Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða landi tilheyra Álandseyjar?

ÖJ

Álandseyjar eru sjálfstjórnarsvæði innan Finnlands. Það þýðir að eyjarnar hafa eigið þing sem getur sett lög um ýmis innanlandsmál, til dæmis menntun, heilbrigðisþjónustu, efnahagsmál og löggæslu. Finnska ríkið fer hins vegar með utanríkismál, dómsmál, hegningarlög, tolla og mynt.

Álandseyjar eru 6.500 eyjar í hafinu milli Svíþjóðar og Finnlands. Íbúarnir, sem eru um 25.000, búa núorðið á 65 eyjum. Það sem gerir Álandseyjar sérstakar er að íbúarnir eru sænskumælandi, enda tilheyrðu eyjarnar Svíþjóð fram til 1809, þegar Rússneska keisaraveldið náði þeim undir sig ásamt Finnlandi í kjölfar stríðsins 1808-09. Þær urðu þá hluti af finnska stórfurstadæminu. Í ágúst 1917 kom saman leynilegt þing í Mariehamn, stærsta bæ Álandseyja, þar sem ákveðið var að skipuleggja sameiningu við Svíþjóð. Finnland fékk hins vegar sjálfstæði í desember 1917, í kjölfar októberbyltingarinnar í Rússlandi, og krafðist þess að Álandseyjar yrðu áfram hluti af landinu. Niðurstaðan varð sú að eyjarnar fengu nokkra og síðar vaxandi sérstöðu innan finnska ríkisins og ekki má vera her þar.

Upplýsingar: Virtual Åland

Höfundur

heimspekinemi við HÍ

Útgáfudagur

26.4.2001

Spyrjandi

Oddný Herdísardóttir, f. 1987, Steindór Birgisson, f. 1975

Tilvísun

ÖJ. „Hvaða landi tilheyra Álandseyjar?“ Vísindavefurinn, 26. apríl 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1536.

ÖJ. (2001, 26. apríl). Hvaða landi tilheyra Álandseyjar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1536

ÖJ. „Hvaða landi tilheyra Álandseyjar?“ Vísindavefurinn. 26. apr. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1536>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða landi tilheyra Álandseyjar?
Álandseyjar eru sjálfstjórnarsvæði innan Finnlands. Það þýðir að eyjarnar hafa eigið þing sem getur sett lög um ýmis innanlandsmál, til dæmis menntun, heilbrigðisþjónustu, efnahagsmál og löggæslu. Finnska ríkið fer hins vegar með utanríkismál, dómsmál, hegningarlög, tolla og mynt.

Álandseyjar eru 6.500 eyjar í hafinu milli Svíþjóðar og Finnlands. Íbúarnir, sem eru um 25.000, búa núorðið á 65 eyjum. Það sem gerir Álandseyjar sérstakar er að íbúarnir eru sænskumælandi, enda tilheyrðu eyjarnar Svíþjóð fram til 1809, þegar Rússneska keisaraveldið náði þeim undir sig ásamt Finnlandi í kjölfar stríðsins 1808-09. Þær urðu þá hluti af finnska stórfurstadæminu. Í ágúst 1917 kom saman leynilegt þing í Mariehamn, stærsta bæ Álandseyja, þar sem ákveðið var að skipuleggja sameiningu við Svíþjóð. Finnland fékk hins vegar sjálfstæði í desember 1917, í kjölfar októberbyltingarinnar í Rússlandi, og krafðist þess að Álandseyjar yrðu áfram hluti af landinu. Niðurstaðan varð sú að eyjarnar fengu nokkra og síðar vaxandi sérstöðu innan finnska ríkisins og ekki má vera her þar.

Upplýsingar: Virtual Åland...