygð kemur oftast fram fyrir þriggja ára aldur en getur komið fram í eldri börnum og fullorðnum. Mikilvægt er að meðhöndla rangeygð með gleraugum, prismum, augnæfingum eða skurðaðgerð á augum. Ef rangeygð er greind snemma og meðhöndluð er hægt að leiðrétta hana með mjög góðum árangri.

Rangeygð getur stafað af vandamálum í augnvöðvum, taugum sem flytja boð til þeirra eða í stjórnstöð heilans sem stýrir augnhreyfingum. Enn fremur geta almennir kvillar eða augnáverkar orsakað rangeygð. Helstu áhættuþættir rangeygðar eru ættarsaga, ljósbrotsskekkja (mikil fjarsýni) og ýmiss konar heilsufarsástand eins og downs-heilkenni, heilaskemmdir af ýmsum ástæðum eins og meðfæddri heilalömun (e. cerebral palsy), slagi eða höfuðáverka.

Heimildir og mynd:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Sjá rangeygt fólk öðruvísi en venjulegt fólk?

...