Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig springa menn á limminu?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið limm virðist ekki notað nema í þessu eina orðasambandi að springa á limminu. Það er fletta í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:563) og er þaðan vísað í dimmalimm í merkingunni ‘ölórar; drykkjusöngur’. Ásgeir telur að limm sé líklega stytting úr dimmalimm. Þegar menn hafa fengið sér vel neðan í því eiga margir það til að fara að syngja, sérstaklega ef fleiri eru saman, og syngja þá oft hærra en þeir í raun geta og springa á limminu.

Dimmalimm er tökuorð úr dönsku og líklega ummyndum á latneska orðinu dêlîrium 'óráð, æði, drykkjuæði'. Limm er líklega stytting úr dimmalimm. Þegar menn hafa fengið sér vel neðan í því eiga margir það til að fara að syngja, sérstaklega ef fleiri eru saman, og syngja þá oft hærra en þeir í raun geta og springa á limminu.

Orðasambandið í þeirri merkingu er til að minnsta kosti frá því á fyrri hluta 20. aldar (samanber Timarit.is). Flestir kannast við kvæðið um tíu litla negrastráka. Þeim fækkaði jafnt og þétt vegna ýmissa óhappa og:

Sex litlir negrastrákar
sungu dimmalimm.
Einn þeirra sprakk á limminu
Og þá voru eftir fimm.

„Einn þeirra sprakk á limminu“.

Á mynd í bók um negrastrákana var einmitt sýnt að sex voru að syngja en einn féll úr hópnum.

Síðar er farið að nota orðasambandið í víðari merkingu um að ‘gefast upp á lokasprettinum, halda eitthvað ekki út’. Sú er merkingin í eftirfarandi dæmi úr Skáldatíma Halldórs Laxness (1963:212):

Æ það er þessi frá Íslandi, sögðu forleggjarar sitt í hverri áttinni — það var reynt að blása hann út hérum árið en hann sprakk á fyrsta limminu.

Orðið dimmalimm er tökuorð úr dönsku. Nafnorðið dimmelim merkir þar ‘drykkjuórar’ og lýsingarorðið dimmelim ‘ölóður’ og er samkvæmt Ásgeiri Blöndal líklega ummyndun á latneska orðinu dêlîrium ‘óráð, æði, drykkkjuæði’ fyrir áhrif frá dönsku sögninni dimle ‘reika, rangla’. Dönsku orðin eru lítið notuð nú og eru ekki flettur í Dansk ordbog en finnast í sögulegu orðabókinni Ordbog over det danske sprog (sjá ordnet.dk).

Heimildir:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans: Reykjavík.
  • Halldór Laxness. 1963. Skáldatími. Helgafell: Reykjavík.

Myndir:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

9.3.2018

Spyrjandi

Páll Garðarsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig springa menn á limminu?“ Vísindavefurinn, 9. mars 2018, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74300.

Guðrún Kvaran. (2018, 9. mars). Hvernig springa menn á limminu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74300

Guðrún Kvaran. „Hvernig springa menn á limminu?“ Vísindavefurinn. 9. mar. 2018. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74300>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig springa menn á limminu?
Orðið limm virðist ekki notað nema í þessu eina orðasambandi að springa á limminu. Það er fletta í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:563) og er þaðan vísað í dimmalimm í merkingunni ‘ölórar; drykkjusöngur’. Ásgeir telur að limm sé líklega stytting úr dimmalimm. Þegar menn hafa fengið sér vel neðan í því eiga margir það til að fara að syngja, sérstaklega ef fleiri eru saman, og syngja þá oft hærra en þeir í raun geta og springa á limminu.

Dimmalimm er tökuorð úr dönsku og líklega ummyndum á latneska orðinu dêlîrium 'óráð, æði, drykkjuæði'. Limm er líklega stytting úr dimmalimm. Þegar menn hafa fengið sér vel neðan í því eiga margir það til að fara að syngja, sérstaklega ef fleiri eru saman, og syngja þá oft hærra en þeir í raun geta og springa á limminu.

Orðasambandið í þeirri merkingu er til að minnsta kosti frá því á fyrri hluta 20. aldar (samanber Timarit.is). Flestir kannast við kvæðið um tíu litla negrastráka. Þeim fækkaði jafnt og þétt vegna ýmissa óhappa og:

Sex litlir negrastrákar
sungu dimmalimm.
Einn þeirra sprakk á limminu
Og þá voru eftir fimm.

„Einn þeirra sprakk á limminu“.

Á mynd í bók um negrastrákana var einmitt sýnt að sex voru að syngja en einn féll úr hópnum.

Síðar er farið að nota orðasambandið í víðari merkingu um að ‘gefast upp á lokasprettinum, halda eitthvað ekki út’. Sú er merkingin í eftirfarandi dæmi úr Skáldatíma Halldórs Laxness (1963:212):

Æ það er þessi frá Íslandi, sögðu forleggjarar sitt í hverri áttinni — það var reynt að blása hann út hérum árið en hann sprakk á fyrsta limminu.

Orðið dimmalimm er tökuorð úr dönsku. Nafnorðið dimmelim merkir þar ‘drykkjuórar’ og lýsingarorðið dimmelim ‘ölóður’ og er samkvæmt Ásgeiri Blöndal líklega ummyndun á latneska orðinu dêlîrium ‘óráð, æði, drykkkjuæði’ fyrir áhrif frá dönsku sögninni dimle ‘reika, rangla’. Dönsku orðin eru lítið notuð nú og eru ekki flettur í Dansk ordbog en finnast í sögulegu orðabókinni Ordbog over det danske sprog (sjá ordnet.dk).

Heimildir:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans: Reykjavík.
  • Halldór Laxness. 1963. Skáldatími. Helgafell: Reykjavík.

Myndir:

...