Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er líklegur aldur landselsurtu sem við krufningu vóg 26,5 kg og var 110 cm á lengd, með hreifum?

Jón Már Halldórsson

Þessi landselsurta hefur líklega ekki verið kynþroska. Nýfæddir landselskópar eru vanalega um 9-11 kg að þyngd og 70-90 cm langir. Undir venjulegum kringumstæðum þyngjast landselskópar um rúmlega helming á fyrsta ári þannig að lauslega á skotið hefur þessi urta verið á öðru til þriðja ári.

Landselur © Jón Baldur Hlíðberg

Landselsurtur verða kynþroska við tveggja til sex ára aldur og er líkamsþyngdin þá orðin nokkuð yfir 45 kg (45-70 kg). Við þessar tölur verður þó að hafa ýmsa fyrirvara og taka þarf tillit til fæðuframboðs og breytileika hjá einstaklingum.

Yfirleitt er vafasamt að byggja aldursmat dýra á líkamsþyngd og lengd þar sem ýmsir þættir geta haft áhrif á vöxt og viðgang dýra. Vísindamenn byggja aldursgreiningu á selum aðallega á vaxtahringjum sem myndast á vígtönnum þeirra, en sú aðferð er ekki ólík þeirri sem höfð er við aldursákvarðanir á trjám.

Hægt er að lesa meira um seli á Vísindavefnum í svörum Jóns Más við spurningunum:

Heimildir:
  • Bigg, M. 1981. Harbour Seal. Bls. 1-27 í S. Ridgway, R. Harrison, ritstj. Handbook of Marine Mammals: Volume 2 Seals. London: Academic Press.
  • Harbor Seals (Skoðað 27. maí 2007).

Mynd af landsel eftir Jón Baldur Hlíðberg. Öll réttindi áskilin.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

29.5.2007

Spyrjandi

6.-7. bekkur Suðureyri

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver er líklegur aldur landselsurtu sem við krufningu vóg 26,5 kg og var 110 cm á lengd, með hreifum?“ Vísindavefurinn, 29. maí 2007, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6656.

Jón Már Halldórsson. (2007, 29. maí). Hver er líklegur aldur landselsurtu sem við krufningu vóg 26,5 kg og var 110 cm á lengd, með hreifum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6656

Jón Már Halldórsson. „Hver er líklegur aldur landselsurtu sem við krufningu vóg 26,5 kg og var 110 cm á lengd, með hreifum?“ Vísindavefurinn. 29. maí. 2007. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6656>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er líklegur aldur landselsurtu sem við krufningu vóg 26,5 kg og var 110 cm á lengd, með hreifum?
Þessi landselsurta hefur líklega ekki verið kynþroska. Nýfæddir landselskópar eru vanalega um 9-11 kg að þyngd og 70-90 cm langir. Undir venjulegum kringumstæðum þyngjast landselskópar um rúmlega helming á fyrsta ári þannig að lauslega á skotið hefur þessi urta verið á öðru til þriðja ári.

Landselur © Jón Baldur Hlíðberg

Landselsurtur verða kynþroska við tveggja til sex ára aldur og er líkamsþyngdin þá orðin nokkuð yfir 45 kg (45-70 kg). Við þessar tölur verður þó að hafa ýmsa fyrirvara og taka þarf tillit til fæðuframboðs og breytileika hjá einstaklingum.

Yfirleitt er vafasamt að byggja aldursmat dýra á líkamsþyngd og lengd þar sem ýmsir þættir geta haft áhrif á vöxt og viðgang dýra. Vísindamenn byggja aldursgreiningu á selum aðallega á vaxtahringjum sem myndast á vígtönnum þeirra, en sú aðferð er ekki ólík þeirri sem höfð er við aldursákvarðanir á trjám.

Hægt er að lesa meira um seli á Vísindavefnum í svörum Jóns Más við spurningunum:

Heimildir:
  • Bigg, M. 1981. Harbour Seal. Bls. 1-27 í S. Ridgway, R. Harrison, ritstj. Handbook of Marine Mammals: Volume 2 Seals. London: Academic Press.
  • Harbor Seals (Skoðað 27. maí 2007).

Mynd af landsel eftir Jón Baldur Hlíðberg. Öll réttindi áskilin....