Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er ruslið sem við flokkum virkilega urðað með hefðbundu rusli?

Erla Hlín Helgadóttir

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hvað verður um rusl sem er flokkað til endurvinnslu? Ég hef ýmist heyrt að það sé urðað samhliða hefðbundnu rusli eða sent með skipum til Svíþjóðar. Hvað verður um ruslið eftir það?

Sveitarstjórnir ákveða fyrirkomulag móttöku og söfnunar úrgangs. Hvernig að þessu er staðið getur verið nokkuð breytilegt á milli sveitarfélaga. Svarið hér á eftir miðast við höfuðborgarsvæðið.

Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa nokkrar mismunandi leiðir til þess að koma sorpi/úrgangi til endurvinnslu eða endurnotkunar. Sveitarfélögin bjóða íbúum sínum upp á tvær tunnur við hvert heimili, grátunnu/orkutunnu fyrir almennan heimilisúrgang ásamt málmum og blátunna fyrir fimm flokka pappírsúrgangs. SORPA bs. er móttökuaðili fyrir þennan úrgang og ráðstafar á viðeigandi hátt. Einnig er hægt að skila endurvinnsluefnum í grenndargáma á höfuðborgarsvæðinu, í eina af sex endurvinnslustöðvum SORPU og í móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi. Fer það eftir eðli og magni úrgangsins hvaða leið hentar best. Á höfuðborgarsvæðinu starfa auk þess nokkur einkafyrirtæki sem bjóða upp á ýmsar lausnir við söfnun og flokkun endurvinnsluefna.

Flæði úrgangs og endurvinnsluefna frá heimilum og rekstraraðilum til og frá SORPU. Litir örva merkja mismunandi úrgangsflokka og eru þeir sömu og notaðir eru í flokkunarreglunum.

Grátunnan/orkutunnan

Í orkutunnuna fer allur lífrænn úrgangur sem fellur til á heimilum, svo sem matarleifar, bleiur og gæludýraúrgangur ásamt málmum á borð við niðursuðudósir, álpappír, hnífapör og krukkulok. Í móttöku- og flokkunarstöð SORPU er úrgangurinn hakkaður, málmar vélflokkaðir frá og þeim komið til endurvinnslu. Það sem eftir stendur þegar málmar hafa verið fjarlægðir er baggað og urðað á urðunarstaðnum í Álfsnesi. Við niðurbrot lífræna efnisins úr orkutunnunni myndast hauggas, sem er blanda af koltvíildi eða koltvísýringi (CO2) og metani (CH4). SORPA safnar hauggasinu, hreinsar það og framleiðir vistvæna ökutækjaeldsneytið metan. Umhverfislegur ávinningur af notkun metans á þennan hátt er töluverður því koldíildisútblásturinn frá einum bensínbíl er sambærilegur og útblástur frá 113 metanbílum.

Blátunnan

Í blátunnuna má setja öll dagblöð, tímarit, auglýsingapóst, prent- og ljósritunarpappír ásamt hreinum og tómum umbúðum úr sléttum pappa og bylgjupappa, til dæmis fernur, morgunkornspakka, pítsukassa, eggjabakka og fleira. Bylgjupappinn er vélflokkaður frá öðrum pappír í móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi. Efnið er pressað og baggað áður en það er flutt til Svíþjóðar til frekari flokkunar og endurvinnslu. Úr endurunnum pappír og pappa er til dæmis framleiddur salernispappír, eldhúspappír, dagblaðapappír og pappi eða karton fyrir nýjar umbúðir. Úr endurunnum bylgjupappa er framleiddur nýr bylgjupappi.

Grenndargámar

Grenndarstöðvar eru á yfir 80 stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Á hverri stöð eru að minnsta kosti tveir gámar; blár gámur fyrir samskonar pappírsúrgang og má fara í blátunnuna og grænn gámur fyrir plastumbúðir. Pappírinn og plastið er flutt í móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi þar sem pappírinn fer í sama farveg og blátunnuefnið. Plastið er pressað, baggað og flutt til Svíþjóðar til endurvinnslu eða orkuvinnslu. Til eru margar mismunandi tegundir plasts og eru plastumbúðir stundum merktar með endurvinnslutákni, litlum þríhyrningi sem inniheldur númer frá 1-7. Númerið táknar efnainnihald plastsins og um leið endurvinnslufarveg þess. Samsett plast sem hentar ekki til endurvinnslu er nýtt til orkuvinnslu.

Plast er hægt að endurnýta á ýmsan máta.

Endurvinnslustöðvar

Sex endurvinnslustöðvar eru á höfuðborgarsvæðinu þar sem tekið er á móti yfir þrjátíu flokkum af endurvinnsluefnum. Meðal helstu flokka sem heimili skila eru pappír, bylgjupappi, plastumbúðir, skilagjaldsskyldar drykkjarumbúðir, föt og klæði, skór, nytjahlutir, málmar, timbur og garðaúrgangur.

Pappír, bylgjupappi og plastumbúðir sem skilað er á endurvinnslustöðvar SORPU fara í sama farveg og efni úr blátunnu og grenndargámum.

Endurvinnslan hf. tekur við skilagjaldsskyldum drykkjarvöruumbúðum sem berast til SORPU. Áldósir og plastumbúðir eru pressaðar, baggaðar og sendar erlendis til endurvinnslu. Úr áldósum eru meðal annars framleiddar nýjar áldósir og úr plastflöskum er til dæmis framleidd pólýester-ull sem nýtist í fataiðnaði, teppaframleiðslu og fleira. Flísföt eru þekktasta afurðin úr plastflöskum. Glerflöskur eru muldar og nýtast sem undirstöðuefni í landmótun hérlendis.

Föt, klæði og vefnaðarvara sem skilað er á endurvinnslustöðvar og í grenndargáma SORPU nýtast til hjálparstarfs á vegum Rauða kross Íslands. Heill fatnaður er ýmist seldur hérlendis í verslunum Rauða krossins eða sendur erlendis til hjálparstarfs. Slitið efni er endurunnið og framleiddar úr því tuskur, teppi og fleira.

Skór eru sendir til Þýskalands þar sem þeir eru flokkaðir og ýmist seldir eða gefnir til líknarstarfa. Hagnaður af endursölu rennur til Samtaka íslenskra kristniboðsfélaga.

Nytjahlutir eins og húsgögn, heimilisvörur, bækur, leikföng og þess háttar sem skilað er á endurvinnslustöðvar SORPU fara í Góða hirðinn, nytjamarkað SORPU þar sem þeir eru yfirfarnir og seldir á vægu verði. Allur ágóði rennur til góðgerða- og líknarmála og hefur yfir 160 milljónum króna verið úthlutað á árunum 1996-2013.

Málmar og málmumbúðir sem skilað er á endurvinnslustöðvar SORPU eða eru vélflokkaðir frá heimilisúrgangi í móttöku- og flokkunarstöðinni fara til brotamálmsfyrirtækja hérlendis. Þar eru málmarnir flokkaðir eftir tegundum og sendir erlendis til bræðslu og endurvinnslu.

Ómálað timbur er kurlað í móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi og notað sem kolefnisgjafi í framleiðslu járnblendis hérlendis.

Garðaúrgangur, gras, hey og trjágreinar er notað til moltuframleiðslu, landmótunar eða sem lyktarverjandi yfirlag á urðunarstaðnum í Álfsnesi.

Aðrir flokkar endurvinnsluefna

Hér á undan hefur einungis verið tæpt á helstu flokkum endurvinnsluefna. Ítarlegar upplýsingar um flokkun, móttöku og ráðstöfun allra úrgangsflokka sem SORPA tekur á móti er að finna á vef Sorpu.

Myndir:

Höfundur

Umhverfis- og fræðsludeild SORPU

Útgáfudagur

14.8.2014

Spyrjandi

Jón Einar Björnsson

Tilvísun

Erla Hlín Helgadóttir. „Er ruslið sem við flokkum virkilega urðað með hefðbundu rusli?“ Vísindavefurinn, 14. ágúst 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=66419.

Erla Hlín Helgadóttir. (2014, 14. ágúst). Er ruslið sem við flokkum virkilega urðað með hefðbundu rusli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=66419

Erla Hlín Helgadóttir. „Er ruslið sem við flokkum virkilega urðað með hefðbundu rusli?“ Vísindavefurinn. 14. ágú. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=66419>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er ruslið sem við flokkum virkilega urðað með hefðbundu rusli?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hvað verður um rusl sem er flokkað til endurvinnslu? Ég hef ýmist heyrt að það sé urðað samhliða hefðbundnu rusli eða sent með skipum til Svíþjóðar. Hvað verður um ruslið eftir það?

Sveitarstjórnir ákveða fyrirkomulag móttöku og söfnunar úrgangs. Hvernig að þessu er staðið getur verið nokkuð breytilegt á milli sveitarfélaga. Svarið hér á eftir miðast við höfuðborgarsvæðið.

Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa nokkrar mismunandi leiðir til þess að koma sorpi/úrgangi til endurvinnslu eða endurnotkunar. Sveitarfélögin bjóða íbúum sínum upp á tvær tunnur við hvert heimili, grátunnu/orkutunnu fyrir almennan heimilisúrgang ásamt málmum og blátunna fyrir fimm flokka pappírsúrgangs. SORPA bs. er móttökuaðili fyrir þennan úrgang og ráðstafar á viðeigandi hátt. Einnig er hægt að skila endurvinnsluefnum í grenndargáma á höfuðborgarsvæðinu, í eina af sex endurvinnslustöðvum SORPU og í móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi. Fer það eftir eðli og magni úrgangsins hvaða leið hentar best. Á höfuðborgarsvæðinu starfa auk þess nokkur einkafyrirtæki sem bjóða upp á ýmsar lausnir við söfnun og flokkun endurvinnsluefna.

Flæði úrgangs og endurvinnsluefna frá heimilum og rekstraraðilum til og frá SORPU. Litir örva merkja mismunandi úrgangsflokka og eru þeir sömu og notaðir eru í flokkunarreglunum.

Grátunnan/orkutunnan

Í orkutunnuna fer allur lífrænn úrgangur sem fellur til á heimilum, svo sem matarleifar, bleiur og gæludýraúrgangur ásamt málmum á borð við niðursuðudósir, álpappír, hnífapör og krukkulok. Í móttöku- og flokkunarstöð SORPU er úrgangurinn hakkaður, málmar vélflokkaðir frá og þeim komið til endurvinnslu. Það sem eftir stendur þegar málmar hafa verið fjarlægðir er baggað og urðað á urðunarstaðnum í Álfsnesi. Við niðurbrot lífræna efnisins úr orkutunnunni myndast hauggas, sem er blanda af koltvíildi eða koltvísýringi (CO2) og metani (CH4). SORPA safnar hauggasinu, hreinsar það og framleiðir vistvæna ökutækjaeldsneytið metan. Umhverfislegur ávinningur af notkun metans á þennan hátt er töluverður því koldíildisútblásturinn frá einum bensínbíl er sambærilegur og útblástur frá 113 metanbílum.

Blátunnan

Í blátunnuna má setja öll dagblöð, tímarit, auglýsingapóst, prent- og ljósritunarpappír ásamt hreinum og tómum umbúðum úr sléttum pappa og bylgjupappa, til dæmis fernur, morgunkornspakka, pítsukassa, eggjabakka og fleira. Bylgjupappinn er vélflokkaður frá öðrum pappír í móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi. Efnið er pressað og baggað áður en það er flutt til Svíþjóðar til frekari flokkunar og endurvinnslu. Úr endurunnum pappír og pappa er til dæmis framleiddur salernispappír, eldhúspappír, dagblaðapappír og pappi eða karton fyrir nýjar umbúðir. Úr endurunnum bylgjupappa er framleiddur nýr bylgjupappi.

Grenndargámar

Grenndarstöðvar eru á yfir 80 stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Á hverri stöð eru að minnsta kosti tveir gámar; blár gámur fyrir samskonar pappírsúrgang og má fara í blátunnuna og grænn gámur fyrir plastumbúðir. Pappírinn og plastið er flutt í móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi þar sem pappírinn fer í sama farveg og blátunnuefnið. Plastið er pressað, baggað og flutt til Svíþjóðar til endurvinnslu eða orkuvinnslu. Til eru margar mismunandi tegundir plasts og eru plastumbúðir stundum merktar með endurvinnslutákni, litlum þríhyrningi sem inniheldur númer frá 1-7. Númerið táknar efnainnihald plastsins og um leið endurvinnslufarveg þess. Samsett plast sem hentar ekki til endurvinnslu er nýtt til orkuvinnslu.

Plast er hægt að endurnýta á ýmsan máta.

Endurvinnslustöðvar

Sex endurvinnslustöðvar eru á höfuðborgarsvæðinu þar sem tekið er á móti yfir þrjátíu flokkum af endurvinnsluefnum. Meðal helstu flokka sem heimili skila eru pappír, bylgjupappi, plastumbúðir, skilagjaldsskyldar drykkjarumbúðir, föt og klæði, skór, nytjahlutir, málmar, timbur og garðaúrgangur.

Pappír, bylgjupappi og plastumbúðir sem skilað er á endurvinnslustöðvar SORPU fara í sama farveg og efni úr blátunnu og grenndargámum.

Endurvinnslan hf. tekur við skilagjaldsskyldum drykkjarvöruumbúðum sem berast til SORPU. Áldósir og plastumbúðir eru pressaðar, baggaðar og sendar erlendis til endurvinnslu. Úr áldósum eru meðal annars framleiddar nýjar áldósir og úr plastflöskum er til dæmis framleidd pólýester-ull sem nýtist í fataiðnaði, teppaframleiðslu og fleira. Flísföt eru þekktasta afurðin úr plastflöskum. Glerflöskur eru muldar og nýtast sem undirstöðuefni í landmótun hérlendis.

Föt, klæði og vefnaðarvara sem skilað er á endurvinnslustöðvar og í grenndargáma SORPU nýtast til hjálparstarfs á vegum Rauða kross Íslands. Heill fatnaður er ýmist seldur hérlendis í verslunum Rauða krossins eða sendur erlendis til hjálparstarfs. Slitið efni er endurunnið og framleiddar úr því tuskur, teppi og fleira.

Skór eru sendir til Þýskalands þar sem þeir eru flokkaðir og ýmist seldir eða gefnir til líknarstarfa. Hagnaður af endursölu rennur til Samtaka íslenskra kristniboðsfélaga.

Nytjahlutir eins og húsgögn, heimilisvörur, bækur, leikföng og þess háttar sem skilað er á endurvinnslustöðvar SORPU fara í Góða hirðinn, nytjamarkað SORPU þar sem þeir eru yfirfarnir og seldir á vægu verði. Allur ágóði rennur til góðgerða- og líknarmála og hefur yfir 160 milljónum króna verið úthlutað á árunum 1996-2013.

Málmar og málmumbúðir sem skilað er á endurvinnslustöðvar SORPU eða eru vélflokkaðir frá heimilisúrgangi í móttöku- og flokkunarstöðinni fara til brotamálmsfyrirtækja hérlendis. Þar eru málmarnir flokkaðir eftir tegundum og sendir erlendis til bræðslu og endurvinnslu.

Ómálað timbur er kurlað í móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi og notað sem kolefnisgjafi í framleiðslu járnblendis hérlendis.

Garðaúrgangur, gras, hey og trjágreinar er notað til moltuframleiðslu, landmótunar eða sem lyktarverjandi yfirlag á urðunarstaðnum í Álfsnesi.

Aðrir flokkar endurvinnsluefna

Hér á undan hefur einungis verið tæpt á helstu flokkum endurvinnsluefna. Ítarlegar upplýsingar um flokkun, móttöku og ráðstöfun allra úrgangsflokka sem SORPA tekur á móti er að finna á vef Sorpu.

Myndir:

...