Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Er vitað hversu margir Ísraelar fóru með Móse frá Egyptalandi?
Einfalda svarið við þessari spurningu felst í því að vísa til textans í 2. Mósebók 12:37-38. Þar segir að 600 þúsund Ísraelsmenn hafi yfirgefið Egyptaland – það er að segja karlmenn, fyrir utan konur og börn og mikinn fjölda fólks af ýmsum uppruna. Þar af leiðandi má ímynda sér á grundvelli þessa texta að hátt í t...
Hafa vef- eða kerfisstjórar Pírata aðgang að gagnagrunni með kosningaupplýsingum?
Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Spurningin fellur ekki alveg að tilgangi staðreyndavaktarinnar en þar sem hún tengist óneitanlega umræðu í aðdraganda kosninga var ákveðið að taka hana til meðferðar. Það sama gildir um þessi svör og önnur...
Hvað eru margir með krabbamein í heiminum og af hverju?
Samkvæmt tölum frá GLOBOCAN er áætlað að árið 2008 hafi um 12,7 milljónir manna greinst með krabbamein og um 7,6 milljónir manna dáið af völdum krabbameins. Gert er ráð fyrir því að árið 2030 muni árlega greinast 21,4 milljónir manna með krabbamein og að dánartíðni af völdum krabbameina verði þá 13,2 milljónir man...
Er það satt að öll börn fæðist með blá augu?
Nei, það er ekki rétt að börn fæðist öll með blá augu, til að mynda fæðast börn af asískum eða afrískum uppruna yfirleitt með dökk augu. Nýfædd börn sem eiga foreldra með ljósan húðlit fæðast hins vegar oftast með blá eða grá augu en geta svo fengið annan augnlit þegar þau eldast. Ástæðan fyrir þessu er eftir...
Er ruslið sem við flokkum virkilega urðað með hefðbundu rusli?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað verður um rusl sem er flokkað til endurvinnslu? Ég hef ýmist heyrt að það sé urðað samhliða hefðbundnu rusli eða sent með skipum til Svíþjóðar. Hvað verður um ruslið eftir það? Sveitarstjórnir ákveða fyrirkomulag móttöku og söfnunar úrgangs. Hvernig að þessu er staðið ...
Væri hægt að búa til norðurljós á himninum með leysigeislum?
Þegar stjörnufræðingar skoða og taka myndir af stjörnuhimninum í gegnum sjónauka, nota þeir fjarhrif leysigeisla til að leiðrétta fyrir tifi á ljósi á leið sinni gegnum andrúmsloftið. Þetta gera þeir með manngerðri grænni leysistjörnu. Hún er mynduð í háloftunum með stöðugum geisla leysis. Leysirinn varpar grænu l...
Er hægt að búa til gervistjörnu á himninum með leysigeisla?
Já, það er vel hægt og reyndar gera stjörnufræðingar það til þess að stilla mælitæki sín og ná betri myndum af geimnum. Ókyrrð í lofthjúpi jarðar er einn versti óvinur stjörnufræðinga. Hún veldur því að fyrirbæri í geimnum virðast leika á reiðiskjálfi sé horft á þau í gegnum stjörnusjónauka. Þokukenndar og óský...
Hvenær er talið að síberíutígrisdýrin verði útdauð með þessu áframhaldi?
Síberíutígrisdýrið (Panthera tigris altaica), sem einnig gengur undir heitinu ussuritígrisdýr eða amurtígrisdýr, finnst aðallega í suðaustasta hluta Rússlands en teygir útbreiðslu sína inn í Mansjúríu í Kína og mögulega líka til Kóreu. Heimkynni síberíutígrisdýra á seinni hluta 19. aldar og í dag. Sennilega...
Er höfuðborgarsvæðið orðið að sérnafni og ritað með stórum staf?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er höfuðborgarsvæðið sérnafn líkt og Vesturland, sem ber að rita með stórum staf? Mér þætti það verra! Ég er sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu en heiti stofnunarinnar rita ég Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu. Er ég úti á túni í þessu? Höfuðborgarsvæði er landsvæð...
Af hverju kallast svartar harðspjalda bækur með rauðum hornum kínakladdar?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Afhverju kallast kínakladdi, kínakladdi? Þ.e. svörtu harðspjalda bækurnar með rauðu hornunum og línustrikuðum blaðsíðum? Skýringin á nafninu kínakladdi mun vera sú að þessar harðspjalda, línustrikuðu minnisbækur, svartar að lit með rauðum kili og rauðum hornum, fluttust...
Hvað er átt við með hugtökunum kolefnisspor, sótspor og vistspor?
Ekkert þessara þriggja hugtaka á sér lögformlega skilgreiningu þannig það sem hér kemur á eftir er byggt á vinnu og viðhorfum höfundar. Kolefnissspor: Sú heildarlosun gróðurhúsalofttegunda sem einstaklingur, viðburður, fyrirtæki eða framleiðsla tiltekinnar vöru veldur á einu ári, venjulega gefin upp í tonnum ...
Hvaða áhrif hefur handþvottur með vatni og sápu á veirur?
Í stuttu máli hefur handþvottur með sápublönduðu vatni þau áhrif að sápusameindir ná að hrifsa til sín veirur og þannig er hægt að skola þær af húðinni. Sápa er eins konar tengiliður milli vatns og vatnsfælinna efna. Vatnsfælin efni eru þau sem blandast vatni illa eða alls ekki, en það á til dæmis við um fitusa...
Hvað er loftslag og hvernig getur það breyst með tímanum?
Með orðinu ‚loftslag‘ er átt við heildarmynd veðurs á tilteknum stað eða svæði, þegar veðrið er skoðað yfir lengri tíma, þannig að skammvinnar sveiflur veðursins jafnast út. Þegar við segjum til dæmis að loftslag í Kaupmannahöfn sé hlýrra en í Reykjavík, þá meinum við ekki að hitamælirinn þar standi hærra en hér a...
Var Ingólfur Arnarson með skegg og var hann skipaður amtmaður?
Hér er spurt um tvennt: Annars vegar skeggvöxt Ingólfs Arnarsonar og hins vegar hvort hann hafi gegnt embætti amtmanns. Það er auðvelt að afgreiða seinni hluta spurningarinnar fyrst, enda er svarið býsna afdráttarlaust: Landnámsmenn Íslands voru ekki amtmenn og ástæðan fyrir því er einföld: Embætti amtmanns kom ek...
Er hægt að auka vöðvamassa með einhverju öðru en prótínum?
Upprunalega spurningin var: Geta vöðvar aukið massa án prótína? Prótín er byggingarefni vöðva en einnig þarf orku til að byggja upp vöðva. Ef einstaklingur er ekki í orkujafnvægi, það er að segja fær of litla næringu og er því í neikvæðu orkujafnvægi, notar líkaminn orkuefni sín, sem eru kolvetni, prótín og fit...