Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að deyja úr hlátri?

EDS

“Ég gæti dáið úr hlátri” - eitthvað þessu líkt hefur verið sagt í að minnsta kosti 400 ár því í Oxford English Dictionary frá árinu 1596 er að finna setningu sem þar sem talað er um að deyja úr hlátri. En getur hlátur raunverulega dregið fólk til dauða?

Á Wikipedia og fleiri vefsíðum eru taldir upp nokkrir einstaklingar sem eiga að hafa dáið úr hlátri. Það er einkum tvennt við hláturinn sem talið er geta orsakað dauða. Annars vegar köfnun vegna súrefnisskorts, þá hugsanlega vegna þess að viðkomandi hafi átt við einhvern sjúkdóm í lungum eða öndunarfærum að stríða. Hins vegar er hjartaáfall eða hjartastopp og er þessi ástæða sögð algengari.

Dæmi um einstaklinga sem sagðir eru hafa dáið úr hlátri eru Bretinn Alex Mitchell sem hló svo svakalega að sjónvarpþætti sem hann var að horfa á að eftir 25 mínútna hlátur gafst hjartað upp. Þetta gerðist árið 1975. Árið 1989 átti hin bráðfyndna kvikmynd Fiskurinn Vanda þátt í dauða Danans Ole Bentzen og árið 2003 lést tælenskur maður að nafni Damnoen Saen-um eftir viðstöðulausan hlátur í svefni og er talið að annað hvort hafi verið um köfnun eða hjaraáfall að ræða.



"Að deyja úr hlátri" eða "hláturinn lengir lífið" - hvort ætli eigi betur við hér?

Nú skal tekið fram að ekki er hægt að ábyrgjast þessar heimildir. Ekki fundust neinar vísindagreinar á vefnum sem styðja banvæn áhrif hláturs og engar nákvæmar útlistanir á því hvernig hláturinn nákvæmlega dró þessa einstaklinga eða aðra til dauða. Á meðan við höfum ekki komist yfir slíkar heimildir vill Vísindavefurinn því ekki fullyrða að hlátur geti dregið fólk til dauða.

Andstætt þeirri fullyrðingu að geta dáið úr hlátri er hinn velþekkti frasi “hláturinn lengir lífið”. Miklu fleira virðist styðja þá fullyrðingu og jákvæðar niðurstöður komið út úr rannsóknum sem gerðar hafa verið á áhrifum hláturs á líf og heilsu fólks. Við hljótum því að mæla með að fólk hlægi sem oftast og bendum í því sambandi á föstudagssvörin hér á Vísindavefnum sem gjarnan kalla fram bros hjá lesandanum og jafnvel hlátur.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

12.3.2008

Spyrjandi

Úlfar Björnsson Árdal, f. 1993

Tilvísun

EDS. „Er hægt að deyja úr hlátri?“ Vísindavefurinn, 12. mars 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7231.

EDS. (2008, 12. mars). Er hægt að deyja úr hlátri? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7231

EDS. „Er hægt að deyja úr hlátri?“ Vísindavefurinn. 12. mar. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7231>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að deyja úr hlátri?
“Ég gæti dáið úr hlátri” - eitthvað þessu líkt hefur verið sagt í að minnsta kosti 400 ár því í Oxford English Dictionary frá árinu 1596 er að finna setningu sem þar sem talað er um að deyja úr hlátri. En getur hlátur raunverulega dregið fólk til dauða?

Á Wikipedia og fleiri vefsíðum eru taldir upp nokkrir einstaklingar sem eiga að hafa dáið úr hlátri. Það er einkum tvennt við hláturinn sem talið er geta orsakað dauða. Annars vegar köfnun vegna súrefnisskorts, þá hugsanlega vegna þess að viðkomandi hafi átt við einhvern sjúkdóm í lungum eða öndunarfærum að stríða. Hins vegar er hjartaáfall eða hjartastopp og er þessi ástæða sögð algengari.

Dæmi um einstaklinga sem sagðir eru hafa dáið úr hlátri eru Bretinn Alex Mitchell sem hló svo svakalega að sjónvarpþætti sem hann var að horfa á að eftir 25 mínútna hlátur gafst hjartað upp. Þetta gerðist árið 1975. Árið 1989 átti hin bráðfyndna kvikmynd Fiskurinn Vanda þátt í dauða Danans Ole Bentzen og árið 2003 lést tælenskur maður að nafni Damnoen Saen-um eftir viðstöðulausan hlátur í svefni og er talið að annað hvort hafi verið um köfnun eða hjaraáfall að ræða.



"Að deyja úr hlátri" eða "hláturinn lengir lífið" - hvort ætli eigi betur við hér?

Nú skal tekið fram að ekki er hægt að ábyrgjast þessar heimildir. Ekki fundust neinar vísindagreinar á vefnum sem styðja banvæn áhrif hláturs og engar nákvæmar útlistanir á því hvernig hláturinn nákvæmlega dró þessa einstaklinga eða aðra til dauða. Á meðan við höfum ekki komist yfir slíkar heimildir vill Vísindavefurinn því ekki fullyrða að hlátur geti dregið fólk til dauða.

Andstætt þeirri fullyrðingu að geta dáið úr hlátri er hinn velþekkti frasi “hláturinn lengir lífið”. Miklu fleira virðist styðja þá fullyrðingu og jákvæðar niðurstöður komið út úr rannsóknum sem gerðar hafa verið á áhrifum hláturs á líf og heilsu fólks. Við hljótum því að mæla með að fólk hlægi sem oftast og bendum í því sambandi á föstudagssvörin hér á Vísindavefnum sem gjarnan kalla fram bros hjá lesandanum og jafnvel hlátur.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....