Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna eru plöntur grænar en ekki fjólubláar eða svartar?

Kesara Anamthawat-Jónsson

Grasið er grænt vegna litarefnisins blaðgrænu (Chlorophyll) sem er staðsett í grænukornum í laufblöðum plöntunnar. Þetta efni sinnir einu mikilvægasta hlutverkinu í plöntunni sem er kallað ljóstillífun (Photosynthesis). Með ljóstillífun framleiðir plantan næringarefni eins og kolvetni, prótín og fleira. Dýr og menn geta ekki gert þetta og þurfa að borða mat. Plöntur eru mjög merkilegar af því að þær geta notað einföld efni eins og vatn og loft (þ.e. koltvísýring í andrúmslofti) til að framleiða mat, með ljóstillífun eins og sagt var áðan. Eins og orðið ljóstillífun gefur til kynna, þarf plantan að nota ljós í fæðuframleiðslu sína. Ljósið er fullt af orku enda þótt við getum ekki séð það með augum, en hægt er að mæla orkueiningu ljóssins. Þessi orka er kölluð ljóseind (e. photon).

Fyrir hverja ljóseind sem plantan gleypir með blaðgrænu getur hún framleitt fjölda hitaeininga til að mynda einssykur og síðan stærri lífræn efni eins og kolvetni, prótín og fítu. En fyrsta skref í framleiðslunni er ljóstillífun. Hún virkar þannig að ljóseindirnar espa upp blaðgrænusameindir í grænukornum, og við espunina fara rafeindir af stað úr blaðgrænunni og ferðast á milli margra sameinda í grænukornum. Á leiðinni nýtir kerfið ljósorkuna til að mynda efnafræðilega orku og sykur. Ef við lítum til baka í ferlinu, munum við að rafeindir hafa farið af stað frá blaðgrænusameindum og þar þarf plantan að bæta upp það sem vantar. Plantan gerir það með því að brjóta vatnið upp. Rafeindir vatnsins fylla upp í blaðgrænuna, róteindir fara í að hjálpa við orkuframleiðsluna en súrefnisatóm vatnsins koma saman og mynda tvísúrefni eða loftkennt súrefni sem flestar lífverur nota við öndun.

Nú er ljóstillífunarferlinu lýst í stuttu máli. Plantan framleiðir matinn úr sólarljósi, vatni og lofti. Plantan tekur koltvísýring úr lofti en skilar súrefni til baka. En við megum ekki gleyma því að plöntur nota líka súrefni fyrir öndun sína. En það er gott að eiga plöntur af því að þær geta minnkað loftmengun.

Nú er kominn tími til að svara spurningunni af hverju grasið er grænt, ekki blátt eða svart. Svarið er að blaðgrænan sem stundar ljóstillífun hefur sérstaka eiginleika til að gleypa í sig ákveðnar ljósbylgjur úr sólarljósi. Það eru langar bylgjur af rauðu ljósi (eða frá 650 til 680 nm) og stuttar bylgjur af bláu ljósi (eða frá 420 til 480 nm). Við vitum að sólarljós er samsett af mörgum litum eins og regnbogi. Það eru ljóseindir í bláa og rauða hluta sólarljóssins sem plöntur nota við ljóstillífun. Það sem plantan notar ekki eru ljósbylgjurnar á milli rauða og bláa, og þær eru bylgjulengdir græna og gula hluta sólarljóssins. Þessu er svo endurkastað frá laufblöðunum og þess vegna sjáum við græn laufblöð. Ímyndum okkur að við látum aðeins rautt og blátt ljós falla á laufblað, með því að nota gerviljós úr sérstökum ljósaperum. Hvernig er þá gróðurinn á litinn? Svartur.

Sjá einnig svar við spurningunni "Hvernig geta plöntur breytt koltvíoxíði í súrefni?" eftir sama höfund.

Höfundur

Kesara Anamthawat-Jónsson

prófessor í grasafræði og plöntuerfðafræði við HÍ

Útgáfudagur

4.3.2000

Spyrjandi

Aðalsteinn Guðmundsson

Tilvísun

Kesara Anamthawat-Jónsson. „Hvers vegna eru plöntur grænar en ekki fjólubláar eða svartar?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2000, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=179.

Kesara Anamthawat-Jónsson. (2000, 4. mars). Hvers vegna eru plöntur grænar en ekki fjólubláar eða svartar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=179

Kesara Anamthawat-Jónsson. „Hvers vegna eru plöntur grænar en ekki fjólubláar eða svartar?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2000. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=179>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru plöntur grænar en ekki fjólubláar eða svartar?
Grasið er grænt vegna litarefnisins blaðgrænu (Chlorophyll) sem er staðsett í grænukornum í laufblöðum plöntunnar. Þetta efni sinnir einu mikilvægasta hlutverkinu í plöntunni sem er kallað ljóstillífun (Photosynthesis). Með ljóstillífun framleiðir plantan næringarefni eins og kolvetni, prótín og fleira. Dýr og menn geta ekki gert þetta og þurfa að borða mat. Plöntur eru mjög merkilegar af því að þær geta notað einföld efni eins og vatn og loft (þ.e. koltvísýring í andrúmslofti) til að framleiða mat, með ljóstillífun eins og sagt var áðan. Eins og orðið ljóstillífun gefur til kynna, þarf plantan að nota ljós í fæðuframleiðslu sína. Ljósið er fullt af orku enda þótt við getum ekki séð það með augum, en hægt er að mæla orkueiningu ljóssins. Þessi orka er kölluð ljóseind (e. photon).

Fyrir hverja ljóseind sem plantan gleypir með blaðgrænu getur hún framleitt fjölda hitaeininga til að mynda einssykur og síðan stærri lífræn efni eins og kolvetni, prótín og fítu. En fyrsta skref í framleiðslunni er ljóstillífun. Hún virkar þannig að ljóseindirnar espa upp blaðgrænusameindir í grænukornum, og við espunina fara rafeindir af stað úr blaðgrænunni og ferðast á milli margra sameinda í grænukornum. Á leiðinni nýtir kerfið ljósorkuna til að mynda efnafræðilega orku og sykur. Ef við lítum til baka í ferlinu, munum við að rafeindir hafa farið af stað frá blaðgrænusameindum og þar þarf plantan að bæta upp það sem vantar. Plantan gerir það með því að brjóta vatnið upp. Rafeindir vatnsins fylla upp í blaðgrænuna, róteindir fara í að hjálpa við orkuframleiðsluna en súrefnisatóm vatnsins koma saman og mynda tvísúrefni eða loftkennt súrefni sem flestar lífverur nota við öndun.

Nú er ljóstillífunarferlinu lýst í stuttu máli. Plantan framleiðir matinn úr sólarljósi, vatni og lofti. Plantan tekur koltvísýring úr lofti en skilar súrefni til baka. En við megum ekki gleyma því að plöntur nota líka súrefni fyrir öndun sína. En það er gott að eiga plöntur af því að þær geta minnkað loftmengun.

Nú er kominn tími til að svara spurningunni af hverju grasið er grænt, ekki blátt eða svart. Svarið er að blaðgrænan sem stundar ljóstillífun hefur sérstaka eiginleika til að gleypa í sig ákveðnar ljósbylgjur úr sólarljósi. Það eru langar bylgjur af rauðu ljósi (eða frá 650 til 680 nm) og stuttar bylgjur af bláu ljósi (eða frá 420 til 480 nm). Við vitum að sólarljós er samsett af mörgum litum eins og regnbogi. Það eru ljóseindir í bláa og rauða hluta sólarljóssins sem plöntur nota við ljóstillífun. Það sem plantan notar ekki eru ljósbylgjurnar á milli rauða og bláa, og þær eru bylgjulengdir græna og gula hluta sólarljóssins. Þessu er svo endurkastað frá laufblöðunum og þess vegna sjáum við græn laufblöð. Ímyndum okkur að við látum aðeins rautt og blátt ljós falla á laufblað, með því að nota gerviljós úr sérstökum ljósaperum. Hvernig er þá gróðurinn á litinn? Svartur.

Sjá einnig svar við spurningunni "Hvernig geta plöntur breytt koltvíoxíði í súrefni?" eftir sama höfund....