Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gerir Anna Heiða fiskifræðingur í vinnunni?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Anna Heiða Ólafsdóttir er fiskifræðingur á uppsjávarlífríkissviði Hafrannsóknastofnunar. Hún er ábyrg fyrir verkefnum tengdum makríl og kolmunna. Viðfangsefni Önnu í vinnunni eru fjölbreytt og skiptast í vöktunarverkefni, vinnu á sjó, rannsóknir og kennslu. Helstu vöktunarverkefni eru gagnasöfnun fyrir stofnmat og þátttaka í árlegu stofnstærðarmati, auk skipulagningu, þátttöku og úrvinnslu gagna frá sjórannsóknaleiðöngrum.

Makríll og kolmunni eru víðförlir fiskistofnar og útbreiðslusvæði þeirra nær frá ströndum Portúgal norður fyrir heimsskautsbaug. Stofnmat og rannsóknaleiðangrar sem tengjast þessum tegundum eru því alþjóðlegt verkefni sem unnið er í samvinnu við önnur Evrópulönd innan vébanda Alþjóða hafrannsóknaráðsins.

Viðfangsefni Önnu í vinnunni eru fjölbreytt og skiptast í vöktunarverkefni, vinnu á sjó, rannsóknir og kennslu. Hér má sjá Önnu í sjógallanum.

Um þessar mundir einbeitir Anna Heiða sér að rannsóknum tengdum vistfræði makríls í Norðaustur-Atlantshafi í samstarfi við vísindamenn í Noregi, Færeyjum og Grænlandi. Markmið rannsóknanna er að skilja hvers vegna útbreiðslusvæði makríls að sumarlagi hefur tvöfaldast að stærð síðasta áratuginn. Eru þetta afleiðingar umhverfisbreytinga eða ekki? Einnig tekur hún þátt í rannsóknum á gönguleiðum makríls við Ísland, fæðunámi makríls í Grænlandssundi og á hrygningarsvæðum loðnu við Ísland. Anna Heiða hefur sinnt forfallakennslu við Háskólann á Akureyri og er stundakennari og leiðbeinandi í nemandaverkefnum við Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna.

Anna Heiða er fædd árið 1974. Hún lauk stúdentsprófi frá náttúrufræðibraut Menntaskólans í Reykjavík. Þaðan lá leið hennar í Háskóla Íslands og útskrifaðist hún með BS-gráðu í líffræði veturinn 2000. Eftir að hafa unnið í nokkur ár á Hafrannsóknastofnun hélt hún til Kanada í framhaldsnám. Hún útskrifaðist með meistara- og doktorsgráðu frá líffræðideild Memorial-háskóla í St. John's á Nýfundnalandi.

Anna Heiða vinnur nú að rannsóknum tengdum vistfræði makríls í Norðaustur-Atlantshafi.

Í meistaranáminu rannsakaði Anna daglegan vöxt loðnulirfa og tengdi vaxtarhraða við umhverfisskilyrði. Bergmálsfræði og útbreiðsla loðnu á hrygningartíma var viðfangsefni í doktorsnáminu. Bergmálsfræði er sú tækni að nota hljóðbylgjur til að rannsaka, magn og útbreiðslu lífvera í hafinu. Frá Kanada hélt Anna til Færeyja þar sem hún var nýdoktor við Hafrannsóknastofnunina í Þórshöfn í Færeyjum í nokkur ár, áður en hún kom aftur til starfa á Hafrannsóknastofnuninni í Reykjavík haustið 2015.

Mynd:

Útgáfudagur

17.2.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað gerir Anna Heiða fiskifræðingur í vinnunni?“ Vísindavefurinn, 17. febrúar 2018, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75298.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 17. febrúar). Hvað gerir Anna Heiða fiskifræðingur í vinnunni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75298

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað gerir Anna Heiða fiskifræðingur í vinnunni?“ Vísindavefurinn. 17. feb. 2018. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75298>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað gerir Anna Heiða fiskifræðingur í vinnunni?
Anna Heiða Ólafsdóttir er fiskifræðingur á uppsjávarlífríkissviði Hafrannsóknastofnunar. Hún er ábyrg fyrir verkefnum tengdum makríl og kolmunna. Viðfangsefni Önnu í vinnunni eru fjölbreytt og skiptast í vöktunarverkefni, vinnu á sjó, rannsóknir og kennslu. Helstu vöktunarverkefni eru gagnasöfnun fyrir stofnmat og þátttaka í árlegu stofnstærðarmati, auk skipulagningu, þátttöku og úrvinnslu gagna frá sjórannsóknaleiðöngrum.

Makríll og kolmunni eru víðförlir fiskistofnar og útbreiðslusvæði þeirra nær frá ströndum Portúgal norður fyrir heimsskautsbaug. Stofnmat og rannsóknaleiðangrar sem tengjast þessum tegundum eru því alþjóðlegt verkefni sem unnið er í samvinnu við önnur Evrópulönd innan vébanda Alþjóða hafrannsóknaráðsins.

Viðfangsefni Önnu í vinnunni eru fjölbreytt og skiptast í vöktunarverkefni, vinnu á sjó, rannsóknir og kennslu. Hér má sjá Önnu í sjógallanum.

Um þessar mundir einbeitir Anna Heiða sér að rannsóknum tengdum vistfræði makríls í Norðaustur-Atlantshafi í samstarfi við vísindamenn í Noregi, Færeyjum og Grænlandi. Markmið rannsóknanna er að skilja hvers vegna útbreiðslusvæði makríls að sumarlagi hefur tvöfaldast að stærð síðasta áratuginn. Eru þetta afleiðingar umhverfisbreytinga eða ekki? Einnig tekur hún þátt í rannsóknum á gönguleiðum makríls við Ísland, fæðunámi makríls í Grænlandssundi og á hrygningarsvæðum loðnu við Ísland. Anna Heiða hefur sinnt forfallakennslu við Háskólann á Akureyri og er stundakennari og leiðbeinandi í nemandaverkefnum við Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna.

Anna Heiða er fædd árið 1974. Hún lauk stúdentsprófi frá náttúrufræðibraut Menntaskólans í Reykjavík. Þaðan lá leið hennar í Háskóla Íslands og útskrifaðist hún með BS-gráðu í líffræði veturinn 2000. Eftir að hafa unnið í nokkur ár á Hafrannsóknastofnun hélt hún til Kanada í framhaldsnám. Hún útskrifaðist með meistara- og doktorsgráðu frá líffræðideild Memorial-háskóla í St. John's á Nýfundnalandi.

Anna Heiða vinnur nú að rannsóknum tengdum vistfræði makríls í Norðaustur-Atlantshafi.

Í meistaranáminu rannsakaði Anna daglegan vöxt loðnulirfa og tengdi vaxtarhraða við umhverfisskilyrði. Bergmálsfræði og útbreiðsla loðnu á hrygningartíma var viðfangsefni í doktorsnáminu. Bergmálsfræði er sú tækni að nota hljóðbylgjur til að rannsaka, magn og útbreiðslu lífvera í hafinu. Frá Kanada hélt Anna til Færeyja þar sem hún var nýdoktor við Hafrannsóknastofnunina í Þórshöfn í Færeyjum í nokkur ár, áður en hún kom aftur til starfa á Hafrannsóknastofnuninni í Reykjavík haustið 2015.

Mynd:

...