Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Get ég ekki virkjað safnkassann minn og fengið metangas líkt og gert er á Álfsnesi?

Cornelis Aart Meyles

Rotnun lífrænna efna getur farið fram á tvennan hátt, annað hvort með súrefni eða án þess. Aðstæðurnar ráða hvernig bakteríur eru að verki.

Þegar súrefni er til staðar í safnkassa sjá ákveðnar bakteríur um niðurbrotið og við þess háttar rotnun myndast vatn og koltvísýringur (CO2) auk hita. Við súrefnissnauðar aðstæður er annars konar bakteríuflóra að verki og þá myndast meðal annars metan (CH4).

Í spurningunni er vísað til þess að á urðunarstað höfuðborgarsvæðisins í Álfsnesi er hauggasi, sem inniheldur talsvert magn metans, dælt úr sorphaugum og það síðan hreinsað og nýtt meðal annars sem ökutækjaeldsneyti.

Við heimajarðgerð er hugmyndin að minnka magn úrgangs sem þarf að fara til endanlegrar förgunar og um leið að framleiða moltu. Molta þykir heppileg til ræktunar og inniheldur mikið af næringarefnum. Þar sem næringarefni glatast við súrefnisfirrta jarðgerð þykir æskilegt að í safnkassa fari niðurbrot fram með tilkomu súrefnis. Við heimajarðgerð er reynt að tryggja nægilegt flæði súrefnis inn í rotnunarmassann, til dæmis með því að blanda grófu efni við massann og hræra í honum.

Ennfremur þarf töluvert magn af lífrænum efnum til að framleiða metan í einhverju mæli auk þess sem bakteríuflóran, sem sér um niðurbrotið, er viðkvæm fyrir breytingum á hita, raka og fleiri þáttum.

Skoðið einnig skyld svör:

Höfundur

sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun

Útgáfudagur

16.8.2004

Spyrjandi

María Óskarsdóttir

Tilvísun

Cornelis Aart Meyles. „Get ég ekki virkjað safnkassann minn og fengið metangas líkt og gert er á Álfsnesi?“ Vísindavefurinn, 16. ágúst 2004, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4463.

Cornelis Aart Meyles. (2004, 16. ágúst). Get ég ekki virkjað safnkassann minn og fengið metangas líkt og gert er á Álfsnesi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4463

Cornelis Aart Meyles. „Get ég ekki virkjað safnkassann minn og fengið metangas líkt og gert er á Álfsnesi?“ Vísindavefurinn. 16. ágú. 2004. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4463>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Get ég ekki virkjað safnkassann minn og fengið metangas líkt og gert er á Álfsnesi?
Rotnun lífrænna efna getur farið fram á tvennan hátt, annað hvort með súrefni eða án þess. Aðstæðurnar ráða hvernig bakteríur eru að verki.

Þegar súrefni er til staðar í safnkassa sjá ákveðnar bakteríur um niðurbrotið og við þess háttar rotnun myndast vatn og koltvísýringur (CO2) auk hita. Við súrefnissnauðar aðstæður er annars konar bakteríuflóra að verki og þá myndast meðal annars metan (CH4).

Í spurningunni er vísað til þess að á urðunarstað höfuðborgarsvæðisins í Álfsnesi er hauggasi, sem inniheldur talsvert magn metans, dælt úr sorphaugum og það síðan hreinsað og nýtt meðal annars sem ökutækjaeldsneyti.

Við heimajarðgerð er hugmyndin að minnka magn úrgangs sem þarf að fara til endanlegrar förgunar og um leið að framleiða moltu. Molta þykir heppileg til ræktunar og inniheldur mikið af næringarefnum. Þar sem næringarefni glatast við súrefnisfirrta jarðgerð þykir æskilegt að í safnkassa fari niðurbrot fram með tilkomu súrefnis. Við heimajarðgerð er reynt að tryggja nægilegt flæði súrefnis inn í rotnunarmassann, til dæmis með því að blanda grófu efni við massann og hræra í honum.

Ennfremur þarf töluvert magn af lífrænum efnum til að framleiða metan í einhverju mæli auk þess sem bakteríuflóran, sem sér um niðurbrotið, er viðkvæm fyrir breytingum á hita, raka og fleiri þáttum.

Skoðið einnig skyld svör:

...