Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær er talið að síberíutígrisdýrin verði útdauð með þessu áframhaldi?

Jón Már Halldórsson

Síberíutígrisdýrið (Panthera tigris altaica), sem einnig gengur undir heitinu ussuritígrisdýr eða amurtígrisdýr, finnst aðallega í suðaustasta hluta Rússlands en teygir útbreiðslu sína inn í Mansjúríu í Kína og mögulega líka til Kóreu.

Heimkynni síberíutígrisdýra á seinni hluta 19. aldar og í dag.

Sennilega var lítið veitt af ussurtígrisdýrum allt fram á seinni hluta 19. aldar, en talið er að þá hafi allt að 1.000 dýr verið að finna í Austur-Rússlandi. Fyrstu áratugi 20. aldarinnar fjölgaði Rússum töluvert á svæðinu og samhliða jukust veiðar á þessu stórvaxna kattardýri. Sérstaklega var veiðin mikil á árunum 1920 til 1940. Rannsókn rússneska dýrafræðingsins Lev Kaplanov (1910-1943) veturinn 1939-1940 leiddi í ljós að líklega væru ekki nema 20-30 ussurtígrisdýr eftir og stofninn væri því við það að þurrkast út. Árið 1947 bönnuðu yfirvöld dráp á tígrisdýrum og takmörkuðu mjög hversu marga hvolpa mætti handsama. Seinna var lagt algjört bann við veiðum á hvolpum. Með þessu voru rússnesk stjórnvöld þau fyrstu í heiminum til að vernda tígrisdýrin sín, þremur áratugum áður en indversk stjórnvöld vernduðu indverska tígrisdýrið.

Síberíutígrisdýrið (Panthera tigris altaica) gengur einnig undir heitinu ussuritígrisdýr eða amurtígrisdýr.

Friðun tígrisdýranna tókst mjög vel og smám saman fór stofninn að vaxa aftur. Á 9. áratug síðustu aldar er talið að dýrin hafi verið á fimmta hundrað. Við fall Sovétríkjanna urðu hins vegar töluverðar breytingar. Fjármagn til dýraverndar dróst saman á sama tíma og landamærin til Kína opnuðust þar sem svartamarkaður fyrir tígrisdýraafurðir blómstraði. Veiðiþjófar sáu þarna mikil tækifæri og urðu veiðarnar svo miklar að talið var að ef ekki yrði gripið í taumana ætti ussuritígrisdýrið sér enga framtíð.

Til að bregðast við þessu ástandi var mikilli verndaráætlun komið á fót, eftirlit var aukið og sérstakar eftirlistsveitir stofnaðar til þess að fylgjast með mannaferðum um heimkynni tígrisdýrsins. Svo virðist sem tekist hafi að snúa þróuninni við ef marka má meðfylgjandi mynd.

Stofnstærð ussuritígrisdýrsins hefur þróast eitthvað á þessa vegu. Myndin er byggð á tölum úr nokkrum af þeim heimildum sem getið er hér að neðan.

Það má því segja að af deilitegundum tígrisdýra í Asíu þá séu framtíðarhorfur ussuritígrisdýrsins hvað bjartastar. Þó verður að hafa í huga að framtíðin er þyrnum stráð og lítið má út af bregða til að stofninn verði fyrir áfalli. Má þar nefna aukna ásókn veiðiþjófa, rányrkju á timbri og aðrar athafnir manna sem hafa áhrif á búsvæði og helstu bráðir tígrisdýrsins, og sjúkdóma, en allt getur þetta snúið þróuninni aftur á verri veg. Haldi þróunin hins vegar áfram eins og síðustu tvo til þrjá áratugi er ekkert sem bendir til að stofninn sé að deyja út í bráð. En við vitum þó að öll dýr deyja út einhvern tímann í ófyrirsjáanlegri framtíð.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.7.2015

Síðast uppfært

28.5.2021

Spyrjandi

Elínborg Árnadóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvenær er talið að síberíutígrisdýrin verði útdauð með þessu áframhaldi?“ Vísindavefurinn, 7. júlí 2015, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=69673.

Jón Már Halldórsson. (2015, 7. júlí). Hvenær er talið að síberíutígrisdýrin verði útdauð með þessu áframhaldi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=69673

Jón Már Halldórsson. „Hvenær er talið að síberíutígrisdýrin verði útdauð með þessu áframhaldi?“ Vísindavefurinn. 7. júl. 2015. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=69673>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær er talið að síberíutígrisdýrin verði útdauð með þessu áframhaldi?
Síberíutígrisdýrið (Panthera tigris altaica), sem einnig gengur undir heitinu ussuritígrisdýr eða amurtígrisdýr, finnst aðallega í suðaustasta hluta Rússlands en teygir útbreiðslu sína inn í Mansjúríu í Kína og mögulega líka til Kóreu.

Heimkynni síberíutígrisdýra á seinni hluta 19. aldar og í dag.

Sennilega var lítið veitt af ussurtígrisdýrum allt fram á seinni hluta 19. aldar, en talið er að þá hafi allt að 1.000 dýr verið að finna í Austur-Rússlandi. Fyrstu áratugi 20. aldarinnar fjölgaði Rússum töluvert á svæðinu og samhliða jukust veiðar á þessu stórvaxna kattardýri. Sérstaklega var veiðin mikil á árunum 1920 til 1940. Rannsókn rússneska dýrafræðingsins Lev Kaplanov (1910-1943) veturinn 1939-1940 leiddi í ljós að líklega væru ekki nema 20-30 ussurtígrisdýr eftir og stofninn væri því við það að þurrkast út. Árið 1947 bönnuðu yfirvöld dráp á tígrisdýrum og takmörkuðu mjög hversu marga hvolpa mætti handsama. Seinna var lagt algjört bann við veiðum á hvolpum. Með þessu voru rússnesk stjórnvöld þau fyrstu í heiminum til að vernda tígrisdýrin sín, þremur áratugum áður en indversk stjórnvöld vernduðu indverska tígrisdýrið.

Síberíutígrisdýrið (Panthera tigris altaica) gengur einnig undir heitinu ussuritígrisdýr eða amurtígrisdýr.

Friðun tígrisdýranna tókst mjög vel og smám saman fór stofninn að vaxa aftur. Á 9. áratug síðustu aldar er talið að dýrin hafi verið á fimmta hundrað. Við fall Sovétríkjanna urðu hins vegar töluverðar breytingar. Fjármagn til dýraverndar dróst saman á sama tíma og landamærin til Kína opnuðust þar sem svartamarkaður fyrir tígrisdýraafurðir blómstraði. Veiðiþjófar sáu þarna mikil tækifæri og urðu veiðarnar svo miklar að talið var að ef ekki yrði gripið í taumana ætti ussuritígrisdýrið sér enga framtíð.

Til að bregðast við þessu ástandi var mikilli verndaráætlun komið á fót, eftirlit var aukið og sérstakar eftirlistsveitir stofnaðar til þess að fylgjast með mannaferðum um heimkynni tígrisdýrsins. Svo virðist sem tekist hafi að snúa þróuninni við ef marka má meðfylgjandi mynd.

Stofnstærð ussuritígrisdýrsins hefur þróast eitthvað á þessa vegu. Myndin er byggð á tölum úr nokkrum af þeim heimildum sem getið er hér að neðan.

Það má því segja að af deilitegundum tígrisdýra í Asíu þá séu framtíðarhorfur ussuritígrisdýrsins hvað bjartastar. Þó verður að hafa í huga að framtíðin er þyrnum stráð og lítið má út af bregða til að stofninn verði fyrir áfalli. Má þar nefna aukna ásókn veiðiþjófa, rányrkju á timbri og aðrar athafnir manna sem hafa áhrif á búsvæði og helstu bráðir tígrisdýrsins, og sjúkdóma, en allt getur þetta snúið þróuninni aftur á verri veg. Haldi þróunin hins vegar áfram eins og síðustu tvo til þrjá áratugi er ekkert sem bendir til að stofninn sé að deyja út í bráð. En við vitum þó að öll dýr deyja út einhvern tímann í ófyrirsjáanlegri framtíð.

Heimildir og myndir:

...