Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru lík smurð á Íslandi?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Forn-Egyptar, Inkar og aðrar fornþjóðir fundu leið til að verja lík rotnun. Eftir andlát ristu Egyptar líkamann upp á vinstri hliðinni og fjarlægðu flest líffæri. Hjartað var þó vanalega skilið eftir, enda töldu Egyptar það vera miðju skynsemi og tilfinninga. Heili hins látna var hins vegar skafinn út í gegnum nasirnar. Síðan var skrokkurinn fylltur með salti um nokkra vikna skeið til þurrkunar.

Í fyrstu komu Egyptar brottnumdum líffærum fyrir í kerum en með tíð og tíma komust þeir upp á lag með að þurrka þau og setja þau aftur inn í líkama hins látna. Vanalega var líkið einnig troðið út af sagi, laufum og líni, svo skrokkurinn liti eðlilega út. Að lokum var líkið vafið með léreftsböndum og utan um það steypt hulstur úr lérefti og gifsi.

Egyptar trúðu því að við andlát yfirgæfi sálin líkamann en kæmi síðan aftur. Varðveisla á líkinu var þess vegna nauðsynleg til að sálin rataði aftur í réttan búk.

Á miðöldum var líksmurning notuð til að varðveita lík heldra fólks. Líksmurningin fólst í því að rista líkið á hol frá hálsi til nára og fjarlægja öll líffæri. Skrokkurinn var síðan þveginn og vættur með ediki og loks fylltur með salti og stundum kryddjurtum. Síðan var líkið vafið í lín eða silki. Karla-Magnús (d. 814) og Vilhjálmur sigursæli (d. 1087) voru smurðir á þennan hátt.

Í borgarstyrjöldinni í Bandaríkjunum (1861-65) komst hefð á að smyrja lík látinna hermanna. Smurningin var nauðsynleg þar sem oft þurfti að flytja líkin langar leiðir til ættingja fyrir greftrun. Til að varðveita líkin sem best fundu menn meðal annars upp á því að dæla áfengi og arseníki inn í þau.


Smurningslæknir að störfum í borgarastyrjöldinni.

Hér á landi, eins og víðast annars staðar nú á dögum, eru lík ekki smurð heldur færð í líkhús fyrir útför. Í líkhúsum er haldið 6-8 gráðu kælingu til að varðveita líkin. Frá andláti að útför líða í mesta lagi þrjár vikur. Þeir sem látast í slysum eða deyja í heimahúsum af óþekktum ástæðum eru alltaf krufðir fyrir útför. Til að grafast fyrir um dánarorsök eru ýmis innri líffæri fjarlægð. Ef dánarorsök þykir ljós þarf ekki krufningar við. Þetta á til að mynda við ef sjúklingur andast úr krabbameini, hvort sem hann kýs að fara á heimili sitt síðustu dagana fyrir andlátið eða ef hann deyr á sjúkrahúsi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.9.2002

Spyrjandi

Sverrir Magnússon

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Eru lík smurð á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 5. september 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2685.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2002, 5. september). Eru lík smurð á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2685

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Eru lík smurð á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 5. sep. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2685>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru lík smurð á Íslandi?
Forn-Egyptar, Inkar og aðrar fornþjóðir fundu leið til að verja lík rotnun. Eftir andlát ristu Egyptar líkamann upp á vinstri hliðinni og fjarlægðu flest líffæri. Hjartað var þó vanalega skilið eftir, enda töldu Egyptar það vera miðju skynsemi og tilfinninga. Heili hins látna var hins vegar skafinn út í gegnum nasirnar. Síðan var skrokkurinn fylltur með salti um nokkra vikna skeið til þurrkunar.

Í fyrstu komu Egyptar brottnumdum líffærum fyrir í kerum en með tíð og tíma komust þeir upp á lag með að þurrka þau og setja þau aftur inn í líkama hins látna. Vanalega var líkið einnig troðið út af sagi, laufum og líni, svo skrokkurinn liti eðlilega út. Að lokum var líkið vafið með léreftsböndum og utan um það steypt hulstur úr lérefti og gifsi.

Egyptar trúðu því að við andlát yfirgæfi sálin líkamann en kæmi síðan aftur. Varðveisla á líkinu var þess vegna nauðsynleg til að sálin rataði aftur í réttan búk.

Á miðöldum var líksmurning notuð til að varðveita lík heldra fólks. Líksmurningin fólst í því að rista líkið á hol frá hálsi til nára og fjarlægja öll líffæri. Skrokkurinn var síðan þveginn og vættur með ediki og loks fylltur með salti og stundum kryddjurtum. Síðan var líkið vafið í lín eða silki. Karla-Magnús (d. 814) og Vilhjálmur sigursæli (d. 1087) voru smurðir á þennan hátt.

Í borgarstyrjöldinni í Bandaríkjunum (1861-65) komst hefð á að smyrja lík látinna hermanna. Smurningin var nauðsynleg þar sem oft þurfti að flytja líkin langar leiðir til ættingja fyrir greftrun. Til að varðveita líkin sem best fundu menn meðal annars upp á því að dæla áfengi og arseníki inn í þau.


Smurningslæknir að störfum í borgarastyrjöldinni.

Hér á landi, eins og víðast annars staðar nú á dögum, eru lík ekki smurð heldur færð í líkhús fyrir útför. Í líkhúsum er haldið 6-8 gráðu kælingu til að varðveita líkin. Frá andláti að útför líða í mesta lagi þrjár vikur. Þeir sem látast í slysum eða deyja í heimahúsum af óþekktum ástæðum eru alltaf krufðir fyrir útför. Til að grafast fyrir um dánarorsök eru ýmis innri líffæri fjarlægð. Ef dánarorsök þykir ljós þarf ekki krufningar við. Þetta á til að mynda við ef sjúklingur andast úr krabbameini, hvort sem hann kýs að fara á heimili sitt síðustu dagana fyrir andlátið eða ef hann deyr á sjúkrahúsi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir...