Á sama hátt gætum við sagt að lífið fylgi dauðanum á ýmsa vegu. Þegar einhver deyr og er grafinn þá fá rotverur til dæmis betri skilyrði til lífs. Um þetta geta menn til dæmis lesið í svari við spurningunni Hvað gerist við rotnun mannslíkamans?
En líf rotveranna er kannski ekki tengt lífinu sem hættir að vera líf, á neinn annan hátt. Svarið við spurningunni felst þess vegna í því hvernig við hugsum tengslin á milli hugtakanna líf og dauði. Um þetta geta menn haldið áfram að hugsa, til dæmis með því að lesa svar við spurningunni Er til annar heimur?
Mynd:
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.