Þá er skip er að veiðum með botnvörpu skal jafnan skipta sólarhringnum í 4 vökur. Skulu 3/4 hlutar háseta skyldir að vinna í einu, en 1/4 hluti þeirra eiga hvíld, og skal svo skipta vöktunum að hver háseti hafi að minnsta kosti 6 klst. óslitna hvíld í sólarhring hverjum. Fyrirfram gerðir samningar um lengri vinnutíma í senn en fyrir er mælt í þessari grein eru ógildir, en ekki skal það talið brot á ákvæðum hennar þó háseti, eftir eigin ósk í einstök skipti, vinni lengur í senn en þar er um mælt.Þessi lög voru samþykkt, með 10 samhljóða atkvæðum í efri deild en 14 gegn 11 atkvæðum í neðri deild. Árið 1928 var gerð sú breyting á lögunum að lágmarkshvíldartíminn var lengdur upp í átta klukkustundir á sólarhring. Á árunum 1947–49 var samið um tólf stunda hvíldartíma sjómanna í kjarasamningum, og árið 1955 voru samþykkt samhljóða á Alþingi lög um tólf stunda hvíld. Heimildir og mynd
- Alþingistíðindi 1921. 33. löggjafarþing. A. Þingskjöl með málaskrá. B. Umræður um samþykkt frumvörp og afgreidd, með aðalefnisyfirliti. Reykjavík, [Alþingi], 1921.
- Einar Laxness: Íslandssaga s–ö. Alfræði Vöku-Helgafells. Reykjavík, Vaka-Helgafell, 1995.
- Hagskinna. Sögulegar hagtölur um Ísland. Icelandic Historical Statistics. Ritstjórar Guðmundur Jónsson, Magnús S. Magnússon. Reykjavík, Hagstofa Íslands, 1997.
- Sigfús Jónsson: Sjávarútvegur Íslendinga á tuttugustu öld. Reykjavík, Hið íslenska bókmenntafélag, 1984.
- Stjórnartíðindi fyrir Ísland 1921. A-deild. Önnur prentun. Reykjavík, [Stjórnarráð Íslands], 1931.
- Mynd: Coot-fyrsti-togari-sem-ísl-eignuðust.jpg. (Sótt 21. 3. 2017).
Hvað getið þið sagt mér um vökulögin? Hvaða stéttir voru að berjast þar og hvaða hagsmunir voru í húfi?