Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það satt að öll börn fæðist með blá augu?

JGÞ

Nei, það er ekki rétt að börn fæðist öll með blá augu, til að mynda fæðast börn af asískum eða afrískum uppruna yfirleitt með dökk augu.



Nýfædd börn sem eiga foreldra með ljósan húðlit fæðast hins vegar oftast með blá eða grá augu en geta svo fengið annan augnlit þegar þau eldast. Ástæðan fyrir þessu er eftirfarandi: Augnlitur okkar fer eftir því hversu mikið af litarefninu melaníni myndast í lithimnu augans. Þeim mun meira litarefni sem þar er, þeim mun dekkri er augnliturinn. Þeir sem hafa nær ekkert melanín í ysta hluta lithimnunnar eru með blá augu.

Þegar börn sem eiga foreldra sem eru ljósir yfirlitum fæðast, er afar lítið litarefni í lithimnunni. Augnlitur þessara barna er því yfirleitt blár eða grár. Við eins árs aldur hefur um 50% litarefnisins myndast og við þriggja ára aldur er styrkur litarefnisins orðinn svipaður og hjá fullorðnu fólki. Þá getur augnlitur barnanna verið allt annar en hann var þegar þau fæddust.

Heimildir og frekara lesefni:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

6.10.2009

Spyrjandi

Sylvía Margrét Cruz, f. 1996

Tilvísun

JGÞ. „Er það satt að öll börn fæðist með blá augu?“ Vísindavefurinn, 6. október 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53892.

JGÞ. (2009, 6. október). Er það satt að öll börn fæðist með blá augu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53892

JGÞ. „Er það satt að öll börn fæðist með blá augu?“ Vísindavefurinn. 6. okt. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=53892>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það satt að öll börn fæðist með blá augu?
Nei, það er ekki rétt að börn fæðist öll með blá augu, til að mynda fæðast börn af asískum eða afrískum uppruna yfirleitt með dökk augu.



Nýfædd börn sem eiga foreldra með ljósan húðlit fæðast hins vegar oftast með blá eða grá augu en geta svo fengið annan augnlit þegar þau eldast. Ástæðan fyrir þessu er eftirfarandi: Augnlitur okkar fer eftir því hversu mikið af litarefninu melaníni myndast í lithimnu augans. Þeim mun meira litarefni sem þar er, þeim mun dekkri er augnliturinn. Þeir sem hafa nær ekkert melanín í ysta hluta lithimnunnar eru með blá augu.

Þegar börn sem eiga foreldra sem eru ljósir yfirlitum fæðast, er afar lítið litarefni í lithimnunni. Augnlitur þessara barna er því yfirleitt blár eða grár. Við eins árs aldur hefur um 50% litarefnisins myndast og við þriggja ára aldur er styrkur litarefnisins orðinn svipaður og hjá fullorðnu fólki. Þá getur augnlitur barnanna verið allt annar en hann var þegar þau fæddust.

Heimildir og frekara lesefni:

Mynd:...