Þjóðarhugtakið er líklega eitthvert það flóknasta í félagsvísindum og þrátt fyrir áratugalanga fræðilega umræðu hefur reynst erfitt að skilgreina hvað einkennir þjóðir. Almennt hefur þó verið talið að ýmsir samverkandi þættir geti einkennt þjóðir, svo sem afmarkað landsvæði, sameiginlegt tungumál, einsleitur kynþáttur, sameinandi trú, sameiginleg saga og aðrir menningarbundnir þættir.Þessir þættir sem Eiríkur telur upp geta allir átt við Íslendinga. Okkur hættir þess vegna örugglega til þess í daglegu tali að leggja að jöfnu þjóð og fólk sem býr í tilteknu landi eða ríki; við tölum um íslensku þjóðina, dönsku þjóðina, bandarísku þjóðina og svo framvegis. En það er langt frá því að þjóð fylgi endilega pólitískum landamærum eins og mýmörg dæmi sanna, sama þjóð getur átt búsetu í fleiri en einu ríki og eins geta verið fleiri en ein þjóð innan eins ríkis. Hér er hins vegar valið að leggja þann skilning í spurninguna að þjóð merki það sama og land (eða ríki). Ástæðan er fyrst og fremst sú að auðvelt er að finna tölulegar upplýsingar sem miðast við ríki en upplýsingar um einstaka þjóðir (ef notuð er einhver önnur skilgreining en landamæri) eru ekki eins auðfengnar og auðveldar í samanburði.
- Hver er þessi blessaða þjóð? - Pressan.is. (Skoðað 19.12.2012).
- World Population Prospects, the 2010 Revision. (Skoðað 19.12.2012).
- New Countries - The World's Newest Countries - About.com; Geography. (Skoðað 19.12.2012).
- Mynd: The Virginia Gildersleeve International Fund. (Sótt 19.12.2012).