Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna brakar í háspennulínum?

Magni Þór Pálsson

Háspennulínur gegna mikilvægu hlutverki í nútíma þjóðfélagi. Þær flytja raforku á hárri spennu eftir grönnum leiðurum milli landshluta. Bilið á milli leiðaranna er mun meira en þverskurðarflatarmál leiðarans. Utan um leiðarann er rafsvið og því hærri sem spennan á leiðaranum er því sterkara er rafsviðið. Þegar ákveðnum rafsviðsstyrk er náð jónast loftið umhverfis leiðarann og þar myndast leiðandi rás (rafgas) og úthleðslur verða, það er sameindirnar í loftinu missa frá sér ýmist jákvæðar eða neikvæðar jónir. Þessar jónir sveiflast fram og til baka í rafgasinu og sú hreyfing framkallar hljóðbylgjur sem koma fram sem brak eða snark í línunni.

Meira ber á þessu snarki í röku veðri en þurru. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að rafleiðnin í röku lofti er meiri en í þurru og því þarf lægri rafsviðsstyrk umhverfis leiðarann til þess að loftið jónist og úthleðslur hefjist.

Ef rafsviðsstyrkurinn umhverfis leiðarann er mjög mikill geta úthleðslurnar sést sem blátt ljós í kringum hann. Þetta er í raun sama fyrirbrigði og svokallaður hrævareldur.

Ef spennan á háspennulínum er yfir 230 kV eru yfirleitt notaðir tveir eða fleiri leiðarar í hverjum fasa háspennulínunnar. Þetta sést á hægri háspennuleiðinni á meðan einungis er einn leiðari í hverju fasa á vinstri háspennuleiðinni.

Þetta fyrirbæri veldur tapi í raforkuflutningi auk hljóðmengunar og truflanir geta orðið á fjarskiptasamskiptum. Einnig myndast óson í þessu ferli. Það er því reynt að halda þessu innan ákveðinna marka með því að draga úr styrk rafsviðsins. Til dæmis eru á hærri spennum (yfir 230 kV) yfirleitt notaðir tveir eða fleiri leiðarar í hverjum fasa háspennulínunnar.

Dæmi um tæki þar sem hár rafsviðsstyrkur og svona úthleðslur eru nýttar eru geislaprentarar og ljósritunarvélar. Þar er valsinn í sterku rafsviði og neikvæðar hleðslur setjast á yfirborð hans. Framköllunarduftið eða tónerinn er jákvætt hlaðinn og þegar pappírinn er dreginn í gegnum rafsviðið sest framköllunarduftið á hann eins og frummyndin. Ef vel er athugað, má finna daufa ósonlykt af slíkum tækjum.

Mynd:

Höfundur

Magni Þór Pálsson

lektor í raforkuverkfræði og sérfræðingur hjá Landsneti

Útgáfudagur

11.10.2013

Spyrjandi

Andri Snær Ólafsson

Tilvísun

Magni Þór Pálsson. „Hvers vegna brakar í háspennulínum?“ Vísindavefurinn, 11. október 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62912.

Magni Þór Pálsson. (2013, 11. október). Hvers vegna brakar í háspennulínum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62912

Magni Þór Pálsson. „Hvers vegna brakar í háspennulínum?“ Vísindavefurinn. 11. okt. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62912>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna brakar í háspennulínum?
Háspennulínur gegna mikilvægu hlutverki í nútíma þjóðfélagi. Þær flytja raforku á hárri spennu eftir grönnum leiðurum milli landshluta. Bilið á milli leiðaranna er mun meira en þverskurðarflatarmál leiðarans. Utan um leiðarann er rafsvið og því hærri sem spennan á leiðaranum er því sterkara er rafsviðið. Þegar ákveðnum rafsviðsstyrk er náð jónast loftið umhverfis leiðarann og þar myndast leiðandi rás (rafgas) og úthleðslur verða, það er sameindirnar í loftinu missa frá sér ýmist jákvæðar eða neikvæðar jónir. Þessar jónir sveiflast fram og til baka í rafgasinu og sú hreyfing framkallar hljóðbylgjur sem koma fram sem brak eða snark í línunni.

Meira ber á þessu snarki í röku veðri en þurru. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að rafleiðnin í röku lofti er meiri en í þurru og því þarf lægri rafsviðsstyrk umhverfis leiðarann til þess að loftið jónist og úthleðslur hefjist.

Ef rafsviðsstyrkurinn umhverfis leiðarann er mjög mikill geta úthleðslurnar sést sem blátt ljós í kringum hann. Þetta er í raun sama fyrirbrigði og svokallaður hrævareldur.

Ef spennan á háspennulínum er yfir 230 kV eru yfirleitt notaðir tveir eða fleiri leiðarar í hverjum fasa háspennulínunnar. Þetta sést á hægri háspennuleiðinni á meðan einungis er einn leiðari í hverju fasa á vinstri háspennuleiðinni.

Þetta fyrirbæri veldur tapi í raforkuflutningi auk hljóðmengunar og truflanir geta orðið á fjarskiptasamskiptum. Einnig myndast óson í þessu ferli. Það er því reynt að halda þessu innan ákveðinna marka með því að draga úr styrk rafsviðsins. Til dæmis eru á hærri spennum (yfir 230 kV) yfirleitt notaðir tveir eða fleiri leiðarar í hverjum fasa háspennulínunnar.

Dæmi um tæki þar sem hár rafsviðsstyrkur og svona úthleðslur eru nýttar eru geislaprentarar og ljósritunarvélar. Þar er valsinn í sterku rafsviði og neikvæðar hleðslur setjast á yfirborð hans. Framköllunarduftið eða tónerinn er jákvætt hlaðinn og þegar pappírinn er dreginn í gegnum rafsviðið sest framköllunarduftið á hann eins og frummyndin. Ef vel er athugað, má finna daufa ósonlykt af slíkum tækjum.

Mynd:

...