Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1189 svör fundust
Hvað hefði gerst ef Evrópusambandið hefði ekki verið stofnað?
Síðla árs 2012 hlaut Evrópusambandið friðarverðlaun Nóbels. Það val vakti víða undrun. Ekki hafði sambandinu tekist að stilla til friðar á Balkanskaga, í eigin bakgarði, þegar blóðug átök blossuðu þar upp eftir hrun kommúnismans 1989. Ekki hafði sambandið haft úrslitaáhrif um þau straumhvörf, þegar helmingur Evróp...
Hvað er ExoMars 2016?
ExoMars 2016 er fyrsti Marsleiðangurinn í ExoMars-geimáætlun ESA, Geimvísindastofnunar Evrópu. Leiðangurinn samanstendur af brautarfari sem kallast Trace Gas Orbiter og tilraunarlendingarfari sem nefnist Schiaparelli. Geimförunum var skotið á loft 14. mars 2016. Sjö mánuðum síðar, þann 19. október 2016, fer Trace ...
Hvað voru vökulögin og af hverju voru þau sett?
Skömmu eftir aldamótin 1900 tóku Íslendingar að veiða fisk á togurum. Fyrsti togarinn sem var gerður út frá Íslandi og í eigu Íslendinga hét Coot og fór fyrst til veiða árið 1905. Árið 1911 höfðu landsmenn eignast tíu togara, árið eftir 20; árið 1920 urðu þeir 28. Togararnir voru miklu stærri skip en höfðu verið n...
Hvers konar hákarl er bláháfur og er hann hættulegur mönnum?
Bláháfurinn (Prionace glauca) er stór uppsjávarhákarl en getur þó leitað niður á allt að 350 metra dýpi, til dæmis í fæðuleit. Vaxtarlag hans er skýr aðlögun að ránlífi í uppsjónum, hann er grannvaxinn með langa og oddmjóa eyrugga, stóreygður og trýnið oddmjótt. Bláháfur er meðal hraðskreiðustu fiska og hafa vísin...
Hvar á Íslandi er best að vera til að sjá almyrkva á sólu sem verður 12. ágúst 2026?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Mig langar að spyrja ykkur að því hvar á Íslandi er best að vera þegar almyrkvinn gengur yfir Ísland 12. ágúst 2026. Mér sýnist hann vera mestur einhverstaðar á Vestfjörðum en sé það ekki nógu vel. Var að vona þið gætuð vitað það og sagt mér það. Gráðurnar sem eru gefnar upp fyrir...
Hvað gerir Anna Heiða fiskifræðingur í vinnunni?
Anna Heiða Ólafsdóttir er fiskifræðingur á uppsjávarlífríkissviði Hafrannsóknastofnunar. Hún er ábyrg fyrir verkefnum tengdum makríl og kolmunna. Viðfangsefni Önnu í vinnunni eru fjölbreytt og skiptast í vöktunarverkefni, vinnu á sjó, rannsóknir og kennslu. Helstu vöktunarverkefni eru gagnasöfnun fyrir stofnmat og...
Hvar er hægt að nálgast skrá yfir útdauð dýr?
Víða á Netinu er hægt að finna vefsíður með upplýsingum um útdauð dýr. Fyrst má nefna síðu á Wikipedia sem heitir Lists of extinct animals. Þar er að finna marga lista yfir útdauð dýr, flokkaða til dæmis eftir svæðum/heimsálfum og hópum dýra (fuglar, spendýr og svo framvegis). Í mars 2018 dó síðasta karldýrið a...
Hvenær hrygna tegundirnar þorskur, ýsa, ufsi, loðna og síld?
Af þorskfiskum sem hér er spurt um er ufsinn (Pollachius virens) fyrstur til að hrygna. Hrygningin hefst seinni hluta janúarmánaðar, nær hámarki í febrúar og er að langmestu lokið um miðjan mars. Hrygningarsvæði ufsans hér við land nær frá Lónsvík á Suðausturlandi og vestur til Látrarbjargs, en meginhrygningarsvæð...
Hvers konar jarðfræðirannsóknir hafa verið gerðar í Surtsey?
Þegar gos hófst á hafsbotni sunnan við Vestmannaeyjar í nóvember 1963 gafst einstakt tækifæri til að fylgjast með hvernig ný eyja verður til. Um var að ræða neðansjávargos á 130 metra dýpi og fylgdust jarðfræðingar vel með framgangi gossins strax í upphafi. Gossaga Surtseyjar er því vel þekkt og ítarlega skráð. ...
Var „íslenska byltingin“ að öllu leyti markleysa?
Spyrjandi á greinilega við „byltinguna“ 1809 þegar breskur sápukaupmaður, Samuel Phelps að nafni, rændi hér völdum meðan Napóleonsstyrjaldirnar geisuðu um Evrópu. Vissulega átti þessi atburður margt sameiginlegt með lýðræðisbyltingum 18. og 19. aldar. Á spyrjandi við hvort hún hafi verið fáránleg uppákoma og ekki ...
Eru einhver þorp eða byggðarkjarnar á Íslandi sem hafa lagst algjörlega í eyði?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hafa verið einhver þorp eða byggðarkjarnar á Íslandi sem hafa lagst algjörlega í eyði? Er svo er, hvaða þorp eru það og hver er saga þeirra? Svarið við fyrri spurningunni er já, vissulega hafa þorp lagst í eyði. Erfitt er að segja nákvæmlega hve mörg og hvenær vegna þess að ál...
Hvað er miðbaugur langur?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvaða breiddarbaugur er lengstur?Hver er radíus jarðar frá miðju að pól?Hvert er ummál jarðar um miðbaug? Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt? þá byggist þetta net á ímynduðu hnitakerfi lengdar- og breiddarbauga sem lagt er yfir jarðark...
Hvaðan er nafnið á Sprengisandi komið?
Örnefnið Sprengisandur er að minnsta kosti þekkt frá 1476 (elsta handrit frá 1820-30), úr dómi um Holtamanna- og Landmannaafrétt, þar sem segir: “millum Túnár og Spreingisands” (Ísl. fornbréfasafn VI:81). Sandurinn er vafalaust kenndur við örnefnið Sprengir sem var líklega slétt sandsvæði, vestur af sunnanverðu Fj...
Hver er líklegur aldur landselsurtu sem við krufningu vóg 26,5 kg og var 110 cm á lengd, með hreifum?
Þessi landselsurta hefur líklega ekki verið kynþroska. Nýfæddir landselskópar eru vanalega um 9-11 kg að þyngd og 70-90 cm langir. Undir venjulegum kringumstæðum þyngjast landselskópar um rúmlega helming á fyrsta ári þannig að lauslega á skotið hefur þessi urta verið á öðru til þriðja ári. Landselur © Jón Baldur ...
Hvað gerist ef kolkrabbi missir einn arm?
Kolkrabbar hafa ýmsa eiginleika sem nýtast þeim í að lifa af í sjónum. Þeir geta meðal annars losað sig við einn af átta örmum sínum til að villa um fyrir rándýri. Með tímanum vex armurinn svo aftur; kolkrabbarnir bíða því ekki varanlegan skaða af því að missa einn arm. Einna þekktastir eru kolkrabbarnir fyrir ...