Mig hefur lengi langað til þess að vita hvernig lakkrís er framleiddur. Hvernig er lakkrís framleiddur og úr hvaða hráefnum? Hvernig og úr hverju er lakkrís unninn og getur hann verið hollur fyrir mann?Ef hér er átt við sælgætið lakkrís þá dregur það nafn sitt af því að bragðefnið sem notað er í það kemur gjarnan úr lakkrísrót. Lakkrísrótin er rót plöntunnar Glycyrrhiza glabra sem vex í Suður-Evrópu og Austurlöndum. Nafnið er dregið af gríska orðinu glykyrrhiza sem þýðir „sæt rót“ og á það mjög vel við því rótin er margfalt sætari en sykur. Heitið lakkrís er þekkt í íslensku frá 18. öld og er komið úr dönsku 'lakrids'.
- Liquorice - Wikipedia, the free encyclopedia.
- Liquorice (confectionery) - Wikipedia, the free encyclopedia.
- How to make LIQUORICE - YouTube.
- Lyfja - Heilsa og vellíðan > Náttúruvörur > Greinar > Lakkrís.
- Magnús Jóhannsson. Getur lakkrís hækkað blóðþrýstinginn? - Mbl.is.
- Sigmundur Guðbjarnason. Lakkrís - rótin er notuð sem bragðefni og lyf. Tímarit um raunvísindi og stærðfræði. 1. árg. 1. hefti 2003.
- Mynd af Glycyrrhiza glabra: Middle Path. (Sótt 12. 6. 2014).
- Mynd af lakkrísrúllum: Liquorice (confectionery) - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 12. 6. 2014).
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2014.