hann skrifaði með vinstri hendi afturábak og vandaði skriftina lítið, svo að ókunnugir ættu erfitt með að lesa skriftina.Fleira veldur þó vandkvæðum við lestur minnisbókanna. Í þeim er engin greinamerkjasetning og þar af leiðandi er erfitt að átta sig í fljótheitum á upphafi og enda setninga. Leonardó átti það einnig til að skrifa mörg stutt orð sem eitt langt og löngum orðum skipti hann stundum í tvennt. Þess ber einnig að geta að á minnisblöðum hans er efnið stundum býsna ósamstætt. Síða getur hafist á nákvæmri könnun á samsetningu þarmanna og síðan lokið á heimspekilegum vangaveltum um tengsl skáldskapar og myndlistar.
- National Museum of Science and Technology
- J. R. Hale (ritstj.), The Thames and Hudson Dictionary of the Italian Renaissance, Thames and Hudson, London, 1981.
Mynd af Leonardó da Vinci: Probert Encyclopaedia