Nú skal tekið fram að ekki er hægt að ábyrgjast þessar heimildir. Ekki fundust neinar vísindagreinar á vefnum sem styðja banvæn áhrif hláturs og engar nákvæmar útlistanir á því hvernig hláturinn nákvæmlega dró þessa einstaklinga eða aðra til dauða. Á meðan við höfum ekki komist yfir slíkar heimildir vill Vísindavefurinn því ekki fullyrða að hlátur geti dregið fólk til dauða. Andstætt þeirri fullyrðingu að geta dáið úr hlátri er hinn velþekkti frasi “hláturinn lengir lífið”. Miklu fleira virðist styðja þá fullyrðingu og jákvæðar niðurstöður komið út úr rannsóknum sem gerðar hafa verið á áhrifum hláturs á líf og heilsu fólks. Við hljótum því að mæla með að fólk hlægi sem oftast og bendum í því sambandi á föstudagssvörin hér á Vísindavefnum sem gjarnan kalla fram bros hjá lesandanum og jafnvel hlátur. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hvað er hlátur og af hverju hlæjum við?
- Hvers vegna hlæjum við að óförum annarra?
- Hvers vegna hlær fólk þegar það er kitlað?
- Hvað sögðu heimspekingar til forna um hlátur?
- Fatal hilarity á Wikipedia. Sótt 12. 03. 2008.
- The Last Laugh's on Him á Urban Legends. Sótt 12. 03. 2008.
- How Laughter Works á How Stuff Works. Sótt 12. 3. 2008.
- Mynd: kristjanag.blog.is
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.