Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær hrygna tegundirnar þorskur, ýsa, ufsi, loðna og síld?

Jón Már Halldórsson

Af þorskfiskum sem hér er spurt um er ufsinn (Pollachius virens) fyrstur til að hrygna. Hrygningin hefst seinni hluta janúarmánaðar, nær hámarki í febrúar og er að langmestu lokið um miðjan mars. Hrygningarsvæði ufsans hér við land nær frá Lónsvík á Suðausturlandi og vestur til Látrarbjargs, en meginhrygningarsvæðið er á Selvogsbanka og Eldeyjarbanka. Hrygning hjá öðrum stofnum ufsans á Norðaustur-Atlantshafi er á svipuðum árstíma en við norðvestanvert Atlantshaf hrygnir hann fyrr, eða frá október til mars með hámarki í janúar. Ufsinn hrygnir venjulega á 100 til 200 metra dýpi.

Ufsi (Pollachius virens).

Þorskur (Gadus morhua) hrygnir við suður- og suðvesturströndina hér við land síðla vetrar eða í byrjun mars og er hrygningu að mestu lokið fyrri hlutann í maí. Meginhrygningarsvæði þorskins við suðurströndina er frá Dyrhólaey vestur að Reykjanesi á 50 til 100 metra dýpi. Í flóum og fjörðum við Vestfirði og úti fyrir Norðurlandi byrjar hrygningin síðar, eða um mánaðarmótin apríl – maí.

Ýsan (Melanogrammus aeglefinus) hrygnir við suður- og suðvesturströndinni og er aðeins seinna á ferðinni en þorskurinn, eða frá apríl og til maíloka. Helstu hrygningarsvæði ýsunnar eru frá Ingólfshöfða vestur að Snæfellsnesi á um 50-200 m dýpi.

Ýsa (Melanogrammus aeglefinus).

Hér við land finnast þrír síldarstofnar (Clupea harengus). Íslenska sumargotssíldin hrygnir á sumrin eða í júlí á allt að 75-150 metra dýpi, þó það þekkist að hún hrygni í grynnri sjó. Hrygningarstöðvar hennar eru við sunnan- og vestanvert landið svo sem við Snæfellsnes, í Faxaflóa, Selvogsbanka og undan Suðausturlandi. Íslenska vorgotssíldin, sem er nú talin nánast útdauð, hrygndi á vorin eins og nafnið gefur til kynna, eða aðallega í mars og aprílbyrjun. Þriðji stofninn sem finnst hér við land er norsk-íslenska síldin. Hann er ólíkur hinum stofnunum tveimur þar sem hann dvelur stóran hluta ársins utan íslensku fiskveiðilögsögunnar og hrygnir við strendur Noregs en kemur inn í íslenska lögsögu í ætisleit.

Loðnan (Mallotus villosus) er uppsjávarfiskur líkt og síldin. Loðnan er kaldsjávarfiskur og heldur að mestu til á ætissvæðum norður af landinu en leitar sunnar til að hrygna. Hún hrygnir yfirleitt í febrúar og mars. Helstu hrygningarsvæðin eru með suður- og vesturströndinni, allt frá Hornafirði að Ísafjarðardjúpi, aðallega á 30-50 m dýpi. Takmörkuð hrygning er einnig í fjörðum og flóum norðanlands.

Heimildir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

9.2.2021

Spyrjandi

Hafsteinn Sigurbjörnsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvenær hrygna tegundirnar þorskur, ýsa, ufsi, loðna og síld?“ Vísindavefurinn, 9. febrúar 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=80811.

Jón Már Halldórsson. (2021, 9. febrúar). Hvenær hrygna tegundirnar þorskur, ýsa, ufsi, loðna og síld? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=80811

Jón Már Halldórsson. „Hvenær hrygna tegundirnar þorskur, ýsa, ufsi, loðna og síld?“ Vísindavefurinn. 9. feb. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=80811>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær hrygna tegundirnar þorskur, ýsa, ufsi, loðna og síld?
Af þorskfiskum sem hér er spurt um er ufsinn (Pollachius virens) fyrstur til að hrygna. Hrygningin hefst seinni hluta janúarmánaðar, nær hámarki í febrúar og er að langmestu lokið um miðjan mars. Hrygningarsvæði ufsans hér við land nær frá Lónsvík á Suðausturlandi og vestur til Látrarbjargs, en meginhrygningarsvæðið er á Selvogsbanka og Eldeyjarbanka. Hrygning hjá öðrum stofnum ufsans á Norðaustur-Atlantshafi er á svipuðum árstíma en við norðvestanvert Atlantshaf hrygnir hann fyrr, eða frá október til mars með hámarki í janúar. Ufsinn hrygnir venjulega á 100 til 200 metra dýpi.

Ufsi (Pollachius virens).

Þorskur (Gadus morhua) hrygnir við suður- og suðvesturströndina hér við land síðla vetrar eða í byrjun mars og er hrygningu að mestu lokið fyrri hlutann í maí. Meginhrygningarsvæði þorskins við suðurströndina er frá Dyrhólaey vestur að Reykjanesi á 50 til 100 metra dýpi. Í flóum og fjörðum við Vestfirði og úti fyrir Norðurlandi byrjar hrygningin síðar, eða um mánaðarmótin apríl – maí.

Ýsan (Melanogrammus aeglefinus) hrygnir við suður- og suðvesturströndinni og er aðeins seinna á ferðinni en þorskurinn, eða frá apríl og til maíloka. Helstu hrygningarsvæði ýsunnar eru frá Ingólfshöfða vestur að Snæfellsnesi á um 50-200 m dýpi.

Ýsa (Melanogrammus aeglefinus).

Hér við land finnast þrír síldarstofnar (Clupea harengus). Íslenska sumargotssíldin hrygnir á sumrin eða í júlí á allt að 75-150 metra dýpi, þó það þekkist að hún hrygni í grynnri sjó. Hrygningarstöðvar hennar eru við sunnan- og vestanvert landið svo sem við Snæfellsnes, í Faxaflóa, Selvogsbanka og undan Suðausturlandi. Íslenska vorgotssíldin, sem er nú talin nánast útdauð, hrygndi á vorin eins og nafnið gefur til kynna, eða aðallega í mars og aprílbyrjun. Þriðji stofninn sem finnst hér við land er norsk-íslenska síldin. Hann er ólíkur hinum stofnunum tveimur þar sem hann dvelur stóran hluta ársins utan íslensku fiskveiðilögsögunnar og hrygnir við strendur Noregs en kemur inn í íslenska lögsögu í ætisleit.

Loðnan (Mallotus villosus) er uppsjávarfiskur líkt og síldin. Loðnan er kaldsjávarfiskur og heldur að mestu til á ætissvæðum norður af landinu en leitar sunnar til að hrygna. Hún hrygnir yfirleitt í febrúar og mars. Helstu hrygningarsvæðin eru með suður- og vesturströndinni, allt frá Hornafirði að Ísafjarðardjúpi, aðallega á 30-50 m dýpi. Takmörkuð hrygning er einnig í fjörðum og flóum norðanlands.

Heimildir:

...