Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 131 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ég sá dauðar marglyttur í hundraðatali í Hvalfirði, hvað veldur þessum dauða?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Guðmundur Búi heiti ég og er áhugaljósmyndari. Ég ákvað einsog svo oft áður að skella mér í mynda-rúnt inn í Hvalfjörð þann 6. október 2013. Ég hafði verið að taka myndir hér og þar í firðinum og var staddur við gamla Botnskálann þegar að mér er litið niður í fjöru og sá þa...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað eru hitahillingar og hvernig er hægt að útskýra þær á vísindalegan hátt?

Með misleitu efni, þar sem svonefndur ljósbrotstuðull (e. index of refraction) breytist með staðsetningu í efninu, verður tilveran fjölbreyttari en þegar brotstuðulinn er sá sami alls staðar í efninu. Þá svigna ljósgeislar á ferð sinni um efnið. Þar sem breyting á hitastigi með hæð í loftlögum næst jörðu veldur br...

category-iconLæknisfræði

Hvað er drep?

Í orðabanka Íslenskrar málstöðvar sem nálgast má á netinu er orðið drep notað sem þýðing á nokkrum hugtökum. Eitt þeirra er orðið infarction sem er notað til dæmis í sambandi við hjartaáfall og heilablóðfall, það er þegar hluti af hjarta- eða heilavef drepst vegna súrefnisskorts. Drep er líka notað yfir orðið n...

category-iconLæknisfræði

Hver var Ignaz Semmelweis og hvert var framlag hans til læknisfræðinnar?

Ungverski læknirinn Ignaz Philipp Semmelweis var meðal fremstu lækna sinnar tíðar. Uppgötvun hans á orsökum barnsfarasóttar (e. puerperal fever) og forvörnum gegn henni færði honum nafnbótina „bjargvættur mæðra“, þrátt fyrir mikla andstöðu annarra lækna. Hann sýndi fram á að handþvottur gæti með áhrifaríkum hætti ...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er inni í Kaaba í Mekka?

Kaaba eða Ka'bah er steinkassi eða steinhús í miðri al-Haram-moskunni í Mekka. Ka'bah gegnir heilögu hlutverki hjá múslimum, enda telja þeir að Abraham hafi byggt það. Svarti steinninn í Mekka, sem einnig er heilagur, er greyptur í austurhorn Ka'bah. Þegar farið er í pílagrímsferð (hajj) til Mekka er nauðsynlegt ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig líta jagúar, hlébarði og púma út?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvernig líta jagúar, hlébarði og púma út? Hver er munurinn á þessum kattartegundum? Talsverður munur er á jagúar, hlébarða og púmu (fjallaljóni) en þó er nokkuð algengt að fólk rugli saman fyrstu tveimur tegundunum enda eru þau um margt lík við fyrstu sýn. Púman sker sig hins ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu gamlir geta froskar orðið?

Við þessari spurningu er ekki eitt algilt svar þar sem froskategundirnar eru yfir 5.000 talsins og töluverður breytileiki er á milli tegunda. Í raun er ekki mikið vitað um langlífi froska, en almenna reglan er þó sú að því stærri sem tegundirnar eru því eldri verða einstaklingarnir. Vissulega eru undantekningar fr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera kolklikkaður og hefur það eitthvað með kol að gera?

Forliðurinn kol- er notaður í ýmsum samsettum orðum (til dæmis kolklikkaður, kolbrjálaður, kolvitlaus og kolsvartur) til þess að herða á merkingunni. Sá sem er kolklikkaður er enn klikkaðri en sá sem er klikkaður og kolsvart er enn svartara en það sem er svart. Spyrjandi vill vita hvort forliðurinn hafi eitthva...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað syndir hvítháfur hratt?

Ekki er alveg ljóst hversu hratt hvítháfurinn (Carcharodon carcharias) getur synt þar sem það hefur lítið verið mælt. Á vef ReefQuest Centre for Shark Research kemur þó fram að margir hákarlafræðingar telji hvítháfinn geta náð að minnsta kosti hraðanum 40 km/klst. Þar kemur einnig fram að sumir telji hann getað ná...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir að vera grandvar og grandlaus?

Orðið grandvar merkir ‘samviskusamur, siðprúður, varkár, nákvæmur’ en grand(a)laus merkti í fornu máli ‘saklaus’ en í nútíma máli ‘sem á sér einskis ills von, grunlaus’. Einnig má nefna orðin grandgæfni ‘vandvirkni, nákvæmni’ og grandskoða, einnig ritað grannskoða, ‘skoða vandlega’ (sjá Íslenska orðsifjabók 1989:2...

category-iconLæknisfræði

Af hverju deyja börn vöggudauða?

Upprunalegu spurningarnar hljóðuðu svona:Hverjar eru helstu orsakir vöggudauða?Hvernig má koma í veg fyrir vöggudauða? Vöggudauði hefur verið skilgreindur sem skyndilegur, óvæntur og óútskýranlegur dauði heilbrigðs ungbarns á fyrsta ári, oftast við tveggja til fjögurra mánaða aldur. Tíðni vöggudauða á Íslandi er ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Drepast ormar í frosti?

Eðlileg viðbrögð ánamaðka þegar jarðvegur frýs er að leita dýpra niður í jarðveginn þar sem frostið nær ekki niður. Þar leggst ánamaðkurinn í dvala. Fyrst gerir hann sér eins konar kúlulaga bæli og hringar sig upp í hnykil. Bælið er fóðrað að innan með þunnu slímlagi sem hefur það hlutverk að verja ánamaðkinn fyri...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað gerist við rotnun mannslíkamans?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað er maður lengi að rotna eftir að hann er grafinn?Hvernig rotna menn, það er hvernig er rotnunarferlið?Af hverju rotna manna- og dýralíkamar eftir dauðann? Hvaðan koma rotverurnar (litlu hvítu ormarnir) sem éta lífverur eftir að þær deyja?Fræðin um niðurbrot líkama eftir dauð...

category-iconLæknisfræði

Af hverju deyr fólk?

Það má nálgast þessa spurningu á margan hátt, það er hægt að vera með heimspekilegar vangaveltur um líf og dauða (sem þó verður ekki gert hér), skoða hvað það er sem gerist í líkamanum sem veldur því að við deyjum og einnig má skoða hvað það er sem helst dregur okkur til dauða. Það eru ýmsar ástæður fyrir því ...

category-iconTölvunarfræði

Hvernig geta mínir nánustu látið loka Facebook-síðunni minni þegar ég geispa golunni?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Komið þið sæl. Ég er á Facebook. Þegar ég geispa golunn, hvernig geta þá mínir nánustu lokað eða látið loka síðunni? (Ruslpóstvörn er áreiðanlega ágæt, en kallar eins og ég eru fljótir að gleyma). Nútímatækni leysir ýmis vandamál en getur einnig búið til önnur. ...

Fleiri niðurstöður