Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu stór og af hvaða ætt er kolmunni?

Jón Már Halldórsson

Kolmunni (Micromesistius poutassou, e. blue whiting) er af þorskfiskaætt (Gadidae) eins og nokkrir af þekktustu nytjafiskum Íslandsmiða, svo sem þorskur (Gadus morhua), ýsa (Melanogrammus aeglefinus), ufsi (Pollachius virens) keila (Brosme brosme) og langa (Molva molva).

Kolmunni getur orðið allt að 50 cm á lengd en samkvæmt mælingum fiskifræðinga er hann oftast 30-40 cm. Hann heldur sig mest í úthafinu og er þá í miðsævinu eða uppsjónum á 2-400 metra dýpi, en ungfiskarnir eru gjarnir á að halda sig nær botni eða á allt að 1000 metra dýpi. Aðal hrygningarsvæði kolmunnans í Norðaustur-Atlantshafi eru við landgrunnsbrúnirnar norðvestan og vestan við Bretlandseyjar en kolmunninn hrygnir í smærri stíl suðvestur af Íslandi, við Færeyjar og í norsku fjörðunum. Eggin og lirfurnar eru sviflæg og finnast aðallega í efstu lögum sjávar. Eftir hrygningu fer hrygningarstofninn sem hrygnir við Bretlandseyjar í ætisgöngur norður í haf, enda gengur hrygningin nærri kolmunnanum og étur hann lítið sem ekkert meðan á henni stendur. Torfurnar fara um hafið milli Íslands og Noregs og jafnvel allt norður í Barentshaf. Fiskarnir fara síðan holdmiklir og hraustir sömu leið til baka þegar haustið gengur í garð.

Fæða yngri kolmunna er svifdýr og fiskseiði en eldri fiskar éta ýmsar tegundir smáfiska. Á árunum 1975-80 stórjukust veiðar úr stofnum kolmunnans á ofangreindu hafsvæði, úr um 112 þúsund tonnum í 1,1 milljón tonn á ári. Síðan þá hafa verið talsverðar sveiflur í afla en í fyrra (2002) var heildaraflinn 1,6 milljón tonn. Síðan 1997 hefur kolmunnaafli íslenskra skipa aukist stórkostlega, eða úr 10,5 þúsund tonnum (1997) í 365 þúsund tonn (2001).

Myndin er fengin hjá hollensku sjávarútvegsfyrirtæki sem veiðir meðal annars kolmunna.

Heimildir:
  • Ástandsskýrsla Hafrannsóknastofnunnar 2003.
  • Gunnar Jónsson: Íslenskir fiskar. 1988. Fjölvi, Reykjavík.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

24.6.2003

Spyrjandi

Hjörvar Freyr, f. 1993

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hversu stór og af hvaða ætt er kolmunni?“ Vísindavefurinn, 24. júní 2003, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3523.

Jón Már Halldórsson. (2003, 24. júní). Hversu stór og af hvaða ætt er kolmunni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3523

Jón Már Halldórsson. „Hversu stór og af hvaða ætt er kolmunni?“ Vísindavefurinn. 24. jún. 2003. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3523>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu stór og af hvaða ætt er kolmunni?
Kolmunni (Micromesistius poutassou, e. blue whiting) er af þorskfiskaætt (Gadidae) eins og nokkrir af þekktustu nytjafiskum Íslandsmiða, svo sem þorskur (Gadus morhua), ýsa (Melanogrammus aeglefinus), ufsi (Pollachius virens) keila (Brosme brosme) og langa (Molva molva).

Kolmunni getur orðið allt að 50 cm á lengd en samkvæmt mælingum fiskifræðinga er hann oftast 30-40 cm. Hann heldur sig mest í úthafinu og er þá í miðsævinu eða uppsjónum á 2-400 metra dýpi, en ungfiskarnir eru gjarnir á að halda sig nær botni eða á allt að 1000 metra dýpi. Aðal hrygningarsvæði kolmunnans í Norðaustur-Atlantshafi eru við landgrunnsbrúnirnar norðvestan og vestan við Bretlandseyjar en kolmunninn hrygnir í smærri stíl suðvestur af Íslandi, við Færeyjar og í norsku fjörðunum. Eggin og lirfurnar eru sviflæg og finnast aðallega í efstu lögum sjávar. Eftir hrygningu fer hrygningarstofninn sem hrygnir við Bretlandseyjar í ætisgöngur norður í haf, enda gengur hrygningin nærri kolmunnanum og étur hann lítið sem ekkert meðan á henni stendur. Torfurnar fara um hafið milli Íslands og Noregs og jafnvel allt norður í Barentshaf. Fiskarnir fara síðan holdmiklir og hraustir sömu leið til baka þegar haustið gengur í garð.

Fæða yngri kolmunna er svifdýr og fiskseiði en eldri fiskar éta ýmsar tegundir smáfiska. Á árunum 1975-80 stórjukust veiðar úr stofnum kolmunnans á ofangreindu hafsvæði, úr um 112 þúsund tonnum í 1,1 milljón tonn á ári. Síðan þá hafa verið talsverðar sveiflur í afla en í fyrra (2002) var heildaraflinn 1,6 milljón tonn. Síðan 1997 hefur kolmunnaafli íslenskra skipa aukist stórkostlega, eða úr 10,5 þúsund tonnum (1997) í 365 þúsund tonn (2001).

Myndin er fengin hjá hollensku sjávarútvegsfyrirtæki sem veiðir meðal annars kolmunna.

Heimildir:
  • Ástandsskýrsla Hafrannsóknastofnunnar 2003.
  • Gunnar Jónsson: Íslenskir fiskar. 1988. Fjölvi, Reykjavík.
...