Þau sjálfstæðu ríki sem teljast til Norðurlandanna eru Danmörk (á dönsku Danmark), Finnland (á finnsku Suomi), Ísland, Noregur (á norsku Norge eða Noreg) og Svíþjóð (á sænsku Sverige). Íbúar Norðurlandanna eru samtals rúmlega 24 milljónir og hver þjóðanna hefur sína þjóðtungu þótt hluti Finna sé reyndar sænskumælandi. Undir Danmörku heyra Færeyjar (Føroyar) og Grænland (Kalaallit Nunaat) sem njóta sjálfstjórnar og státa hvort um sig af eigin þjóðfána og þjóðtungu. Álandseyjar eru sjálfstjórnarsvæði innan Finnlands og hafa einnig eigin fána. Þar er töluð sænska.
- Hvaða landi tilheyra Álandseyjar?
- Tilheyrir Ísland raunverulega Skandinavíu eða er það bara talið með Norðurlöndunum vegna skyldleika?
- Af hverju þarf maður að læra dönsku, af hverju ekki bara norsku eða sænsku?
Mynd: HB