Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er EP-plata?

Gunnar Þór Magnússon og Þorsteinn Vilhjálmsson

Í grófum dráttum er plötum hljómsveita skipt í þrjá flokka eftir lengd: smáskífur, stuttskífur eða EP-plötur (extended play) og breiðskífur (LP; long playing).

Smáskífa (e. single) var upphaflega plata með allt að þrem lögum. Þær voru mikilvægari fyrir nokkrum áratugum en í dag, þegar fólk keypti oftar stakar smáskífur til að eignast vinsæl lög. Til dæmis kom vel þekkta Bítlalagið ,,Hey Jude`` út á smáskífu og er ekki á neinni breiðskífu Bítlanna. Með þróun tónlistariðnaðarins og aukinni sölu tónlistar gegnum internetið hefur smáskífuformið breyst. Í dag er orðið frekar notað um stakt lag sem tónlistarmaður gefur út til að vekja athygli á sjálfum sér eða nýrri plötu. Laginu fylgir oftast tónlistarmyndband og spilun í útvarpi.

Stuttskífan Come On Pilgrim með rokksveitinni Pixies.

Stuttskífa eða EP-plata (e. EP record) er yfirleitt plata sem á eru fleiri lög en á upphaflegu smáskífunum, en er ekki nógu löng til að teljast breiðskífa. Algengt er að stuttskífur séu um 15 til 30 mínútur að lengd og á þeim eru oft fjögur til sjö lög. Fyrstu pönksveitirnar gáfu út mikið af efni á stuttskífum, en í dag gefa ungar hljómsveitir gjarnan út stuttskífu á undan fyrstu stóru plötunni sinni.

Breiðskífa (e. album, LP record) er svo það sem fólk á yfirleitt við þegar það talar um plötur, það er útgáfa með um það bil tíu eða fleiri lögum og hálftíma eða meira af tónlist. Skilin á milli stuttskífu og breiðskífu eru þó oft óljós og geta farið eftir því hvað tónlistarmenn eða útgáfufyrirtæki vilja hverju sinni. Þannig eru til mörg dæmi um stuttskífur sem eru allt að klukkutíma langar og breiðskífur sem eru einungis um hálftími að lengd.

Þessi flokkun á plötum á að nokkru rætur að rekja til tækninnar sem notuð var áður en stafrænn hljómflutningur af geisladiskum (CD) kom til sögunnar. -- Elstu hljómplöturnar sem náðu verulegum vinsældum voru svokallaðar 78 snúninga plötur sem oft voru 10 tommur eða 25 cm í þvermál. Þær voru úr vínýl þegar fram í sótti og snerust 78 snúninga á mínútu undir nál sem las tónlistina úr spírallaga rákum á yfirborðinu. Á hvorri hlið slíkrar plötu rúmaðist 1-3 venjuleg lög. -- EP-plötur komu síðar á markaðinn. Þær voru 43 snúninga en oftast aðeins 7 tommur eða 17,5 cm á stærð. Þær gátu samt rúmað meiri tónlist vegna þess að rákirnar á þeim voru þéttari. -- Síðan komu einnig til sögu breiðskífur úr vínýl sem voru 12 tommur eða 30 cm í þvermál og snerust 33 snúninga á mínútu undir nálinni. Hvor hlið slíkrar plötu gat rúmað 30-60 mínútna tónlist með allgóðum hljómflutningi. Með þeim varð mikil framför, ekki síst í flutningi og geymslu sígildrar tónlistar og meiri háttar tónverka.

Tengt efni á Vísindavefnum:

Höfundar

Gunnar Þór Magnússon

stærðfræðingur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

28.7.2009

Síðast uppfært

19.6.2018

Spyrjandi

Unnsteinn Stefánsson

Tilvísun

Gunnar Þór Magnússon og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er EP-plata?“ Vísindavefurinn, 28. júlí 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=17955.

Gunnar Þór Magnússon og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2009, 28. júlí). Hvað er EP-plata? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=17955

Gunnar Þór Magnússon og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað er EP-plata?“ Vísindavefurinn. 28. júl. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=17955>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er EP-plata?
Í grófum dráttum er plötum hljómsveita skipt í þrjá flokka eftir lengd: smáskífur, stuttskífur eða EP-plötur (extended play) og breiðskífur (LP; long playing).

Smáskífa (e. single) var upphaflega plata með allt að þrem lögum. Þær voru mikilvægari fyrir nokkrum áratugum en í dag, þegar fólk keypti oftar stakar smáskífur til að eignast vinsæl lög. Til dæmis kom vel þekkta Bítlalagið ,,Hey Jude`` út á smáskífu og er ekki á neinni breiðskífu Bítlanna. Með þróun tónlistariðnaðarins og aukinni sölu tónlistar gegnum internetið hefur smáskífuformið breyst. Í dag er orðið frekar notað um stakt lag sem tónlistarmaður gefur út til að vekja athygli á sjálfum sér eða nýrri plötu. Laginu fylgir oftast tónlistarmyndband og spilun í útvarpi.

Stuttskífan Come On Pilgrim með rokksveitinni Pixies.

Stuttskífa eða EP-plata (e. EP record) er yfirleitt plata sem á eru fleiri lög en á upphaflegu smáskífunum, en er ekki nógu löng til að teljast breiðskífa. Algengt er að stuttskífur séu um 15 til 30 mínútur að lengd og á þeim eru oft fjögur til sjö lög. Fyrstu pönksveitirnar gáfu út mikið af efni á stuttskífum, en í dag gefa ungar hljómsveitir gjarnan út stuttskífu á undan fyrstu stóru plötunni sinni.

Breiðskífa (e. album, LP record) er svo það sem fólk á yfirleitt við þegar það talar um plötur, það er útgáfa með um það bil tíu eða fleiri lögum og hálftíma eða meira af tónlist. Skilin á milli stuttskífu og breiðskífu eru þó oft óljós og geta farið eftir því hvað tónlistarmenn eða útgáfufyrirtæki vilja hverju sinni. Þannig eru til mörg dæmi um stuttskífur sem eru allt að klukkutíma langar og breiðskífur sem eru einungis um hálftími að lengd.

Þessi flokkun á plötum á að nokkru rætur að rekja til tækninnar sem notuð var áður en stafrænn hljómflutningur af geisladiskum (CD) kom til sögunnar. -- Elstu hljómplöturnar sem náðu verulegum vinsældum voru svokallaðar 78 snúninga plötur sem oft voru 10 tommur eða 25 cm í þvermál. Þær voru úr vínýl þegar fram í sótti og snerust 78 snúninga á mínútu undir nál sem las tónlistina úr spírallaga rákum á yfirborðinu. Á hvorri hlið slíkrar plötu rúmaðist 1-3 venjuleg lög. -- EP-plötur komu síðar á markaðinn. Þær voru 43 snúninga en oftast aðeins 7 tommur eða 17,5 cm á stærð. Þær gátu samt rúmað meiri tónlist vegna þess að rákirnar á þeim voru þéttari. -- Síðan komu einnig til sögu breiðskífur úr vínýl sem voru 12 tommur eða 30 cm í þvermál og snerust 33 snúninga á mínútu undir nálinni. Hvor hlið slíkrar plötu gat rúmað 30-60 mínútna tónlist með allgóðum hljómflutningi. Með þeim varð mikil framför, ekki síst í flutningi og geymslu sígildrar tónlistar og meiri háttar tónverka.

Tengt efni á Vísindavefnum:

...