Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig líta jagúar, hlébarði og púma út?

Jón Már Halldórsson

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:
Hvernig líta jagúar, hlébarði og púma út? Hver er munurinn á þessum kattartegundum?

Talsverður munur er á jagúar, hlébarða og púmu (fjallaljóni) en þó er nokkuð algengt að fólk rugli saman fyrstu tveimur tegundunum enda eru þau um margt lík við fyrstu sýn. Púman sker sig hins vegar algerlega úr enda eru hinar tvær tegundirnar skyldari innbyrðis.

Hér að neðan eru myndir af einstaklingum þessara tegunda.



Jagúar (Panthera onca)



Hlébarði (Panthera pardus)

Eitt af því sem hægt er að nota til að greina á milli jagúars og hlébarða er mynstrið á feldi dýranna. Eins og myndirnar hér að ofan bera með sér er mynstur jagúarsins rósettulaga en mynstur á feldi hlébarðans er meira blettalaga.

Bæði hlébarði og jagúar veiða úr launsátri en þó eru vistfræðilegir hættir jagúarsins skyldari tígrisdýrum enda byggingarlag hans mjög áþekkt þessu risavaxna asíska kattardýri. Jagúarinn er með hlutfallslega styttri lappir en hlébarðinn og mun stærri hauskúpu, enda eru kjálkavöðvar hans með þeim öflugustu sem þekkjast meðal rándýra. Hann drepur oft bráðina með því að mylja hauskúpuna frekar en að kæfa dýrið með biti á háls eða snoppu líkt og önnur kattardýr.

Jagúarinn er líka alla jafna stærri að og kröftugri en hlébarðinn, þótt dýrafræðingar hafi fyrir löngu hætt að fjalla um hlébarða sem einsleitan hóp þar sem þeir hafa langmesta útbreiðslu villtra kattadýra og augljós útlitsmunur er á milli undirtegunda.

Fjallaljón (púma) er töluvert frábrugðið jagúar og hlébarða í útliti eins og sjá má á myndinni hér að neðan enda er skyldleikinn minni.



Á Vísindavefnum er að finna fjölmörg svör um kattardýr, til dæmis:

Hægt er að finna fleiri svör um kattardýr með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan eða nota leitarvélina hér til vinstri.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

23.3.2005

Spyrjandi

Rakel Kristjánsdóttir, f. 1990

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig líta jagúar, hlébarði og púma út?“ Vísindavefurinn, 23. mars 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4853.

Jón Már Halldórsson. (2005, 23. mars). Hvernig líta jagúar, hlébarði og púma út? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4853

Jón Már Halldórsson. „Hvernig líta jagúar, hlébarði og púma út?“ Vísindavefurinn. 23. mar. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4853>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig líta jagúar, hlébarði og púma út?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:

Hvernig líta jagúar, hlébarði og púma út? Hver er munurinn á þessum kattartegundum?

Talsverður munur er á jagúar, hlébarða og púmu (fjallaljóni) en þó er nokkuð algengt að fólk rugli saman fyrstu tveimur tegundunum enda eru þau um margt lík við fyrstu sýn. Púman sker sig hins vegar algerlega úr enda eru hinar tvær tegundirnar skyldari innbyrðis.

Hér að neðan eru myndir af einstaklingum þessara tegunda.



Jagúar (Panthera onca)



Hlébarði (Panthera pardus)

Eitt af því sem hægt er að nota til að greina á milli jagúars og hlébarða er mynstrið á feldi dýranna. Eins og myndirnar hér að ofan bera með sér er mynstur jagúarsins rósettulaga en mynstur á feldi hlébarðans er meira blettalaga.

Bæði hlébarði og jagúar veiða úr launsátri en þó eru vistfræðilegir hættir jagúarsins skyldari tígrisdýrum enda byggingarlag hans mjög áþekkt þessu risavaxna asíska kattardýri. Jagúarinn er með hlutfallslega styttri lappir en hlébarðinn og mun stærri hauskúpu, enda eru kjálkavöðvar hans með þeim öflugustu sem þekkjast meðal rándýra. Hann drepur oft bráðina með því að mylja hauskúpuna frekar en að kæfa dýrið með biti á háls eða snoppu líkt og önnur kattardýr.

Jagúarinn er líka alla jafna stærri að og kröftugri en hlébarðinn, þótt dýrafræðingar hafi fyrir löngu hætt að fjalla um hlébarða sem einsleitan hóp þar sem þeir hafa langmesta útbreiðslu villtra kattadýra og augljós útlitsmunur er á milli undirtegunda.

Fjallaljón (púma) er töluvert frábrugðið jagúar og hlébarða í útliti eins og sjá má á myndinni hér að neðan enda er skyldleikinn minni.



Á Vísindavefnum er að finna fjölmörg svör um kattardýr, til dæmis:

Hægt er að finna fleiri svör um kattardýr með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan eða nota leitarvélina hér til vinstri.

Myndir:

...