Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2754 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Ef fólk greinist með krabbamein í lungum, hver eru stigin og hver er áætlaður líftími?

Lungnakrabbamein er mörg ár að þróast og því miður veldur það litlum einkennum lengi vel. Í langflestum tilfellum greinist það því seint. Skipta má lungnakrabbameini í fjögur stig eftir stærð æxlisins og dreifingu til aðlægra eða fjarlægra líffæra. Á I stigi er æxlið aðeins eitt, minna en 3 cm að stærð og eng...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver er munurinn á argoni og neoni?

Neon (sætistala 10) og argon (sætistala 18) eru frumefni sem tilheyra áttunda flokki lotukerfisins sem nefndur er eðallofttegundir (e. noble gas). Efnin í þessum flokki eru þeim eiginleikum gædd að hafa fullskipað rafeindahvolf og þau ganga þess vegna mjög treglega í efnasamband við önnur efni. Með þennan eiginlei...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað búa margir í geimförum?

Í þeim skilningi að orðið búa merki varanleg búseta þá er svarið við spurningunni sú að enginn maður býr í geimnum. Það er því líklega betra að spyrja hversu margir dvelja í geimnum á hverjum tíma. Í dag er pláss fyrir þriggja manna áhöfn í alþjóðlegu geimstöðinni en gert er ráð fyrir að sex geti dvalið þar í...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Í hvaða landi lifa flestar dýrategundir?

Það þarf ekki að koma á óvart að þau lönd, þar sem flestar dýrategundir finnast, eru víðlend og liggja á regnskógasvæðum. Ríkið sem hefur flestar tegundir lífvera (bæði úr dýra- og plönturíkinu) innan sinna landamæra er Brasilía. Til að mynda vex ein af hverjum fjórum tegundum plantna sem fundist hafa á jörðinni í...

category-iconLandafræði

Hver er yngsta þjóð í heimi?

Til þess að svara þessari spurning þarf fyrst að gera grein fyrir því hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar, eða hvaða skilning er valið að leggja í orðin. Hugtakið þjóð er til dæmis langt frá því að vera einfalt eins og Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur fjallar um í pistli á Pressan.is. Þar segir meðal...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða orðasambönd tengjast buxum?

Orðið buxur er þekkt í málinu frá því á 16. öld. Elsta dæmi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 1576:Prestar skulu ei bera […] fellda understacka, stuttvijdar buxur. Samkvæmt Ásgeiri Blöndal Magnússyni (1989:96) er orðið fengið að láni úr miðlágþýsku buxe, boxe sem aftur er stytting á *buckhose. Buck í þýs...

category-iconLandafræði

Hvaða land eða lönd eiga Suðurskautslandið?

Suðurskautslandið er í raun heimsálfa án eiganda því það tilheyrir engu ríki. Það þýðir þó ekki að enginn vilji eiga það. Sjö þjóðir hafa gert tilkall til yfirráða yfir ákveðnum landsvæðum Suðurskautslandsins, það eru Argentína, Ástralía, Bretland, Síle, Frakkland, Nýja-Sjáland og Noregur. Sjö ríki hafa gert t...

category-iconVísindi almennt

Hvers vegna brakar í háspennulínum?

Háspennulínur gegna mikilvægu hlutverki í nútíma þjóðfélagi. Þær flytja raforku á hárri spennu eftir grönnum leiðurum milli landshluta. Bilið á milli leiðaranna er mun meira en þverskurðarflatarmál leiðarans. Utan um leiðarann er rafsvið og því hærri sem spennan á leiðaranum er því sterkara er rafsviðið. Þegar ákv...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru skilningarvitin mörg og hvað heita þau?

Almennt er talað um að skilningarvitin séu fimm talsins: Sjón. Heyrn. Snerting. Bragð. Lykt. Stundum eru fleiri nefnd til sögunar, svo sem jafnvægisskyn, varmaskyn og sársaukaskyn. Almennt er talað um að skilningarvitin séu fimm talsins. Flestir eru sammála um að sjónin sé okkur hvað mikilvægust. Öll g...

category-iconHugvísindi

Hvað er EP-plata?

Í grófum dráttum er plötum hljómsveita skipt í þrjá flokka eftir lengd: smáskífur, stuttskífur eða EP-plötur (extended play) og breiðskífur (LP; long playing). Smáskífa (e. single) var upphaflega plata með allt að þrem lögum. Þær voru mikilvægari fyrir nokkrum áratugum en í dag, þegar fólk keypti oftar stakar ...

category-iconHugvísindi

Hvaðan kemur þulan ,,köttur út í mýri ... úti er ævintýri" og til hvers er hún notuð?

Einn þeirra kveðlinga sem oft eru notaðir sem eftirmáli í lok ævintýra hljóðar svona:Köttur úti í mýri setti upp á sér stýri úti er ævintýriLokaþulur við íslensk ævintýri eru fjölbreytilegar og oft koma sömu hendingarnar fyrir í mismunandi samböndum, þar á meðal þessar. Dæmi um slíkar þulur má finna í þjóðsagnas...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að benda á ákveðna stjörnu sem hefur plánetu á braut um sig?

Fyrsta plánetan sem fannst á braut um aðra stjörnu en sólina var 47 Ursa Majoris b. Hún uppgötvaðist árið 1996. Síðan þá hafa stjörnufræðingar fundið rúmlega 300 plánetur utan okkar sólkerfis og með betri aðferðum finnast fleiri og fleiri plánetur á hverju ári. Teikning listamanns af sólkerfinu 55 Capri, sem er e...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað deyja margir Íslendingar árlega?

Árið 2008 dóu 1.987 Íslendingar en undanfarin tíu ára hafa um 1.900 Íslendingar dáið á ári hverju. Árið 2008 fæddust hér á landi 4.835 einstaklingar svo það ár fjölgaði Íslendingum um 2.848. Fjölgun af þessu tagi sem tengist ekki fólksflutningum er kölluð náttúruleg fjölgun. Árið 2008 fæddust 2.470 drengir og 2...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaðan er lakkrís upprunninn?

Hér er einnig að finna svör við spurningunum: Mig hefur lengi langað til þess að vita hvernig lakkrís er framleiddur. Hvernig er lakkrís framleiddur og úr hvaða hráefnum? Hvernig og úr hverju er lakkrís unninn og getur hann verið hollur fyrir mann? Ef hér er átt við sælgætið lakkrís þá dregur það nafn s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig springa menn á limminu?

Orðið limm virðist ekki notað nema í þessu eina orðasambandi að springa á limminu. Það er fletta í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:563) og er þaðan vísað í dimmalimm í merkingunni ‘ölórar; drykkjusöngur’. Ásgeir telur að limm sé líklega stytting úr dimmalimm. Þegar menn hafa fengið sér vel...

Fleiri niðurstöður