Sex litlir negrastrákarÁ mynd í bók um negrastrákana var einmitt sýnt að sex voru að syngja en einn féll úr hópnum. Síðar er farið að nota orðasambandið í víðari merkingu um að ‘gefast upp á lokasprettinum, halda eitthvað ekki út’. Sú er merkingin í eftirfarandi dæmi úr Skáldatíma Halldórs Laxness (1963:212):
sungu dimmalimm.
Einn þeirra sprakk á limminu
Og þá voru eftir fimm.
Æ það er þessi frá Íslandi, sögðu forleggjarar sitt í hverri áttinni — það var reynt að blása hann út hérum árið en hann sprakk á fyrsta limminu.Orðið dimmalimm er tökuorð úr dönsku. Nafnorðið dimmelim merkir þar ‘drykkjuórar’ og lýsingarorðið dimmelim ‘ölóður’ og er samkvæmt Ásgeiri Blöndal líklega ummyndun á latneska orðinu dêlîrium ‘óráð, æði, drykkkjuæði’ fyrir áhrif frá dönsku sögninni dimle ‘reika, rangla’. Dönsku orðin eru lítið notuð nú og eru ekki flettur í Dansk ordbog en finnast í sögulegu orðabókinni Ordbog over det danske sprog (sjá ordnet.dk). Heimildir:
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans: Reykjavík.
- Halldór Laxness. 1963. Skáldatími. Helgafell: Reykjavík.
- Free vector graphic: Drunk Sailors, Partying, Party - Free Image on Pixabay - 32977. (Sótt 8.03.2018).
- Bókaspjall - Sex litlir negrastrákar sungu dimmalimm einn... | Facebook. (Sótt 8.03.2018).