Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er svona erfitt að lesa minnisbækur Leonardó da Vinci?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Minnisbækur ítalska lista- og vísindamannsins Leonardó da Vinci (1452-1519) eru illlæsilegar fyrir margra hluta sakir. Þar ber fyrst að nefna að listamaðurinn notaði spegilskrift og byrjaði hverja línu hægra megin á blaðinu og skrifaði til vinstri. Þeir sem eru vanir að lesa óspeglaða skrift frá vinstri til hægri þurfa þess vegna að venjast öðrum leshætti. Leonardó skrifaði minnisbækurnar með vinstri hendi og það er sennilegra þægilegra fyrir örvhenta að skrifa frá hægri til vinstri líkt og rétthentum finnst auðveldara að skrifa frá vinstri til hægri.

Leonardó da Vinci (1452-1519.)

Torræðni skriftar Leonardó hefur lengi verið alkunn. Ítalski listamaðurinn Giorgio Vasari (1511-1574) sem skrifaði ævisögur listamanna hafði þessa skýringu á henni:
hann skrifaði með vinstri hendi afturábak og vandaði skriftina lítið, svo að ókunnugir ættu erfitt með að lesa skriftina.
Fleira veldur þó vandkvæðum við lestur minnisbókanna. Í þeim er engin greinamerkjasetning og þar af leiðandi er erfitt að átta sig í fljótheitum á upphafi og enda setninga. Leonardó átti það einnig til að skrifa mörg stutt orð sem eitt langt og löngum orðum skipti hann stundum í tvennt.

Þess ber einnig að geta að á minnisblöðum hans er efnið stundum býsna ósamstætt. Síða getur hafist á nákvæmri könnun á samsetningu þarmanna og síðan lokið á heimspekilegum vangaveltum um tengsl skáldskapar og myndlistar.



Úr svonefndu Arundel-handriti sem varðveitt er í British Library.

Í dag eru minnisbækur Leonardó varðveittar sem tíu handrit víða um heim, eitt af þeim er í einkaeign, en það er svonefnt Codex Leicester sem Bill Gates á. Ástæðan fyrir þessu er sú að fljótlega eftir lát listamannsins fóru menn að skipta minnisbókunum upp á ýmsa vegu, endurraða þeim og selja einstaka blöð. Handritin voru mikils metin á 16. og 17. öld, þá seldust brot úr þeim fyrir hátt verð og þau skiptu oft um eigendur.

Alls hafa varðveist rúmlega 5.000 blöð úr minnisbókum Leonardó og eru bækurnar stærsta safn sinnar tegundar frá tímum endurreisnarinnar.

Þeir sem vilja lesa enska þýðingu á minnisbókunum geta nálgast hana á Project Gutenberg.

Heimildir


Mynd af Leonardó da Vinci: Probert Encyclopaedia

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

23.4.2003

Síðast uppfært

21.7.2021

Spyrjandi

Andrea Einarsdóttir, f. 1991

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju er svona erfitt að lesa minnisbækur Leonardó da Vinci?“ Vísindavefurinn, 23. apríl 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3352.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2003, 23. apríl). Af hverju er svona erfitt að lesa minnisbækur Leonardó da Vinci? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3352

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju er svona erfitt að lesa minnisbækur Leonardó da Vinci?“ Vísindavefurinn. 23. apr. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3352>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er svona erfitt að lesa minnisbækur Leonardó da Vinci?
Minnisbækur ítalska lista- og vísindamannsins Leonardó da Vinci (1452-1519) eru illlæsilegar fyrir margra hluta sakir. Þar ber fyrst að nefna að listamaðurinn notaði spegilskrift og byrjaði hverja línu hægra megin á blaðinu og skrifaði til vinstri. Þeir sem eru vanir að lesa óspeglaða skrift frá vinstri til hægri þurfa þess vegna að venjast öðrum leshætti. Leonardó skrifaði minnisbækurnar með vinstri hendi og það er sennilegra þægilegra fyrir örvhenta að skrifa frá hægri til vinstri líkt og rétthentum finnst auðveldara að skrifa frá vinstri til hægri.

Leonardó da Vinci (1452-1519.)

Torræðni skriftar Leonardó hefur lengi verið alkunn. Ítalski listamaðurinn Giorgio Vasari (1511-1574) sem skrifaði ævisögur listamanna hafði þessa skýringu á henni:
hann skrifaði með vinstri hendi afturábak og vandaði skriftina lítið, svo að ókunnugir ættu erfitt með að lesa skriftina.
Fleira veldur þó vandkvæðum við lestur minnisbókanna. Í þeim er engin greinamerkjasetning og þar af leiðandi er erfitt að átta sig í fljótheitum á upphafi og enda setninga. Leonardó átti það einnig til að skrifa mörg stutt orð sem eitt langt og löngum orðum skipti hann stundum í tvennt.

Þess ber einnig að geta að á minnisblöðum hans er efnið stundum býsna ósamstætt. Síða getur hafist á nákvæmri könnun á samsetningu þarmanna og síðan lokið á heimspekilegum vangaveltum um tengsl skáldskapar og myndlistar.



Úr svonefndu Arundel-handriti sem varðveitt er í British Library.

Í dag eru minnisbækur Leonardó varðveittar sem tíu handrit víða um heim, eitt af þeim er í einkaeign, en það er svonefnt Codex Leicester sem Bill Gates á. Ástæðan fyrir þessu er sú að fljótlega eftir lát listamannsins fóru menn að skipta minnisbókunum upp á ýmsa vegu, endurraða þeim og selja einstaka blöð. Handritin voru mikils metin á 16. og 17. öld, þá seldust brot úr þeim fyrir hátt verð og þau skiptu oft um eigendur.

Alls hafa varðveist rúmlega 5.000 blöð úr minnisbókum Leonardó og eru bækurnar stærsta safn sinnar tegundar frá tímum endurreisnarinnar.

Þeir sem vilja lesa enska þýðingu á minnisbókunum geta nálgast hana á Project Gutenberg.

Heimildir


Mynd af Leonardó da Vinci: Probert Encyclopaedia...