Augnlitur fullorðinna getur líka breyst en minna er vitað um ástæður þess. Augnlitur virðist geta breyst með aldrinum hjá fullorðnum, en rannsóknir benda til að slíkt eigi sér stað hjá 10-15% fólks. Breytingin er þá gjarnan í þá átt að augun verða smám saman ljósari. Sjúkdómar geta komið þar við sögu og haft áhrif á magn litarefnisins og eins geta lyf haft þessi áhrif. Í einni heimildi sem skoðuð var við gerð þessa svars var á það bent að augnlitur sumra virðist breytast ef heilsan er ekki í lagi eða ef þeir eru undir miklu álagi. Hvort grátur einn og sér breytir raunverulegum augnlit fólks skal hins vegar ósagt látið. En vissulega getur virst sem augun fái annan blæ eftir að grátið hefur verið þar sem augun verða rauðleit, bólgin og rök og má vel vera að slíkt hafi áhrif á þann lit sem við sjáum á augunum. Á Vísindavefnum eru fleiri svör um augu, til dæmis:
- Úr hverju er augað? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Af hverju er fólk stundum með augu hvort í sínum lit? eftir Uriku Andersson
- Af hverju blikkar maður augunum og hversu oft blikkar maður að meðaltali á mínútu? eftir Jóhannes Kára Kristinsson
- Hvað er gláka? eftir Magnús Jóhannsson