Þegar selir kafa anda þeir fyrst frá sér lofti til að minnka flotdrægni sína. Köfunarhæfni sína eiga selirnir því að þakka að í þeim er meira blóð á hvert líkamskíló en hjá landspendýrum, til dæmis hafa þeir allt að helmingi meira blóð en við mennirnir. Í selablóði er auk þess mun meira af blóðrauða (hemóglóbíni) og vöðvarauða (mýóglóbíni) en hjá okkur og það gerir selunum kleift að geyma mikið súrefni í æðum og líkamsvefjum í stað þess að fylla lungun en þá ættu þeir erfitt með að kafa. Þegar selir kafar fellur hjartsláttartíðni þeirra niður um 10-20% af venjulegri tíðni. Þá eyða þeir minna af súrefni en ella. Selir þurfa að kafa eftir nær allri sinni fæðu og þess vegna hefur líkami þeirra aðlagað sig að löngum köfunarferðum. Selir lifa um allan heim, þeir eru við flestar strendur veraldar og meira að segja í nokkrum stöðuvötnum, svo sem í Finnlandi og í Baikalvatni í Síberíu. Hægt er að lesa meira um seli í svörum við spurningunum:
Þegar selir kafa anda þeir fyrst frá sér lofti til að minnka flotdrægni sína. Köfunarhæfni sína eiga selirnir því að þakka að í þeim er meira blóð á hvert líkamskíló en hjá landspendýrum, til dæmis hafa þeir allt að helmingi meira blóð en við mennirnir. Í selablóði er auk þess mun meira af blóðrauða (hemóglóbíni) og vöðvarauða (mýóglóbíni) en hjá okkur og það gerir selunum kleift að geyma mikið súrefni í æðum og líkamsvefjum í stað þess að fylla lungun en þá ættu þeir erfitt með að kafa. Þegar selir kafar fellur hjartsláttartíðni þeirra niður um 10-20% af venjulegri tíðni. Þá eyða þeir minna af súrefni en ella. Selir þurfa að kafa eftir nær allri sinni fæðu og þess vegna hefur líkami þeirra aðlagað sig að löngum köfunarferðum. Selir lifa um allan heim, þeir eru við flestar strendur veraldar og meira að segja í nokkrum stöðuvötnum, svo sem í Finnlandi og í Baikalvatni í Síberíu. Hægt er að lesa meira um seli í svörum við spurningunum: