Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er hringrás kolefnis háttað í náttúrunni?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hver er hringrás kolefnis í náttúrunni? Og hvernig tengist hringrás þess hringrás vatns?

Hringrás kolefnis í náttúrunni er afar flókin og margbreytileg enda er kolefnið ein af lykilsameindum lífs hér á jörðu. Í hnotskurn er hægt að lýsa hringrásinni þannig að koltvíoxíð (CO2) er numið úr andrúmslofti við ljóstillífun en skilar sér til baka við öndun og rotnun. Til þess að fá nánari mynd af þessari hringrás er ágætt að fylgjast með „dæmigerðu“ ferðalagi einnar kolefnisfrumeindar um vistkerfið.



Byrjum söguna í andrúmsloftinu þar sem kolefnisfrumeindin er í gasham og bundin tveimur súrefnisfrumeindum sem koltvíoxíð. Þaðan berst kolefnið í plöntu en plöntur nota koltvíoxíð sem hráefni við ljóstillífun. Við ljóstillífun tvístrast koltvíoxíðsameindin, kolefnið er notað til byggingar á lífrænu efni plöntunnar en súrefnisfrumeindirnar losna frá og fara út í andrúmsloftið (O2).

Nánar má lesa um ljóstillífun í svörum Kesara Anamthawat-Jónssonar við spurningunum Hvernig geta plöntur breytt koltvíoxíði í súrefni? og Hvers vegna eru plöntur grænar en ekki fjólubláar eða svartar?

Kolefnisfrumeindin berst svo úr plöntunni yfir í dýraríkið þegar plantan er étin af grasbít sem fær orku úr lífrænum efnum hennar. Þegar hér er komið sögu er um tvær leiðir að ræða fyrir kolefnið okkar, annað hvort losnar það út við öndun grasætunnar sem koltvíoxíð (og þá erum við komin aftur á byrjunarreit) eða það verður að byggingarefni í dýrinu.

Ef það verður að byggingarefni heldur hringrásin áfram þegar grasbíturinn deyr. Þá rotnar dýrið með hjálp ýmissa smálífvera sem í vistfræðinni eru nefndar sundrendur eða rotverur, en það eru dýr af ýmsum flokkunarstigum, aðallega bakteríur og sveppir. Rotverurnar nærast á lífrænum leifum og sundra þeim en við öndun sundrendanna losnar koltvíoxíð út í andrúmsloftið sem úrgangsefni líkt og hjá grasbítnum. Þar með er kolefnisfrumeindin tilbúin að hefja annað hringferðalag, frá andrúmslofti í plöntu, þaðan yfir í dýr og aftur út í andrúmsloftið.

Hér hefur meginhringrás kolefnis í náttúrunni verið lýst í grófum dráttum, en það fer einnig aðrar leiðir. Ein slík er setmyndun kolefnis. Ef kolefni sem áður var í lífverum nær ekki að rotna og berast þannig út í andrúmsloftið festist það í setlögum jarðar. Þannig myndast mór í mýrum og síðar kol en olía og gas, sem einnig eru lífrænar leifar, myndast sennilega undir sjó. Nánar má lesa um þessi ferli í svörum Sigurðar Steinþórssonar við spurningunum Hvað eru steinkol og til hvers eru þau notuð? og Hvernig myndast jarðolía? og svari Leifs Símonarsonar við spurningunni Hversu margir lítrar af olíu eru til í heiminum?

Gríðarleg kolamyndun varð á kolatímabilinu fyrir rúmlega 300 milljónum ára. Kolefnið sem þannig varðveittist í jarðlögum barst ekki aftur í kolefnishringrásina fyrr en menn fóru að grafa upp og brenna kol og síðar olíu. Við brunann losnar kolefnið úr læðingi og berst í andrúmsloftið sem koltvíoxíð og er þar með komið aftur inn í hringrásina.

Í jarðlögum er einnig allmikið af kolefni bundið í kalksteini og öðrum stein- eða bergtegundum Mikil losun verður á kolefni úr þessari „lind“ við jarðhræringar og eldgos og berst það þar með út í andrúmsloftið og inn í meginhringrás kolefnis í náttúrunni.

Koltvíoxíð í lofti leysist einnig í vatni og sjó og myndar þar vetniskarbónatjónir HCO3- og karbónatjónir CO32- sem síðan geta fallið út eða orðið hluti af skel smálífvera og myndað kalkstein.

Tenging kolefnis við hringrás vatns er óveruleg þó talsvert af kolefni skolist úr jarðveginum í sjó með ám og lækjum. Kolefnið á sér sjálfstæða hringrás frá vatni og öðrum efnum í vistkerfinu.

Mynd: Division of Biological Sciences - University of Georgia

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

4.8.2004

Spyrjandi

Eyrún Unnarsdóttir, f. 1985

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig er hringrás kolefnis háttað í náttúrunni?“ Vísindavefurinn, 4. ágúst 2004, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4440.

Jón Már Halldórsson. (2004, 4. ágúst). Hvernig er hringrás kolefnis háttað í náttúrunni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4440

Jón Már Halldórsson. „Hvernig er hringrás kolefnis háttað í náttúrunni?“ Vísindavefurinn. 4. ágú. 2004. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4440>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er hringrás kolefnis háttað í náttúrunni?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hver er hringrás kolefnis í náttúrunni? Og hvernig tengist hringrás þess hringrás vatns?

Hringrás kolefnis í náttúrunni er afar flókin og margbreytileg enda er kolefnið ein af lykilsameindum lífs hér á jörðu. Í hnotskurn er hægt að lýsa hringrásinni þannig að koltvíoxíð (CO2) er numið úr andrúmslofti við ljóstillífun en skilar sér til baka við öndun og rotnun. Til þess að fá nánari mynd af þessari hringrás er ágætt að fylgjast með „dæmigerðu“ ferðalagi einnar kolefnisfrumeindar um vistkerfið.



Byrjum söguna í andrúmsloftinu þar sem kolefnisfrumeindin er í gasham og bundin tveimur súrefnisfrumeindum sem koltvíoxíð. Þaðan berst kolefnið í plöntu en plöntur nota koltvíoxíð sem hráefni við ljóstillífun. Við ljóstillífun tvístrast koltvíoxíðsameindin, kolefnið er notað til byggingar á lífrænu efni plöntunnar en súrefnisfrumeindirnar losna frá og fara út í andrúmsloftið (O2).

Nánar má lesa um ljóstillífun í svörum Kesara Anamthawat-Jónssonar við spurningunum Hvernig geta plöntur breytt koltvíoxíði í súrefni? og Hvers vegna eru plöntur grænar en ekki fjólubláar eða svartar?

Kolefnisfrumeindin berst svo úr plöntunni yfir í dýraríkið þegar plantan er étin af grasbít sem fær orku úr lífrænum efnum hennar. Þegar hér er komið sögu er um tvær leiðir að ræða fyrir kolefnið okkar, annað hvort losnar það út við öndun grasætunnar sem koltvíoxíð (og þá erum við komin aftur á byrjunarreit) eða það verður að byggingarefni í dýrinu.

Ef það verður að byggingarefni heldur hringrásin áfram þegar grasbíturinn deyr. Þá rotnar dýrið með hjálp ýmissa smálífvera sem í vistfræðinni eru nefndar sundrendur eða rotverur, en það eru dýr af ýmsum flokkunarstigum, aðallega bakteríur og sveppir. Rotverurnar nærast á lífrænum leifum og sundra þeim en við öndun sundrendanna losnar koltvíoxíð út í andrúmsloftið sem úrgangsefni líkt og hjá grasbítnum. Þar með er kolefnisfrumeindin tilbúin að hefja annað hringferðalag, frá andrúmslofti í plöntu, þaðan yfir í dýr og aftur út í andrúmsloftið.

Hér hefur meginhringrás kolefnis í náttúrunni verið lýst í grófum dráttum, en það fer einnig aðrar leiðir. Ein slík er setmyndun kolefnis. Ef kolefni sem áður var í lífverum nær ekki að rotna og berast þannig út í andrúmsloftið festist það í setlögum jarðar. Þannig myndast mór í mýrum og síðar kol en olía og gas, sem einnig eru lífrænar leifar, myndast sennilega undir sjó. Nánar má lesa um þessi ferli í svörum Sigurðar Steinþórssonar við spurningunum Hvað eru steinkol og til hvers eru þau notuð? og Hvernig myndast jarðolía? og svari Leifs Símonarsonar við spurningunni Hversu margir lítrar af olíu eru til í heiminum?

Gríðarleg kolamyndun varð á kolatímabilinu fyrir rúmlega 300 milljónum ára. Kolefnið sem þannig varðveittist í jarðlögum barst ekki aftur í kolefnishringrásina fyrr en menn fóru að grafa upp og brenna kol og síðar olíu. Við brunann losnar kolefnið úr læðingi og berst í andrúmsloftið sem koltvíoxíð og er þar með komið aftur inn í hringrásina.

Í jarðlögum er einnig allmikið af kolefni bundið í kalksteini og öðrum stein- eða bergtegundum Mikil losun verður á kolefni úr þessari „lind“ við jarðhræringar og eldgos og berst það þar með út í andrúmsloftið og inn í meginhringrás kolefnis í náttúrunni.

Koltvíoxíð í lofti leysist einnig í vatni og sjó og myndar þar vetniskarbónatjónir HCO3- og karbónatjónir CO32- sem síðan geta fallið út eða orðið hluti af skel smálífvera og myndað kalkstein.

Tenging kolefnis við hringrás vatns er óveruleg þó talsvert af kolefni skolist úr jarðveginum í sjó með ám og lækjum. Kolefnið á sér sjálfstæða hringrás frá vatni og öðrum efnum í vistkerfinu.

Mynd: Division of Biological Sciences - University of Georgia...