Erfðarannsóknir styðja sögulegar heimildir þess efnis að Ísland hafi verið numið af einstaklingum frá Bretlandseyjum og Skandinavíu fyrir um 1100 árum. Einfaldasta svarið við spurningunni um útlit landnámsmanna er að þeir hljóta að hafa haft mjög svipað útlit og núlifandi afkomendur þeirra á Íslandi og einstaklingar frá upprunalöndum þeirra í Skandinavíu og Bretlandseyjum. Þetta er vegna þess að 1100 ár er mjög stuttur tími á þróunarfræðilegum mælikvarða og afar ólíklegt að hann nægi til þess að náttúruval eða aðrir þróunarkraftar hafi breytt útliti fólks á Íslandi. Þess utan hafa umhverfisskilyrði á Íslandi, Skandinavíu og Bretlandseyjum verið mjög svipuð frá landnámsöld.Þeir sem vilja gera sér í hugalund hvernig fyrstu landnemar Íslands litu út geta þess vegna einfaldlega litið í kringum sig og séð hvernig núlifandi afkomendur landnema líta út.
- Settlement of Iceland - Wikipedia. (Sótt 26.02.2021).
- Colorful event | This colourful event brings tens of thousan… | Flickr. (Sótt 26.02.2021). Myndin tók Helgi Halldórsson og hún er birt undir leyfinu Creative Commons — Attribution 2.0 Generic — CC BY 2.0