Nýfædd börn sem eiga foreldra með ljósan húðlit fæðast hins vegar oftast með blá eða grá augu en geta svo fengið annan augnlit þegar þau eldast. Ástæðan fyrir þessu er eftirfarandi: Augnlitur okkar fer eftir því hversu mikið af litarefninu melaníni myndast í lithimnu augans. Þeim mun meira litarefni sem þar er, þeim mun dekkri er augnliturinn. Þeir sem hafa nær ekkert melanín í ysta hluta lithimnunnar eru með blá augu. Þegar börn sem eiga foreldra sem eru ljósir yfirlitum fæðast, er afar lítið litarefni í lithimnunni. Augnlitur þessara barna er því yfirleitt blár eða grár. Við eins árs aldur hefur um 50% litarefnisins myndast og við þriggja ára aldur er styrkur litarefnisins orðinn svipaður og hjá fullorðnu fólki. Þá getur augnlitur barnanna verið allt annar en hann var þegar þau fæddust. Heimildir og frekara lesefni:
- Getur augnlitur á fólki breyst, til dæmis ef fólk fer að gráta? eftir EDS
- Hvað ræður augnalit okkar? Hvort eru blá eða brún augu ríkjandi? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Getur bláeygt par eignast græneygt barn? eftir Dag Snæ Sævarsson
- JVallecorsa.com. Sótt 6.10.2009.