Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gerist við rotnun mannslíkamans?

Gunnlaugur Geirsson (1940-2022)

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvað er maður lengi að rotna eftir að hann er grafinn?
  • Hvernig rotna menn, það er hvernig er rotnunarferlið?
  • Af hverju rotna manna- og dýralíkamar eftir dauðann?
  • Hvaðan koma rotverurnar (litlu hvítu ormarnir) sem éta lífverur eftir að þær deyja?
Fræðin um niðurbrot líkama eftir dauða hafa verið nefnd „taphonomy“ á ensku. Breytingar þær, sem verða í mannslíkamanum eftir dauðann eru mismunandi eftir aðstæðum í umhverfi líksins. Niðurbrotið (e. decomposition) er mismunandi eftir því hvort líkið er grafið í jörðu og hver umbúnaður þess er svo sem kista, eða hvort það liggur í vatni ellegar er úti undir beru lofti.

Greftrunarsiðir eru og hafa verið með ýmsu móti. Sums staðar eru líkin varðveitt með því að spýta inn í þau efnum sem tefja rotnun og nefnist það smurning (e. embalming). Alkunn er til dæmis viðleitni Forn-Egypta til að varðveita líkama hástéttarfólks með því að fjarlægja innyfli en varðveita aðra hluta líkamans, með smurningu og þornun svo þeir hafa geymst sem „múmíur“ til okkar daga. Lesa má meira um smurningu í svari Jóns Gunnars Þorsteinssonar við spurningunni Eru lík smurð á Íslandi?

Niðurbrot vefja eftir dauðann verða annars vegar fyrir niðurbrot efnakljúfa, sem eru fyrir hendi í vefjafrumum (e. autolysis) en hins vegar vegna rotnunar fyrir tilstilli gerla (e. putrefaction). Við það bætist að lík þeirra sem deyja á víðavangi eða drukkna verða fyrir ágangi frá umhverfinu, svo sem skordýrum, marflóm, fuglum og fleiru.

Niðurbrot efnakljúfa - sjálfrot
Þegar dauðann ber að stöðvast efnahvörf í frumum líkamans. Efnakljúfum líkamsfrumna er haldið í skefjum til þess að starfa skipulega í örsmáum bólum í frymi lifandi frumna en þegar lífið slokknar losna þessi efni úr læðingi og taka að brjóta frumurnar niður.

Rotnun vegna gerla
Gerlar sem eiga sér bústað í manninum taka að fjölga sér strax eftir andlátið. Byrjar sú starfsemi í þörmum þannig að gerlarnir dreifa sér frá innyflum eftir æðum sem þeir nota sem brautir til þess að fara um allan líkamann. Gerlarnir framleiða efni sem brjóta niður vefi og má greina það á niðurbroti blóðs, sem veldur grænleitri upplitun. Á öðrum degi eftir andlát sést því grænleit slikja á kviðvegg látins manns. Samtímis því að brjóta niður vefi mynda gerlarnir loft. Þeir eru hitakærir og því verður niðurbrot örara ef lík er í heitu umhverfi eftir andlátið en sé líkaminn kældur niður hægist öll starfsemi gerla og þar með niðurbrot vefja. Við niðurbrotið koma fram daunillar lofttegundir til dæmis brennisteinsvetni og er þá talað um nálykt.

Þar sem lík liggur óvarið í röku og heitu umhverfi brotna mjúkvefir hratt niður, fyrst innyfli, þá heili, nýru, vöðvar, leg og blöðruhálskirtill en síðast bein og tennur. Ef skordýr ná að komast að líki stuðlar það að mun hraðara niðurbroti mjúkvefja. Verður það einkum ef maðkaflugur ná að verpa víum sínum í líkamsop eða sár að lirfur þeirra (maðkarnir) nærast á vefjum. Bein og tennur varðveitast mun lengur en mjúkvefir en smám saman verða harðir vefir einnig að dufti.

Samkvæmt framanskráðu er ekki unnt að alhæfa um það hvenær líkami er orðinn að dufti eftir greftrun en líkami sem er djúpt í moldu án kistu getur verið 10-12 ár að brotna niður þar til beinagrindin ein er eftir. Í rökum, súrum jarðvegi getur kalkhluti beina og tanna tærst tiltölulega fljótt en svo sem kunnugt er finnast oft ævaforn bein, sem varðveist hafa í þurru umhverfi eða sterkum kistum. Afar heillegir líkamar manna, sem fundust í mómýrum á Jótlandi reyndust vera frá bronsöld og höfðu varðveist vel til okkar daga sökum þess að jarðvegurinn hafði að geyma sútunarsýru, sem sútað hefur hold þeirra sem þar voru grafnir. Sýran leysti hins vegar upp kalkið í beinum líkamans svo eftir var mjög vel varðveitt holdið.

Þess má geta að í íslenskum lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu frá 1993 segir í 29. grein að grafir skuli friðaðar í 75 ár.

Hægt er að lesa meira um rotnun á ýmsum síðum á netinu, til dæmis á:

Höfundur

prófessor emeritus í réttarlæknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

27.1.2005

Spyrjandi

Júlíana Gunnarsdóttir
Sædís Magnúsdóttir, f. 1990
Baldvin Gunnarsson, f. 1990
Anna Helgadóttir
Þórdís Sigþórsdóttir, f. 1989

Tilvísun

Gunnlaugur Geirsson (1940-2022). „Hvað gerist við rotnun mannslíkamans?“ Vísindavefurinn, 27. janúar 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4728.

Gunnlaugur Geirsson (1940-2022). (2005, 27. janúar). Hvað gerist við rotnun mannslíkamans? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4728

Gunnlaugur Geirsson (1940-2022). „Hvað gerist við rotnun mannslíkamans?“ Vísindavefurinn. 27. jan. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4728>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað gerist við rotnun mannslíkamans?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hvað er maður lengi að rotna eftir að hann er grafinn?
  • Hvernig rotna menn, það er hvernig er rotnunarferlið?
  • Af hverju rotna manna- og dýralíkamar eftir dauðann?
  • Hvaðan koma rotverurnar (litlu hvítu ormarnir) sem éta lífverur eftir að þær deyja?
Fræðin um niðurbrot líkama eftir dauða hafa verið nefnd „taphonomy“ á ensku. Breytingar þær, sem verða í mannslíkamanum eftir dauðann eru mismunandi eftir aðstæðum í umhverfi líksins. Niðurbrotið (e. decomposition) er mismunandi eftir því hvort líkið er grafið í jörðu og hver umbúnaður þess er svo sem kista, eða hvort það liggur í vatni ellegar er úti undir beru lofti.

Greftrunarsiðir eru og hafa verið með ýmsu móti. Sums staðar eru líkin varðveitt með því að spýta inn í þau efnum sem tefja rotnun og nefnist það smurning (e. embalming). Alkunn er til dæmis viðleitni Forn-Egypta til að varðveita líkama hástéttarfólks með því að fjarlægja innyfli en varðveita aðra hluta líkamans, með smurningu og þornun svo þeir hafa geymst sem „múmíur“ til okkar daga. Lesa má meira um smurningu í svari Jóns Gunnars Þorsteinssonar við spurningunni Eru lík smurð á Íslandi?

Niðurbrot vefja eftir dauðann verða annars vegar fyrir niðurbrot efnakljúfa, sem eru fyrir hendi í vefjafrumum (e. autolysis) en hins vegar vegna rotnunar fyrir tilstilli gerla (e. putrefaction). Við það bætist að lík þeirra sem deyja á víðavangi eða drukkna verða fyrir ágangi frá umhverfinu, svo sem skordýrum, marflóm, fuglum og fleiru.

Niðurbrot efnakljúfa - sjálfrot
Þegar dauðann ber að stöðvast efnahvörf í frumum líkamans. Efnakljúfum líkamsfrumna er haldið í skefjum til þess að starfa skipulega í örsmáum bólum í frymi lifandi frumna en þegar lífið slokknar losna þessi efni úr læðingi og taka að brjóta frumurnar niður.

Rotnun vegna gerla
Gerlar sem eiga sér bústað í manninum taka að fjölga sér strax eftir andlátið. Byrjar sú starfsemi í þörmum þannig að gerlarnir dreifa sér frá innyflum eftir æðum sem þeir nota sem brautir til þess að fara um allan líkamann. Gerlarnir framleiða efni sem brjóta niður vefi og má greina það á niðurbroti blóðs, sem veldur grænleitri upplitun. Á öðrum degi eftir andlát sést því grænleit slikja á kviðvegg látins manns. Samtímis því að brjóta niður vefi mynda gerlarnir loft. Þeir eru hitakærir og því verður niðurbrot örara ef lík er í heitu umhverfi eftir andlátið en sé líkaminn kældur niður hægist öll starfsemi gerla og þar með niðurbrot vefja. Við niðurbrotið koma fram daunillar lofttegundir til dæmis brennisteinsvetni og er þá talað um nálykt.

Þar sem lík liggur óvarið í röku og heitu umhverfi brotna mjúkvefir hratt niður, fyrst innyfli, þá heili, nýru, vöðvar, leg og blöðruhálskirtill en síðast bein og tennur. Ef skordýr ná að komast að líki stuðlar það að mun hraðara niðurbroti mjúkvefja. Verður það einkum ef maðkaflugur ná að verpa víum sínum í líkamsop eða sár að lirfur þeirra (maðkarnir) nærast á vefjum. Bein og tennur varðveitast mun lengur en mjúkvefir en smám saman verða harðir vefir einnig að dufti.

Samkvæmt framanskráðu er ekki unnt að alhæfa um það hvenær líkami er orðinn að dufti eftir greftrun en líkami sem er djúpt í moldu án kistu getur verið 10-12 ár að brotna niður þar til beinagrindin ein er eftir. Í rökum, súrum jarðvegi getur kalkhluti beina og tanna tærst tiltölulega fljótt en svo sem kunnugt er finnast oft ævaforn bein, sem varðveist hafa í þurru umhverfi eða sterkum kistum. Afar heillegir líkamar manna, sem fundust í mómýrum á Jótlandi reyndust vera frá bronsöld og höfðu varðveist vel til okkar daga sökum þess að jarðvegurinn hafði að geyma sútunarsýru, sem sútað hefur hold þeirra sem þar voru grafnir. Sýran leysti hins vegar upp kalkið í beinum líkamans svo eftir var mjög vel varðveitt holdið.

Þess má geta að í íslenskum lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu frá 1993 segir í 29. grein að grafir skuli friðaðar í 75 ár.

Hægt er að lesa meira um rotnun á ýmsum síðum á netinu, til dæmis á: