Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað merkir að vera grandvar og grandlaus?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið grandvar merkir ‘samviskusamur, siðprúður, varkár, nákvæmur’ en grand(a)laus merkti í fornu máli ‘saklaus’ en í nútíma máli ‘sem á sér einskis ills von, grunlaus’. Einnig má nefna orðin grandgæfni ‘vandvirkni, nákvæmni’ og grandskoða, einnig ritað grannskoða, ‘skoða vandlega’ (sjá Íslenska orðsifjabók 1989:272–273).

Sá sem vinnur nákvæmnisvinnu getur verið kallaður grandvar en að vera grandvar getur einnig þýtt að viðkomandi sé samviskusamur, siðprúður eða varkár.

Svo virðist sem fyrri liður sé af tvennum toga. Annars vegar er nafnorðið grand í merkingunni ‘tjón, mein; harmur, dauði’, leitt af sögninni granda ‘vinna tjón’ og þar eiga lýsingarorðin grand(a)laus og grandvar og nafnorðið grandgæfni heima. Hins vegar er nafnorðið grann ‘nákvæmni’ og þar á grannskoða sýnilega heima. Rithátturinn með -nd- er líklega orðinn til fyrir áhrif frá nafnorðinu grand.

Heimild:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

30.12.2016

Spyrjandi

Lilja Ragnarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir að vera grandvar og grandlaus?“ Vísindavefurinn, 30. desember 2016, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72871.

Guðrún Kvaran. (2016, 30. desember). Hvað merkir að vera grandvar og grandlaus? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72871

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir að vera grandvar og grandlaus?“ Vísindavefurinn. 30. des. 2016. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72871>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir að vera grandvar og grandlaus?
Orðið grandvar merkir ‘samviskusamur, siðprúður, varkár, nákvæmur’ en grand(a)laus merkti í fornu máli ‘saklaus’ en í nútíma máli ‘sem á sér einskis ills von, grunlaus’. Einnig má nefna orðin grandgæfni ‘vandvirkni, nákvæmni’ og grandskoða, einnig ritað grannskoða, ‘skoða vandlega’ (sjá Íslenska orðsifjabók 1989:272–273).

Sá sem vinnur nákvæmnisvinnu getur verið kallaður grandvar en að vera grandvar getur einnig þýtt að viðkomandi sé samviskusamur, siðprúður eða varkár.

Svo virðist sem fyrri liður sé af tvennum toga. Annars vegar er nafnorðið grand í merkingunni ‘tjón, mein; harmur, dauði’, leitt af sögninni granda ‘vinna tjón’ og þar eiga lýsingarorðin grand(a)laus og grandvar og nafnorðið grandgæfni heima. Hins vegar er nafnorðið grann ‘nákvæmni’ og þar á grannskoða sýnilega heima. Rithátturinn með -nd- er líklega orðinn til fyrir áhrif frá nafnorðinu grand.

Heimild:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.

Mynd:

...