Afhverju kallast kínakladdi, kínakladdi? Þ.e. svörtu harðspjalda bækurnar með rauðu hornunum og línustrikuðum blaðsíðum?Skýringin á nafninu kínakladdi mun vera sú að þessar harðspjalda, línustrikuðu minnisbækur, svartar að lit með rauðum kili og rauðum hornum, fluttust til Evrópu frá Kína. Í Danmörku er nafnið á slíkri bók kinabog, sbr. Den danske ordbog (á ordnet.dk). Orðið kladdi er tökuorð frá 19. öld úr dönsku kladde, einkum notað um bók fyrir innfærslur í viðskiptum en einnig í samsetningunni bekkjarkladdi þar sem meðal annars er skráð tímasókn nemenda. Í dönsku var kladde einkum notað um skriflegt uppkast að stíl eða grein. Orðið kemur upphaflega úr lágþýsku kladde ‘óhreinindablettur’. Mynd:
- Lyreco. (Sótt 16.8.2019).