Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ef fólk greinist með krabbamein í lungum, hver eru stigin og hver er áætlaður líftími?

Halla Skúladóttir

Lungnakrabbamein er mörg ár að þróast og því miður veldur það litlum einkennum lengi vel. Í langflestum tilfellum greinist það því seint.

Skipta má lungnakrabbameini í fjögur stig eftir stærð æxlisins og dreifingu til aðlægra eða fjarlægra líffæra. Á I stigi er æxlið aðeins eitt, minna en 3 cm að stærð og engin frekari dreifing sjúkdómsins. Sjúklingar á stigi II eru með æxli sem er stærra en 3 cm en enga frekari dreifingu (IIA) eða æxli sem er undir eða yfir 3 cm og dreifingu til nálægra eitla (IIB). Yfirleitt er hægt að framkvæma skurðaðgerð á sjúklingum með lungnakrabbamein á I-II stigi (ef heilsan að öðru leyti leyfir) og fjarlæga meinin að fullu og teljast þeir læknaðir eftir það.



Röntgenmynd af lungum. Skuggi á vinstra lunga er krabbamein.

Sjúklingar á stigi III hafa dreifðari sjúkdóm, stærri æxli og dreifingu til fjarlægari eitlastöðva. Suma þeirra er hægt að lækna með aðgerð en ekki alla og er það einstaklingsbundið mat í öllum tilvikum. Sjúklingar á stigi IV hafa dreifingu sjúkdómsins (meinvörp) til annarra líffæra eins og til dæmis hins lungans, lifrar, nýrnahetta eða beina. Í þeim tilvikum er ekki hægt að fjarlægja æxlin með skurðaðgerð.

Erfitt er að alhæfa um lífslíkur allra sjúklinga með lungnakrabbamein þar sem stigin eru mörg og einstaklingar eru mishraustir fyrir greiningu. Flestir eða um það bil 75% greinast á efri stigum sjúkdómsins (stigi III og IV) og beinist þá meðferðin að því að halda sjúkdómnum í skefjum, annað hvort með krabbameinslyfjagjöf og/eða geislameðferð ásamt annarri stuðningsmeðferð.

Hin síðari ár hafa komið fram nýjungar í meðferð sem geta lengt lífstíma sjúklinga með lungnakrabbamein. Ef allir lungnakrabbameinssjúklingar eru teknir saman sem ein heild eru aðeins um 11-12% þeirra lifandi eftir 5 ár. Þessa tölu er þó ekki hægt að nota fyrir einstaklinga því lifitími fer algjörlega eftir aldri við greiningu, útbreiðslu sjúkdómsins, hvernig sjúkdómurinn svarar meðferð og fyrra heilsufari einstaklingsins.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um krabbamein, til dæmis:Lesendur eru hvattir til að notfæra sér leitarvélina til að finna fleiri svör um krabbamein. Einnig má smella á efnisorðin neðan við svarið.

Mynd: emedicine

Höfundur

yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala

Útgáfudagur

18.4.2006

Spyrjandi

Brynja Stefánsdóttir

Tilvísun

Halla Skúladóttir. „Ef fólk greinist með krabbamein í lungum, hver eru stigin og hver er áætlaður líftími?“ Vísindavefurinn, 18. apríl 2006, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5825.

Halla Skúladóttir. (2006, 18. apríl). Ef fólk greinist með krabbamein í lungum, hver eru stigin og hver er áætlaður líftími? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5825

Halla Skúladóttir. „Ef fólk greinist með krabbamein í lungum, hver eru stigin og hver er áætlaður líftími?“ Vísindavefurinn. 18. apr. 2006. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5825>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ef fólk greinist með krabbamein í lungum, hver eru stigin og hver er áætlaður líftími?
Lungnakrabbamein er mörg ár að þróast og því miður veldur það litlum einkennum lengi vel. Í langflestum tilfellum greinist það því seint.

Skipta má lungnakrabbameini í fjögur stig eftir stærð æxlisins og dreifingu til aðlægra eða fjarlægra líffæra. Á I stigi er æxlið aðeins eitt, minna en 3 cm að stærð og engin frekari dreifing sjúkdómsins. Sjúklingar á stigi II eru með æxli sem er stærra en 3 cm en enga frekari dreifingu (IIA) eða æxli sem er undir eða yfir 3 cm og dreifingu til nálægra eitla (IIB). Yfirleitt er hægt að framkvæma skurðaðgerð á sjúklingum með lungnakrabbamein á I-II stigi (ef heilsan að öðru leyti leyfir) og fjarlæga meinin að fullu og teljast þeir læknaðir eftir það.



Röntgenmynd af lungum. Skuggi á vinstra lunga er krabbamein.

Sjúklingar á stigi III hafa dreifðari sjúkdóm, stærri æxli og dreifingu til fjarlægari eitlastöðva. Suma þeirra er hægt að lækna með aðgerð en ekki alla og er það einstaklingsbundið mat í öllum tilvikum. Sjúklingar á stigi IV hafa dreifingu sjúkdómsins (meinvörp) til annarra líffæra eins og til dæmis hins lungans, lifrar, nýrnahetta eða beina. Í þeim tilvikum er ekki hægt að fjarlægja æxlin með skurðaðgerð.

Erfitt er að alhæfa um lífslíkur allra sjúklinga með lungnakrabbamein þar sem stigin eru mörg og einstaklingar eru mishraustir fyrir greiningu. Flestir eða um það bil 75% greinast á efri stigum sjúkdómsins (stigi III og IV) og beinist þá meðferðin að því að halda sjúkdómnum í skefjum, annað hvort með krabbameinslyfjagjöf og/eða geislameðferð ásamt annarri stuðningsmeðferð.

Hin síðari ár hafa komið fram nýjungar í meðferð sem geta lengt lífstíma sjúklinga með lungnakrabbamein. Ef allir lungnakrabbameinssjúklingar eru teknir saman sem ein heild eru aðeins um 11-12% þeirra lifandi eftir 5 ár. Þessa tölu er þó ekki hægt að nota fyrir einstaklinga því lifitími fer algjörlega eftir aldri við greiningu, útbreiðslu sjúkdómsins, hvernig sjúkdómurinn svarar meðferð og fyrra heilsufari einstaklingsins.

Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um krabbamein, til dæmis:Lesendur eru hvattir til að notfæra sér leitarvélina til að finna fleiri svör um krabbamein. Einnig má smella á efnisorðin neðan við svarið.

Mynd: emedicine...