Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er miðbaugur langur?

EDS

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvaða breiddarbaugur er lengstur?
  • Hver er radíus jarðar frá miðju að pól?
  • Hvert er ummál jarðar um miðbaug?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt? þá byggist þetta net á ímynduðu hnitakerfi lengdar- og breiddarbauga sem lagt er yfir jarðarkúluna.

Í þessu kerfi er miðbaugur (sem stundum er kallaður 0-baugur) svokallaður stórhringur sem skiptir yfirborði jarðar í tvo jafnstóra hluta, norðurhvel og suðurhvel. Miðbaugur er því einn breiddarbauganna og samhliða honum eru 90 breiddarbaugar til norðurs og 90 til suðurs.

Bilið á milli breiddarbauga er nokkuð jafnt, að meðaltali um 111 km, en eðli málsins samkvæmt eru þeir mislangir. Lengstur er miðbaugur, en síðan styttast þeir eftir því sem nær dregur pólunum.

Ummál jarðar við miðbaug, og þar með lengd miðbaugsins, er 40.075 km. Þar sem jörðin er ekki fullkomlega hnöttótt heldur flatari til pólanna er ummál hennar aðeins minna þegar mælt er yfir pólana, eða 40.007,8 km.

Þessi lögun jarðar gerir það að verkum að geisli hennar eða radíus er um 21 km styttri við pólana en við miðju. Radíus jarðar frá miðpunkti hennar að miðbaug er 6.378,1 km en 6.356,8 við heimskautin.

Heimild:
  • Almanak fyrir Ísland 2003. Reykjavík: Háskóli Íslands.

Mynd: Earth Observing 3-GIFTS

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

28.4.2003

Spyrjandi

Hjörvar Hermannsson, f. 1987
Guðrún Guðmundsdóttir, f. 1987
Bjarney Hallgrímsdóttir
Egill Þorkellson, f. 1986

Tilvísun

EDS. „Hvað er miðbaugur langur?“ Vísindavefurinn, 28. apríl 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3368.

EDS. (2003, 28. apríl). Hvað er miðbaugur langur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3368

EDS. „Hvað er miðbaugur langur?“ Vísindavefurinn. 28. apr. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3368>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er miðbaugur langur?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hvaða breiddarbaugur er lengstur?
  • Hver er radíus jarðar frá miðju að pól?
  • Hvert er ummál jarðar um miðbaug?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt? þá byggist þetta net á ímynduðu hnitakerfi lengdar- og breiddarbauga sem lagt er yfir jarðarkúluna.

Í þessu kerfi er miðbaugur (sem stundum er kallaður 0-baugur) svokallaður stórhringur sem skiptir yfirborði jarðar í tvo jafnstóra hluta, norðurhvel og suðurhvel. Miðbaugur er því einn breiddarbauganna og samhliða honum eru 90 breiddarbaugar til norðurs og 90 til suðurs.

Bilið á milli breiddarbauga er nokkuð jafnt, að meðaltali um 111 km, en eðli málsins samkvæmt eru þeir mislangir. Lengstur er miðbaugur, en síðan styttast þeir eftir því sem nær dregur pólunum.

Ummál jarðar við miðbaug, og þar með lengd miðbaugsins, er 40.075 km. Þar sem jörðin er ekki fullkomlega hnöttótt heldur flatari til pólanna er ummál hennar aðeins minna þegar mælt er yfir pólana, eða 40.007,8 km.

Þessi lögun jarðar gerir það að verkum að geisli hennar eða radíus er um 21 km styttri við pólana en við miðju. Radíus jarðar frá miðpunkti hennar að miðbaug er 6.378,1 km en 6.356,8 við heimskautin.

Heimild:
  • Almanak fyrir Ísland 2003. Reykjavík: Háskóli Íslands.

Mynd: Earth Observing 3-GIFTS...