Í dag samanstendur lofthjúpur jarðar að mestu leyti af eldfjallagösum sem breyttust og þróuðust með lífi. Í þurru lofti, það er lofti sem inniheldur ekki vatnsgufu, er 78% nitur og 21% súrefni. Afgangurinn eða 1% samanstendur af nokkrum gastegundum í litlu magni sem þó eru ekki síður mikilvægar jörðinni.
Þessar gastegundir eru til dæmis koltvíildi og metan sem eru gróðurhúsalofttegundir og stjórna að mestu leyti hitastigi jarðar og valda því að það er tiltölulega notalegt eins og staðan er í dag. Efnasamsetning lofthjúpsins er sem hér segir:
Efni | Magn | Efni | Magn |
nitur (N2) | 78,084% | vetni (H2) | 0,000055% |
súrefni (O2) | 20,946% | nituroxíð (N2O) | 0,00005% |
argon (Ar) | 0,9340% | xenon (Xe) | 0,000009% |
koltvíildi (CO2) | 0,0383% | óson (O3) | 0,000007% |
neon (Ne) | 0,001818% | niturtvíildi (NO2) | 0,000002% |
helín (He) | 0,000524% | joð (I) | 0,000001% |
metan (CH4) | 0,0001745% | koleinildi (CO) | |
krypton (Kr) | 0,000114% | ammoníak (NH3) |
- Hve mikið er af koltvísýringi kringum jörðina? eftir Tómas Jóhannesson
- Er loftslag á jörðinni að breytast og af hverju? eftir Halldór Björnsson
- Af hverju er ekki lofthjúpur utan um allar plánetur? eftir ÞV
- Top of Atmosphere á Wikipedia. Sótt 22. 9. 2010.
Hver eru hlutföll lofttegundanna í lofthjúpnum?
Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um lofthjúpinn á Stjörnufræðivefnum og birt hér með góðfúslegu leyfi.