Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 27 svör fundust
Ef hundurinn minn yrði ástfanginn af ketti, gætu þau þá eignast afkvæmi saman, og hvað yrði það kallað?
Það er vel þekkt að hundar og kettir sem deila húsnæði og alast upp saman geta orðið ágætis vinir, ef svo má að orði komast. Þó svo ólíklega vildi til að vináttan þróaðist í eitthvað meira, þá er útilokað að slíkt bæri einhvern „ávöxt“, skyldleiki dýrategundanna er nefnilega alltof lítill. Litningatala tegunda...
Hvernig er jagúar flokkaður?
Jagúarinn (Panthera onca) er eina tegund stórkatta sem lifir í Ameríku. Hann er rándýr af ætt katta og undirætt stórkatta (Panterhinae). Hinar tvær undirættir kattaættarinnar eru smákettir (Felinae), en þeirri grein tilheyra til dæmis heimiliskötturinn (Felis catus) og fjallaljónið (Puma concolor), og undirættin A...
Af hverju er tungan í köttum hrjúf?
Þeir sem hafa verið „þvegnir“ af heimiliskettinum þekkja vel hversu hrjúf tunga kattarins er. Hún minnir meira á sandpappír en mjúka tungu okkar eða tungu grasbíta. Það sama á við um villta ketti, hvort sem þeir eru mörg hundruð kílóa stórkettir eða smávaxnir sandkettir, allir hafa þeir brodda á tungunni. Tung...
Geta stórkettir malað eins og venjulegir litlir kettir?
Allir kettir geta malað þar með talið þær tegundir sem teljast til stórkatta (Panthera sp.) og blettatígurinn (Acinonyx jubatus). Malið er enda eitt þeirra mörgu einkenna, og líklega það gleggsta, sem skilur kattadýr (Felidae) frá öðrum rándýrum (Carnivora). Þetta karlljón er greinilega ekki í skapi til að m...
Hvað getið þið sagt mér um skuggahlébarða?
Spurningin hljóðar svona í heild sinni: Hvað getur skuggahlébarði hoppað hátt? Í hvaða löndum lifir hann? Hvað heita kynin og afkvæmin?Skuggahlébarðinn (e. clouded leopard, latína Neofelis nebulosa) er vel aðlagaður lífi í trjám og sýnir mikla fimi þegar hann stekkur á milli trágreina eins og api væri. Ekki hafa ...
Getið þið sýnt mér mynd af snæhlébarða og sagt frá hvernig hann lifir?
Snæhlébarðinn (Panthera uncia), sem einnig hefur verið nefndur snjóhlébarði eða snætígur, er náfrændi annarra stórra kattardýra af ættkvíslinni Panthera, ljóna, tígrisdýra, jagúara og hlébarða. Hann lifir þó við allt önnur skilyrði en frændur hans sem velja sér yfirleitt heit og gróðurrík svæði, en snæhlébarðinn h...
Hvað eru til margar tegundir af stórum kattardýrum?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona:Hvað eru til margar tegundir af stórum köttum (ljónum, tígrísdýrum og þess háttar)? Svokallaðir stórkettir eru þau kattardýr sem tilheyra ættkvíslinni Panthera. Í þessari ættkvísl eru alls fimm tegundir stórvaxinna kattardýra, þau eru: Ljón (Panthera leo) Tígrisdýr (Panthe...
Getið þið sagt mér eitthvað um afkvæmi tígrisdýra?
Spyrjandi biður einnig um myndir af litlum tígrisdýrum.Þrír tígrishvolpar Tígrisynjur (Panthera tigris) gjóta venjulega tveimur eða þremur hvolpum í hverju goti. Þó þekkist að allt að sex hvolpar hafi komið í goti. Afar sjaldgæft er að allir hvolparnir komist á legg, það er frekar regla en undantekning að að minn...
Hvernig getur maður greint á milli hlébarða, blettatígurs og jagúars?
Þegar greina á milli hlébarða, blettatígurs og jagúars, má sjá að blettatígurinn (Acinonyx jubatus) sker sig þó nokkuð frá hinum tveimur hvað varðar útlit og líkamsbyggingu. Í reynd er munurinn það mikill að hann hefur verið flokkaður í aðra undirætt en stórkettirnir. Hlébarði (Panthera pardus) og jagúar (Panther...
Er vitað hvaða dýr var forfaðir hlébarða?
Líkt og á við um fjölmargar aðrar tegundir katta er hlébarðinn (Panthera pardus) tiltölulega ung tegund. Talið er að fyrir rúmlega átta milljón árum hafi orðið klofningur milli tegunda sem síðan þróuðust í tvær meginlínur stórkatta, annars vegar ættkvíslina Neofelix og hins vegar ættkvíslina Panthera. Núlifand...
Hvernig urðu kettir til?
Kettir urðu til við árþúsunda þróun rétt eins og aðrar lífverur. Talið er að fyrir um 50 milljónum ára hafið rándýrum fjölgað mjög mikið og orðið aðskilnaður sem meðal annars leiddi til þess að hundar og kettir þróuðust seinna. Þá skiptust rándýr í Miacea sem seinna þróaðist í Caniformia eða hundleg dýr, og hins ...
Hver er minnsta kattategundin?
Smæstur villtra katta er sandkötturinn (Felis margarita). Hann er nokkuð minni en heimilisköttur (Felis silvestris catus), fressin eru frá 2,1 til 3,4 kg en læðurnar á bilinu 1,7 til 2,5 kg að þyngd. Sandkötturinn finnst á þremur aðskildum svæðum í Asíu og Afríku; Sahara-svæðinu innan landamæra Alsír, Níger o...
Hvernig líta jagúar, hlébarði og púma út?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvernig líta jagúar, hlébarði og púma út? Hver er munurinn á þessum kattartegundum? Talsverður munur er á jagúar, hlébarða og púmu (fjallaljóni) en þó er nokkuð algengt að fólk rugli saman fyrstu tveimur tegundunum enda eru þau um margt lík við fyrstu sýn. Púman sker sig hins ...
Er hægt að temja ljón?
Með tamningu er átt við að menn hafi náð því næst fullkominni stjórn á viðkomandi dýri og geti treyst því. Sem dæmi þá geta flestir verið sammála um að vel tamdir hundar teljist hættulausir og tugmilljónum hunda er treyst til þess að vera innan um börn. Þetta á hins vegar ekki við um ljón eða önnur stór kattard...
Hversu hratt getur blettatígur (Cheetah) hlaupið?
Blettatígur (Acinonyx jubatus) er rándýr af kattarætt og sprettharðastur allra dýra. Hann getur hlaupið á allt að 90 til 112 km hraða á klukkustund en þeim hraða getur hann aðeins haldið stuttar vegalengdir. Hann nýtir sér framúrskarandi hlaupagetu við veiðar en uppáhalds fæða hans eru gaseðlur og antilópur....