Varðandi hagkvæmni þess að framleiða metan sem eldsneyti þá er það spurning um viðmið. Svo lengi sem jarðolía er ódýrari á markaði en tekst að framleiða metan fyrir, þá verður ekki hagkvæmt að framleiða metan. Ef hins vegar er settur verðmiði á umhverfið má vera að menn meti það svo að framleiðsla á metani sé hagkvæm. Á síðustu árum hefur verð á jarðolíu farið hækkandi um leið og framleiðslukostnaður metans hefur lækkað. Því er notkun á metani að verða algengari og mun aukast samfara hækkandi olíuverði. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Ef metan er að mestu leyti vetni, hvað gerir það svo óæskilega gastegund?
- Get ég ekki virkjað safnkassann minn og fengið metangas líkt og gert er á Álfsnesi?
- The Role of Chemistry in History. Sótt 2. 11. 2009.
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
- Hvað er metangas og hvernig er það nýtt? Er framleiðsla á metani til orkuframleiðslu hagkvæm og ef svo er, af hverju er það ekki notað í meira mæli?