Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hve mikið er af koltvísýringi kringum jörðina?

Tómas Jóhannesson

Koltvísýringur sem einnig er nefndur koltvíoxíð og koltvíildi, er lofttegund sem hefur á síðustu árum vakið meiri athygli en ætla mætti af því hve sáralítið er af henni í andrúmsloftinu, en hlutfall koltvíoxíðs af rúmmáli lofthjúpsins er einungis 0,037%. Ef allt koltvíoxíð lofthjúpsins væri samankomið óblandað öðrum lofttegundum í þunnu lagi við yfirborð jarðar við staðalaðstæður þá væri þykkt lagsins einungis um 3 metrar. Til samanburðar er veðrahvolf lofthjúpsins 8000-18000 m að þykkt. Magn koltvíoxíðs í lofthjúpnum má einnig gefa upp sem 750 GtC þar sem einingin GtC þýðir gígatonn kolefnis, en erfiðara er fyrir almenning að gera sér grein fyrir magninu þegar það er tiltekið með þessum hætti (forskeytið gíga- stendur fyrir 109).

Þar sem spurningin beinist ekki eingöngu að lofthjúpnum er rétt að nefna að mjög mikið koltvíoxíð er á uppleystu formi í höfunum eða um 40000 GtC sem er meira en fimmtíufalt á við andrúmsloftið. Kolefni er einnig að finna nærri yfirborði jarðar í jarðvegi (1600 GtC), í gróðri og öðrum lífverum (600 GtC), og í margs konar jarðlögum. Kolefni streymir á milli lífríkis, andrúmslofts og hafdjúpa í hringrás sem nefnd er kolefnishringrásin. Hringrás þessi er svo öflug að hún samsvarar því að allt kolefni andrúmsloftins endurnýist á innan við 10 árum.

Kolefni jarðar er að geymt í setlögum og steinum, hafinu, andrúmsloftinu og lífverum. Kolefni færist á milli þessara forða og er þá talað um kolefnishringrás.

Koltvíoxíð er mikilvæg gróðurhúsalofttegund og hefur áhrif á geislunarjafnvægi í lofthjúpnum með því að draga í sig langbylgjugeislun. Aðrar mikilvægar gróðurhúsalofttegundir eru vatnsgufa, metan, tvíköfnunarefnisoxíð eða tvínitursoxíð (N2O), óson og ýmis halógenkolefnissambönd sem maðurinn framleiðir. Gróðurhúsaáhrif eru náttúrulegt fyrirbæri í lofthjúpnum og án þeirra væri 21oC kaldara á jörðinni en nú er og meðalhiti -6oC en ekki +15oC. Þessi náttúrulegu áhrif eru þannig forsenda fyrir lífi á jörðinni í núverandi mynd. Styrkur koltvíoxíðs og nokkurra annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu fer vaxandi af mannavöldum. Talið er að þessi aukning hafi þegar haft áhrif á veðurfar þannig að nú sé af þessum sökum um 0,5oC hlýrra að meðaltali á jörðinni en ella væri.

Styrkur koltvíoxíðs hefur vaxið um 33% frá því fyrir iðnbyltingu, úr um 278 ppmv (einingin ppmv þýðir milljónustu hlutar rúmmáls) í um 370 ppmv árið 2000. Aukning annarra gróðurhúsalofttegunda jafngildir því að styrkur koltvíoxíðs hafi árið 2000 vaxið í um eða yfir 450 ppmv sem svarar til yfir 50% aukningar frá því fyrir iðnbyltingu.

Margar gróðurhúsalofttegundir sem berast út í andrúmsloftið af manna völdum hafa þar langa viðdvöl og hafa áhrif á veðurfar í áratugi og jafnvel aldir eftir að þeim er sleppt út í umhverfið. Afleiðingar í veðurfari eru einnig lengi að koma fram að fullu vegna þess að andrúmsloftið og heimshöfin þurfa tíma til þess að taka við sér. Þessu er lýst með því að tala um svokallaða jafnvægishlýnun. Það er sú hlýnun sem vænta má ef losun gróðurhúsalofttegunda er stöðvuð og andrúmslofti og heimshöfum gefinn tími til að laga sig að aukningunni sem þegar er orðin. Talið er að hlýnun af völdum vaxandi gróðurhúsaáhrifa gangi svo seint fram á næstu áratugum að hún verði aðeins helmingurinn af jafnvægishlýnun á hverjum tíma.

Styrkur CO2 í andrúmslofti og árleg losun (1750-2021).

Síðan 1958 hefur styrkur koltvíoxíðs í andrúmsloftinu verið mældur á eyjunni Mauna Loa í Kyrrahafi og má finna mynd af niðurstöðunum á vef Global Monitoring Laboratory. Myndin sýnir vel hina stöðugu aukningu koltvíoxíðsstyrksins.

Styrkur koltvíoxíðs í andrúmsloftinu hér við Ísland hefur verið mældur í Vestmannaeyjum síðan 1992 í samstarfi Veðurstofunnar og rannsóknastöðvar NOAA í Boulder í Colorado í Bandaríkjunum og má skoða niðurstöðurnar á vefsíðu Global Monitoring Laboratory með því að velja Ísland á kortinu sem birtist og vinna sig svo áfram.

Myndir:

Höfundur

Tómas Jóhannesson

jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands

Útgáfudagur

5.9.2002

Síðast uppfært

20.1.2023

Spyrjandi

Vignir Már Lýðsson, f. 1989

Tilvísun

Tómas Jóhannesson. „Hve mikið er af koltvísýringi kringum jörðina?“ Vísindavefurinn, 5. september 2002, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=352.

Tómas Jóhannesson. (2002, 5. september). Hve mikið er af koltvísýringi kringum jörðina? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=352

Tómas Jóhannesson. „Hve mikið er af koltvísýringi kringum jörðina?“ Vísindavefurinn. 5. sep. 2002. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=352>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hve mikið er af koltvísýringi kringum jörðina?
Koltvísýringur sem einnig er nefndur koltvíoxíð og koltvíildi, er lofttegund sem hefur á síðustu árum vakið meiri athygli en ætla mætti af því hve sáralítið er af henni í andrúmsloftinu, en hlutfall koltvíoxíðs af rúmmáli lofthjúpsins er einungis 0,037%. Ef allt koltvíoxíð lofthjúpsins væri samankomið óblandað öðrum lofttegundum í þunnu lagi við yfirborð jarðar við staðalaðstæður þá væri þykkt lagsins einungis um 3 metrar. Til samanburðar er veðrahvolf lofthjúpsins 8000-18000 m að þykkt. Magn koltvíoxíðs í lofthjúpnum má einnig gefa upp sem 750 GtC þar sem einingin GtC þýðir gígatonn kolefnis, en erfiðara er fyrir almenning að gera sér grein fyrir magninu þegar það er tiltekið með þessum hætti (forskeytið gíga- stendur fyrir 109).

Þar sem spurningin beinist ekki eingöngu að lofthjúpnum er rétt að nefna að mjög mikið koltvíoxíð er á uppleystu formi í höfunum eða um 40000 GtC sem er meira en fimmtíufalt á við andrúmsloftið. Kolefni er einnig að finna nærri yfirborði jarðar í jarðvegi (1600 GtC), í gróðri og öðrum lífverum (600 GtC), og í margs konar jarðlögum. Kolefni streymir á milli lífríkis, andrúmslofts og hafdjúpa í hringrás sem nefnd er kolefnishringrásin. Hringrás þessi er svo öflug að hún samsvarar því að allt kolefni andrúmsloftins endurnýist á innan við 10 árum.

Kolefni jarðar er að geymt í setlögum og steinum, hafinu, andrúmsloftinu og lífverum. Kolefni færist á milli þessara forða og er þá talað um kolefnishringrás.

Koltvíoxíð er mikilvæg gróðurhúsalofttegund og hefur áhrif á geislunarjafnvægi í lofthjúpnum með því að draga í sig langbylgjugeislun. Aðrar mikilvægar gróðurhúsalofttegundir eru vatnsgufa, metan, tvíköfnunarefnisoxíð eða tvínitursoxíð (N2O), óson og ýmis halógenkolefnissambönd sem maðurinn framleiðir. Gróðurhúsaáhrif eru náttúrulegt fyrirbæri í lofthjúpnum og án þeirra væri 21oC kaldara á jörðinni en nú er og meðalhiti -6oC en ekki +15oC. Þessi náttúrulegu áhrif eru þannig forsenda fyrir lífi á jörðinni í núverandi mynd. Styrkur koltvíoxíðs og nokkurra annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu fer vaxandi af mannavöldum. Talið er að þessi aukning hafi þegar haft áhrif á veðurfar þannig að nú sé af þessum sökum um 0,5oC hlýrra að meðaltali á jörðinni en ella væri.

Styrkur koltvíoxíðs hefur vaxið um 33% frá því fyrir iðnbyltingu, úr um 278 ppmv (einingin ppmv þýðir milljónustu hlutar rúmmáls) í um 370 ppmv árið 2000. Aukning annarra gróðurhúsalofttegunda jafngildir því að styrkur koltvíoxíðs hafi árið 2000 vaxið í um eða yfir 450 ppmv sem svarar til yfir 50% aukningar frá því fyrir iðnbyltingu.

Margar gróðurhúsalofttegundir sem berast út í andrúmsloftið af manna völdum hafa þar langa viðdvöl og hafa áhrif á veðurfar í áratugi og jafnvel aldir eftir að þeim er sleppt út í umhverfið. Afleiðingar í veðurfari eru einnig lengi að koma fram að fullu vegna þess að andrúmsloftið og heimshöfin þurfa tíma til þess að taka við sér. Þessu er lýst með því að tala um svokallaða jafnvægishlýnun. Það er sú hlýnun sem vænta má ef losun gróðurhúsalofttegunda er stöðvuð og andrúmslofti og heimshöfum gefinn tími til að laga sig að aukningunni sem þegar er orðin. Talið er að hlýnun af völdum vaxandi gróðurhúsaáhrifa gangi svo seint fram á næstu áratugum að hún verði aðeins helmingurinn af jafnvægishlýnun á hverjum tíma.

Styrkur CO2 í andrúmslofti og árleg losun (1750-2021).

Síðan 1958 hefur styrkur koltvíoxíðs í andrúmsloftinu verið mældur á eyjunni Mauna Loa í Kyrrahafi og má finna mynd af niðurstöðunum á vef Global Monitoring Laboratory. Myndin sýnir vel hina stöðugu aukningu koltvíoxíðsstyrksins.

Styrkur koltvíoxíðs í andrúmsloftinu hér við Ísland hefur verið mældur í Vestmannaeyjum síðan 1992 í samstarfi Veðurstofunnar og rannsóknastöðvar NOAA í Boulder í Colorado í Bandaríkjunum og má skoða niðurstöðurnar á vefsíðu Global Monitoring Laboratory með því að velja Ísland á kortinu sem birtist og vinna sig svo áfram.

Myndir:...