Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er rétt að flokka lífrænan úrgang frá öðrum úrgangi fyrir sorpurðun?

Cornelis Aart Meyles

Að flokka rusl er óneitanlega í tísku nú á dögum. Lítríkir bæklingar berast til okkar um að flokka hitt og þetta, æ fleiri sveitarfélög taka þátt í Staðardagskrá 21 og leggja sig fram um að gera gott betur, Vistvernd í verki (Global Action Plan) hefur stungið sér niður hér á landi, skilagjald var sett á dósir og flöskur, sérstakir gámar fyrir drykkjarfernur, dagblöð og tímarit, spilliefni, kertavax, málma og timbur eru nú æ víðar, (heima)jarðgerð lífræns úrgangs færist í vöxt og svo mætti lengi telja. Allt þetta sorp telst vera verðmæti sem ekki á heima í svarta pokanum góða enda hægt að endurnýta eða endurvinna það og spara þannig orku og auðlindir.

Sumum finnst farið út í öfgar, aðrir gera lítið sem ekkert í þessu og segja þetta bara vera einhverja nýju dellu. Ekki er þó mjög langt síðan engu var fleygt á íslenskum heimilum, svo varla er hægt að fullyrða að um einhverja nýjung sé að ræða.

Úrgangur heimilanna

Skoðum aðeins nánar úrganginn sem fellur til á heimilum okkar Íslendinga. Hvert mannsbarn skilaði frá sér 345 kg af heimilissorpi árið 1998 sem er um 1,4 tonn á meðalfjölskyldu. Um 20-30% af heimilissorpi okkar er lífræn efni og hvert mannsbarn lætur því frá sér um 70-100 kg af lífrænum úrgangi á ári. (Rekstrarúrgangur fyrirtækja og stofnana er ekki innifalinn í þessum tölum.)

Mestöllum lífrænum úrgangi hefur hingað til verið fargað með öðru sorpi okkar og hefur hann oftast urðaður einhvers staðar, helst þar sem við vitum ekki af honum meir. En málinu er alls ekki lokið með því að binda fyrir ruslapokann og láta hann niður rennuna, í tunnuna eða í ruslagáminn. Heilt ferli hefst einmitt þar. Hvað verður eiginlega um sorpið?

Sorpið er sótt heim í flestum tilfellum, stundum pressað í sérstökum pressubílum og það svo keyrt á haug. Þar er sorpinu ýtt saman og jarðlag sett yfir. Nú taka við allskonar örverur eins og bakteríur og sveppir sem koma af stað niðurbrotsferli í haugnum sem getur tekið fleiri ár, jafnvel áratugi. Sumt brotnar fljótt niður, annað (mjög) hægt, allt eftir aðstæðum svo sem efniseiginleikum, súrefnismagni á staðnum, veðurfari og svo framvegis.

Jarðgerð – rotnun með tilkomu súrefnis

Örverur „klippa” langar frumeindakeðjur, til dæmis sykrur og fitur, í smærri einingar, svipað og gerist í meltingarvegi dýra og manna. Við það myndast orka sem örverur þurfa til að lifa og fjölga sér. Ef nægt súrefni er fyrir hendi meðan rotnunin stendur yfir myndast meðal annars vatn, koltvísýringur (C02) og „kompost”, eða molta, jarðvegur sem samanstendur af (meira eða minna rotnuðum) lífrænum efnum og steinefnum, eins og í skógarjarðvegi. Molta þykir besti jarðvegsbætir og gerir jarðveginn frjósamari og léttari og um leið heilbrigðari. Víða um heim notfæra menn sér þetta ferli, sem kallað er jarðgerð, til að framleiða moltu sem er hin besta gróðurmold fyrir pottablóm eða garðplöntur.

Molta getur komið í stað fyrir „spaghnum-mó” eða mosamó sem er notaður við (trjá)plönturækt og er tekinn úr viðkvæmu mýrlendi, til dæmis í Finnlandi, og hefur í för með sér töluvert jarðrask þar. Jarðgerð getur farið fram við heimahús í moltukassa eða jarðgerðartunnu sem smíða má úr timbri og fæst einnig keypt í nokkrum stærðum og gerðum. Flestum þeim sem stunda heimajarðgerð þykir það gaman og fróðlegt og vilja ekki vera án þess framar þó að vandamál geti komið upp (til dæmis flugur og ólykt). Ef rétt er að henni staðið getur heimajarðgerð hins vegar farið vandræðalaust fram. Í nokkrum sveitarfélögum fer fram jarðgerð í stórum stíl, til dæmis í Reykjavík.

Súrefnislaus rotnun

Þegar rotnun lífrænna efna fer fram við súrefnissnauðar aðstæður, til dæmis á stórum sorphaugum, myndast einnig metangas (CH4) sem er talið vera allt að fjórfalt skaðlegri gróðurhúsalofttegund en CO2. Metangas er ágætis orkugjafi og Sorpa safnar því núna úr sorphaugum Reykjavíkur.

En það er fleira sem gerist í stórum sorphaugum þar sem súrefni er af skornum skammti. Þungmálmar sem leysast upp og leka úr sorphaugi bindast frekar í súrefnissnauðu umhverfi við súlfíð og moltukennd efnasambönd sem myndast í sorphaugnum. Með öðrum orðum verða við súrefnislausar aðstæður til málmsúlfíð sem bindast jarðvegsögnum. Þetta kemur í veg fyrir að þungmálmar berist í grunnvatn og á þann hátt inn í umhverfið „bakdyramegin”.

Sumir halda því fram að þungmálmar eigi greiða leið út í grunnvatnið þegar við tökum allan lífrænan úrgang úr sorpinu. Enn er þó verið að rannsaka þetta, til dæmis í Hollandi, og er það alls ekki vitað fyrir víst.

Eldfjallajarðvegur hefur að mörgu leyti sérstæða eiginleika sem eru svipaðir alls staðar þar sem hann finnst og er þessi jarðvegsgerð kölluð Andosol í erlendum flokkunarkerfum. Algengasta leirsteindin í Andosol-jarðvegi heitir allófan og hefur þann eiginleika að binda katjónir eins og þungmálma miklu betur en „venjulegar” leirsteindir gera og koma þannig í veg fyrir að þær skolist burt úr jarðveginum. Þessi eiginleiki allofan-leirsteinda stafar af því að þær hafa neikvæða rafhleðslu. Ennfremur binst allófan saman í klasa (samkorn) sem eru mjög stöðugir.

Að lokum

Hér fer á eftir listi yfir nokkra kosti og ókosti við það að flokka lífrænan úrgang frá öðrum úrgangi:

Kostir:
  • minni losun metangass út í andrúmsloftið, ef gasið er ekki nýtt
  • framleiðsla á gróðurmold
  • orku- og auðlindasparnaður
  • efling umhverfisvitundar
  • gaman að jarðgera heima
  • heimafenginn jarðvegsbætir
  • minna sorp urðað
Ókostir:
  • hægara niðurbrot í sorphaugum
  • ef til vill aukin útskolun þungmálma
  • aukinn tæknikostnaður og aukin vinna (ef sveitarfélagið framkvæmir jarðgerð í stórum stíl)
  • fyrirhöfn (aukaílát í eldhúsinu)

Af ofansögðu má sjá að ekki er hægt að svara spurningunni „Er rétt að flokka lífrænan úrgang frá öðrum úrgangi fyrir sorpurðun?” með einföldu -i eða nei-i, enda miðast svarið við hvað okkur finnst sjálfum skipta mestu máli.

Hins vegar má vera ljóst að best er að koma í veg fyrir að sorp myndist yfirleitt, hvort sem það heitir lífrænt eða annað.

Heimildir:

Ólafur Arnalds (1993), „Leir í íslenskum jarðvegi”, Náttúrufræðingurinn 63 (1-2), bls. 73-85.

Ari Trausti Guðmundsson (1999), Heimurinn og ég. Upplýsingabæklingur Sorpu um sorp og flokkun þess.

Cornelis Aart Meyles (1999), Moltugerð. Leiðbeiningar um uppsetningu moltukassa, Sólheimar í Grímsnesi.

James Hansen o.fl., „Global Warming in the 21st Century: An Alternative Scenario”, NASA Goddard Institute for Space Studies.

Höfundur

sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun

Útgáfudagur

11.4.2001

Spyrjandi

Albert Sigurðsson

Tilvísun

Cornelis Aart Meyles. „Er rétt að flokka lífrænan úrgang frá öðrum úrgangi fyrir sorpurðun?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2001, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1501.

Cornelis Aart Meyles. (2001, 11. apríl). Er rétt að flokka lífrænan úrgang frá öðrum úrgangi fyrir sorpurðun? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1501

Cornelis Aart Meyles. „Er rétt að flokka lífrænan úrgang frá öðrum úrgangi fyrir sorpurðun?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2001. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1501>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er rétt að flokka lífrænan úrgang frá öðrum úrgangi fyrir sorpurðun?
Að flokka rusl er óneitanlega í tísku nú á dögum. Lítríkir bæklingar berast til okkar um að flokka hitt og þetta, æ fleiri sveitarfélög taka þátt í Staðardagskrá 21 og leggja sig fram um að gera gott betur, Vistvernd í verki (Global Action Plan) hefur stungið sér niður hér á landi, skilagjald var sett á dósir og flöskur, sérstakir gámar fyrir drykkjarfernur, dagblöð og tímarit, spilliefni, kertavax, málma og timbur eru nú æ víðar, (heima)jarðgerð lífræns úrgangs færist í vöxt og svo mætti lengi telja. Allt þetta sorp telst vera verðmæti sem ekki á heima í svarta pokanum góða enda hægt að endurnýta eða endurvinna það og spara þannig orku og auðlindir.

Sumum finnst farið út í öfgar, aðrir gera lítið sem ekkert í þessu og segja þetta bara vera einhverja nýju dellu. Ekki er þó mjög langt síðan engu var fleygt á íslenskum heimilum, svo varla er hægt að fullyrða að um einhverja nýjung sé að ræða.

Úrgangur heimilanna

Skoðum aðeins nánar úrganginn sem fellur til á heimilum okkar Íslendinga. Hvert mannsbarn skilaði frá sér 345 kg af heimilissorpi árið 1998 sem er um 1,4 tonn á meðalfjölskyldu. Um 20-30% af heimilissorpi okkar er lífræn efni og hvert mannsbarn lætur því frá sér um 70-100 kg af lífrænum úrgangi á ári. (Rekstrarúrgangur fyrirtækja og stofnana er ekki innifalinn í þessum tölum.)

Mestöllum lífrænum úrgangi hefur hingað til verið fargað með öðru sorpi okkar og hefur hann oftast urðaður einhvers staðar, helst þar sem við vitum ekki af honum meir. En málinu er alls ekki lokið með því að binda fyrir ruslapokann og láta hann niður rennuna, í tunnuna eða í ruslagáminn. Heilt ferli hefst einmitt þar. Hvað verður eiginlega um sorpið?

Sorpið er sótt heim í flestum tilfellum, stundum pressað í sérstökum pressubílum og það svo keyrt á haug. Þar er sorpinu ýtt saman og jarðlag sett yfir. Nú taka við allskonar örverur eins og bakteríur og sveppir sem koma af stað niðurbrotsferli í haugnum sem getur tekið fleiri ár, jafnvel áratugi. Sumt brotnar fljótt niður, annað (mjög) hægt, allt eftir aðstæðum svo sem efniseiginleikum, súrefnismagni á staðnum, veðurfari og svo framvegis.

Jarðgerð – rotnun með tilkomu súrefnis

Örverur „klippa” langar frumeindakeðjur, til dæmis sykrur og fitur, í smærri einingar, svipað og gerist í meltingarvegi dýra og manna. Við það myndast orka sem örverur þurfa til að lifa og fjölga sér. Ef nægt súrefni er fyrir hendi meðan rotnunin stendur yfir myndast meðal annars vatn, koltvísýringur (C02) og „kompost”, eða molta, jarðvegur sem samanstendur af (meira eða minna rotnuðum) lífrænum efnum og steinefnum, eins og í skógarjarðvegi. Molta þykir besti jarðvegsbætir og gerir jarðveginn frjósamari og léttari og um leið heilbrigðari. Víða um heim notfæra menn sér þetta ferli, sem kallað er jarðgerð, til að framleiða moltu sem er hin besta gróðurmold fyrir pottablóm eða garðplöntur.

Molta getur komið í stað fyrir „spaghnum-mó” eða mosamó sem er notaður við (trjá)plönturækt og er tekinn úr viðkvæmu mýrlendi, til dæmis í Finnlandi, og hefur í för með sér töluvert jarðrask þar. Jarðgerð getur farið fram við heimahús í moltukassa eða jarðgerðartunnu sem smíða má úr timbri og fæst einnig keypt í nokkrum stærðum og gerðum. Flestum þeim sem stunda heimajarðgerð þykir það gaman og fróðlegt og vilja ekki vera án þess framar þó að vandamál geti komið upp (til dæmis flugur og ólykt). Ef rétt er að henni staðið getur heimajarðgerð hins vegar farið vandræðalaust fram. Í nokkrum sveitarfélögum fer fram jarðgerð í stórum stíl, til dæmis í Reykjavík.

Súrefnislaus rotnun

Þegar rotnun lífrænna efna fer fram við súrefnissnauðar aðstæður, til dæmis á stórum sorphaugum, myndast einnig metangas (CH4) sem er talið vera allt að fjórfalt skaðlegri gróðurhúsalofttegund en CO2. Metangas er ágætis orkugjafi og Sorpa safnar því núna úr sorphaugum Reykjavíkur.

En það er fleira sem gerist í stórum sorphaugum þar sem súrefni er af skornum skammti. Þungmálmar sem leysast upp og leka úr sorphaugi bindast frekar í súrefnissnauðu umhverfi við súlfíð og moltukennd efnasambönd sem myndast í sorphaugnum. Með öðrum orðum verða við súrefnislausar aðstæður til málmsúlfíð sem bindast jarðvegsögnum. Þetta kemur í veg fyrir að þungmálmar berist í grunnvatn og á þann hátt inn í umhverfið „bakdyramegin”.

Sumir halda því fram að þungmálmar eigi greiða leið út í grunnvatnið þegar við tökum allan lífrænan úrgang úr sorpinu. Enn er þó verið að rannsaka þetta, til dæmis í Hollandi, og er það alls ekki vitað fyrir víst.

Eldfjallajarðvegur hefur að mörgu leyti sérstæða eiginleika sem eru svipaðir alls staðar þar sem hann finnst og er þessi jarðvegsgerð kölluð Andosol í erlendum flokkunarkerfum. Algengasta leirsteindin í Andosol-jarðvegi heitir allófan og hefur þann eiginleika að binda katjónir eins og þungmálma miklu betur en „venjulegar” leirsteindir gera og koma þannig í veg fyrir að þær skolist burt úr jarðveginum. Þessi eiginleiki allofan-leirsteinda stafar af því að þær hafa neikvæða rafhleðslu. Ennfremur binst allófan saman í klasa (samkorn) sem eru mjög stöðugir.

Að lokum

Hér fer á eftir listi yfir nokkra kosti og ókosti við það að flokka lífrænan úrgang frá öðrum úrgangi:

Kostir:
  • minni losun metangass út í andrúmsloftið, ef gasið er ekki nýtt
  • framleiðsla á gróðurmold
  • orku- og auðlindasparnaður
  • efling umhverfisvitundar
  • gaman að jarðgera heima
  • heimafenginn jarðvegsbætir
  • minna sorp urðað
Ókostir:
  • hægara niðurbrot í sorphaugum
  • ef til vill aukin útskolun þungmálma
  • aukinn tæknikostnaður og aukin vinna (ef sveitarfélagið framkvæmir jarðgerð í stórum stíl)
  • fyrirhöfn (aukaílát í eldhúsinu)

Af ofansögðu má sjá að ekki er hægt að svara spurningunni „Er rétt að flokka lífrænan úrgang frá öðrum úrgangi fyrir sorpurðun?” með einföldu -i eða nei-i, enda miðast svarið við hvað okkur finnst sjálfum skipta mestu máli.

Hins vegar má vera ljóst að best er að koma í veg fyrir að sorp myndist yfirleitt, hvort sem það heitir lífrænt eða annað.

Heimildir:

Ólafur Arnalds (1993), „Leir í íslenskum jarðvegi”, Náttúrufræðingurinn 63 (1-2), bls. 73-85.

Ari Trausti Guðmundsson (1999), Heimurinn og ég. Upplýsingabæklingur Sorpu um sorp og flokkun þess.

Cornelis Aart Meyles (1999), Moltugerð. Leiðbeiningar um uppsetningu moltukassa, Sólheimar í Grímsnesi.

James Hansen o.fl., „Global Warming in the 21st Century: An Alternative Scenario”, NASA Goddard Institute for Space Studies.

...